Umdeildur kardínáli: Trump er villimaður kristinna manna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. desember 2020 12:34 Pell og Trump eru báðir umdeildir menn. Donald Trump er villimaður en hann er „okkar villimaður,“ segir kardinálinn George Pell í bókinni Prison Journal, sem fjallar meðal annars um þá 404 daga sem honum var haldið í einangrun eftir að hann var fundinn sekur um kynferðisofbeldi gegn börnum. Pell fjallar í bókinni um dómsmálið gegn sér og málefni líðandi stundar, bæði innan kirkjunnar og utan. Í því samhengi kallar hann Trump „okkar villimann“ en með „við“ á hann við kristna menn. Á blaðamannafundi í gær sagði hann að kristnir menn hefðu þá skyldu að stíga fram opinberlega og að Bandaríkjaforseti hefði lagt sitt á vogarskálarnar, ekki síst með tilnefningum sínum á dómurum í hæstarétt landsins. Tveir af þeim þremur sem Trump hefur fengið skipaða eru kaþólskir. Að öðru leyti sagðist Pell ekki viss um að Trump hefði sýnt hinu lýðræðislega ferli næga virðingu; það væri mikilvægt að allir upplifðu að hafa jöfn tækifæri hvað kosningar varðaði. Ef svo væri ekki þyrfti að færa fyrir því óyggjandi sönnunargögn; það væri óábyrgt að grafa undan trausti á opinberum stofnunum. Reykurinn sést þótt eldurinn hafi ekki fundist Pell hafði yfirumsjón með fjármálum Vatíkansins en lét af störfum árið 2017, þegar hann var sakaður um að hafa misnotað tvo 13 ára gamla kórdrengi í dómkirkjunni í Melbourne árið 1996. Við fyrstu umferð fyrir dómi komst kviðdómurinn ekki að niðurstöðu í málinu en hann var fundinn sekur samhljóða í annað sinn og dæmdur í sex ára fangelsi. Áfrýjunardómstóll staðfesti niðurstöðuna en henni var snúið þegar málið fór fyrir hæstarétt. Kardinálinn hefur sagt að fyrir liggi vísbendingar, en ekki sönnun, um að málið gegn honum tengist viðleitni hans til að gera úrbætur á fjármálum Vatíkansins. „Ég er nokkuð öruggur um að peningar fóru frá Róm til Ástralíu á þessum tíma en ég hef enga sönnun fyrir því hvar þeir enduðu,“ segir hann. Sagði hann reykinn sjást, þótt eldurinn hefði ekki fundist. Pell sagðist ekki hafa í hyggja að sækja mál á hendur ástralska ríkinu og krefjast skaðabóta en hann ver nú tíma sínum í Sydney og Vatíkaninu. Guardian sagði frá. Donald Trump Trúmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ástralía Páfagarður Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:35 Kardináli áfrýjar barnaníðsdómi Lögmenn George Pell kardinála telja að gallar hafi verið á réttarhöldum yfir honum sem enduðu með sex ára fangelsisdómi. 3. júní 2019 08:23 Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55 Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Pell fjallar í bókinni um dómsmálið gegn sér og málefni líðandi stundar, bæði innan kirkjunnar og utan. Í því samhengi kallar hann Trump „okkar villimann“ en með „við“ á hann við kristna menn. Á blaðamannafundi í gær sagði hann að kristnir menn hefðu þá skyldu að stíga fram opinberlega og að Bandaríkjaforseti hefði lagt sitt á vogarskálarnar, ekki síst með tilnefningum sínum á dómurum í hæstarétt landsins. Tveir af þeim þremur sem Trump hefur fengið skipaða eru kaþólskir. Að öðru leyti sagðist Pell ekki viss um að Trump hefði sýnt hinu lýðræðislega ferli næga virðingu; það væri mikilvægt að allir upplifðu að hafa jöfn tækifæri hvað kosningar varðaði. Ef svo væri ekki þyrfti að færa fyrir því óyggjandi sönnunargögn; það væri óábyrgt að grafa undan trausti á opinberum stofnunum. Reykurinn sést þótt eldurinn hafi ekki fundist Pell hafði yfirumsjón með fjármálum Vatíkansins en lét af störfum árið 2017, þegar hann var sakaður um að hafa misnotað tvo 13 ára gamla kórdrengi í dómkirkjunni í Melbourne árið 1996. Við fyrstu umferð fyrir dómi komst kviðdómurinn ekki að niðurstöðu í málinu en hann var fundinn sekur samhljóða í annað sinn og dæmdur í sex ára fangelsi. Áfrýjunardómstóll staðfesti niðurstöðuna en henni var snúið þegar málið fór fyrir hæstarétt. Kardinálinn hefur sagt að fyrir liggi vísbendingar, en ekki sönnun, um að málið gegn honum tengist viðleitni hans til að gera úrbætur á fjármálum Vatíkansins. „Ég er nokkuð öruggur um að peningar fóru frá Róm til Ástralíu á þessum tíma en ég hef enga sönnun fyrir því hvar þeir enduðu,“ segir hann. Sagði hann reykinn sjást, þótt eldurinn hefði ekki fundist. Pell sagðist ekki hafa í hyggja að sækja mál á hendur ástralska ríkinu og krefjast skaðabóta en hann ver nú tíma sínum í Sydney og Vatíkaninu. Guardian sagði frá.
Donald Trump Trúmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ástralía Páfagarður Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:35 Kardináli áfrýjar barnaníðsdómi Lögmenn George Pell kardinála telja að gallar hafi verið á réttarhöldum yfir honum sem enduðu með sex ára fangelsisdómi. 3. júní 2019 08:23 Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55 Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:35
Kardináli áfrýjar barnaníðsdómi Lögmenn George Pell kardinála telja að gallar hafi verið á réttarhöldum yfir honum sem enduðu með sex ára fangelsisdómi. 3. júní 2019 08:23
Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55
Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32