Erlent

Pell kardi­náli sýknaður af á­kæru um barna­níð

Atli Ísleifsson skrifar
George Pell fyrir utan dómshús í Melbourne fyrr á árinu.
George Pell fyrir utan dómshús í Melbourne fyrr á árinu. AP

Hæstiréttur Ástralíu hefur sýknað George Pell kardinála af ákæru um barnaníð. Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum.

Hinn 78 ára Penn hafði áður gegnt ígildi stöðu fjármálaráðherra Vatikansins og var æðsti maður kaþólsku kirkjunnar sem hafði hlotið dóm fyrir kynferðisbrot.

Með dómi Hæstiréttar Ástralíu, sem var einróma, var Pell sleppt út haldi, og honum ekið í Carmelite klaustrið í Melbourne. Pell hefur haldið fram sakleysi sínu allt frá því að hann var fyrst ákærður árið 2017.

Mál Pell skók kaþólsku kirkjuna þar sem hann hafði verið einn af nánustu samstarfsmönnum páfa.

Pell hafði afplánað um fjögur hundruð daga af dómum, en hann var sakaður um að hafa misnotað tvo þrettán ára kórdrengi í herbergjum Dómkirkju heilags Patreks í Melbourne á þeim tíma er hann gegndi stöðu erkibiskups.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×