Erlent

Biskupar samþykkja greiðslur til þolenda kynferðisofbeldis

Andri Eysteinsson skrifar
Franskir biskupar samþykktu greiðslurnar
Franskir biskupar samþykktu greiðslurnar Getty/Godong

Franskir biskupar samþykktu í gær áform um að biskupar landsins skyldu bjóða þolendum kynferðisofbeldis í æsku af hálfu kirkjunnar manna peningagjöf úr sjóði sem settur verður upp. Reuters greinir frá.

Franska biskuparáðið sagði í yfirlýsingu sinni að hver biskup myndi hafa samband við þau fórnarlömb kynferðisofbeldis sem hann þekkti til og bjóða þeim peningagjöf. Þá kom fram í yfirlýsingunni að hvorki franska réttarkerfi né kirkjan sjálf krefðist þess að biskuparnir gæfu þessa fjármuna, enn frekar sagði að peningagjöfinni væri ekki ætlað að vera skaðabætur.

„Ætlunin er að viðurkenna að sársauki fórnarlambanna á rætur að rekja til galla og mistaka innan kirkjunnar, segir í yfirlýsingunni.

Ekki er vitað með fullri vissu hve margir gætu átt von á því að verða boðið fé úr sjóðnum en á síðustu 20 árum hefur nefnd sem rannsakað hefur kynferðisofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar hlýtt á reynslusögur yfir 2.800 fórnarlamba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×