Um 14 prósent vígðra innan kaþólsku kirkjunnar á Nýja-Sjálandi verið sökuð um ofbeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2022 08:55 Á síðustu árum og áratugum hefur kaþólska kirkjan orðið uppvís að því að hylma kerfisbundið yfir barnaníð og annað ofbeldi. Mynd/Jon Tyson Kaþólska kirkjan á Nýja-Sjálandi hefur greint frá því að 14 prósent vígðra innan kirkjunnar hafi verið sökuð um brot gegn börnum og fullorðnum frá árinu 1950. Kirkjan gaf upp fjöldann að beiðni nefndar sem sett var á laggirnar af Jacindu Ardern forsætisráðherra árið 2018. Ráðherrann sagði á þeim tíma að landið þyrfti að gera upp „myrkan kafla“ í sögu sinni. Nefndinni var upphaflega aðeins ætlað að rannsaka misnotkun á vistheimilum en rannsóknin var síðar útvíkkuð og nær nú til kirkna og annarra trúarstofnana. Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu sem gefin var út í desember síðastliðnum voru um það bil 250 þúsund börn, ungmenni og fullorðið fólk í viðkvæmri stöðu misnotuð á heimilum sem rekin voru af hinu opinbera og trúarstofnunum frá 1960 og fram yfir aldamót. Tölfræðin er varðar kaþólsku kirkjuna nær til 428 prestakalla, 370 kaþólskra skóla og 67 annarra stofnana. Um er að ræða ofbeldi af ýmsu tagi; líkamlegt, kynferðislegt og andlegt ofbeldi, auk vanrækslu. Rannsóknin innan kirkjunnar leiddi í ljós að frá árinu 1950 hefðu 1.350 börn tilkynnt um ofbeldi og 164 fullorðnir. Þá höfðu 167 á ótilgreindum aldri tilkynnt ofbeldi á sama tíma. Um 80 prósent tilkynninganna vörðuðu börn og í um helmingi tilvika vörðuðu tilkynningarnar kynferðisofbeldi gegn barni. Í heildina voru 14 prósent vígðra innan kirkjunnar sakaðir um ofbeldi, 8 prósent presta og 3 prósent nunna. Flest tilvikin áttu sér stað frá 1960 til 1970 og 75 prósent fyrir 1990. Samtök þolenda kynferðisofbeldis, Snap, telja raunverulegan fjölda tilvika allt að tvöfalt meiri. Guardian fjallar ítarlega um málið. Nýja-Sjáland Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira
Kirkjan gaf upp fjöldann að beiðni nefndar sem sett var á laggirnar af Jacindu Ardern forsætisráðherra árið 2018. Ráðherrann sagði á þeim tíma að landið þyrfti að gera upp „myrkan kafla“ í sögu sinni. Nefndinni var upphaflega aðeins ætlað að rannsaka misnotkun á vistheimilum en rannsóknin var síðar útvíkkuð og nær nú til kirkna og annarra trúarstofnana. Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu sem gefin var út í desember síðastliðnum voru um það bil 250 þúsund börn, ungmenni og fullorðið fólk í viðkvæmri stöðu misnotuð á heimilum sem rekin voru af hinu opinbera og trúarstofnunum frá 1960 og fram yfir aldamót. Tölfræðin er varðar kaþólsku kirkjuna nær til 428 prestakalla, 370 kaþólskra skóla og 67 annarra stofnana. Um er að ræða ofbeldi af ýmsu tagi; líkamlegt, kynferðislegt og andlegt ofbeldi, auk vanrækslu. Rannsóknin innan kirkjunnar leiddi í ljós að frá árinu 1950 hefðu 1.350 börn tilkynnt um ofbeldi og 164 fullorðnir. Þá höfðu 167 á ótilgreindum aldri tilkynnt ofbeldi á sama tíma. Um 80 prósent tilkynninganna vörðuðu börn og í um helmingi tilvika vörðuðu tilkynningarnar kynferðisofbeldi gegn barni. Í heildina voru 14 prósent vígðra innan kirkjunnar sakaðir um ofbeldi, 8 prósent presta og 3 prósent nunna. Flest tilvikin áttu sér stað frá 1960 til 1970 og 75 prósent fyrir 1990. Samtök þolenda kynferðisofbeldis, Snap, telja raunverulegan fjölda tilvika allt að tvöfalt meiri. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Nýja-Sjáland Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira