Endósamtökin lýsa yfir þungum áhyggjum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. júní 2025 21:39 Alma Möller heilbrigðisráðherra og Anna Margrét Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Endósamtakanna. Samsett/Vilhelm/Endósamtökin Endósamtökin lýsa yfir þungum áhyggjum í ljósi þess að Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fækka niðurgreiddum aðgerðum einkarekinnar stofu vegna sjúkdómsins. Samtökin skora á Heilbrigðisráðuneytið að endurskoða ákvörðunina og óska eftir auknu samráði í mótun á þjónustu. Heilbrigðisráðuneytið gerði Sjúkratryggingum að gera samning við Klíníkina í Ármúla um að hundrað aðgerðir á konum með endómetríósu verði niðurgreiddar af Sjúkratryggingum. Það eru um helmingi færri aðgerðir á ári en Jón Ívar Einarsson, skurðlæknir hjá Klínikinni, hefur verið að framkvæma ár hvert. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði hann ákvörðunina afturför í þjónustu kvenna með endómetríósu. Endósamtökin hafa sent út yfirlýsingu vegna málsins þar sem þau lýsa yfir þungum áhyggjum vegna málsins. „Nú þegar eru um 100 konur á bið eftir aðgerð hjá Klíníkinni og því er það alveg ljóst að þessi ákvörðun verður til þess að bið eftir nauðsynlegri þjónustu fólks með endómetríósu lengist og er það að mati Endósamtakanna algjörlega óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingunni Endósamtakanna. Jón Ívar sagði ástæðuna fyrir fækkun aðgerða vera styttri biðlista Landspítalans. Hann segist sjálfur framkvæma tvo þriðju aðgerða vegna endómetríósu, eða um tvö hundruð aðgerðir á ári. „Í svari Landspítalans segir að aðgerðir séu aðeins lítill partur af meðferðinni við sjúkdómnum, en samtökin setja spurningarmerki við þau svör þar sem sjúkdómurinn er aðeins greindur með aðgerð. Það er vissulega rétt að hormónameðferð, sjúkraþjálfun og verkjameðferð eru gífurlega mikilvægar, en koma ekki í stað skurðaðgerðar,“ segir í yfirlýsingunni. Hópur sem verði út undan í heilbrigðiskerfinu Fulltrúar samtakanna hafa fundað með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra og greint frá áhyggjum sínum af stöðum samninga. Þau hafa óskað eftir öðrum fundi með ráðherranum en ekkert svar borist. „Að þessi ákvörðun sé tekin án þess að hlustað sé á raddir þeirra sem þurfa á þessari þjónustu að halda dregur úr trausti og er til þess fallið að auka vanlíðan og útilokun þeirra sem þurfa mest á þessari aðstoð að halda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá eru fulltrúar samtakanna ósáttir við að vera ekki hafðir í samráði þegar ákvarðanir eru teknar sem varða einstaklinga með endómetríósu. „Fólk með endó er hópur sem lengi hefur orðið út undan í heilbrigðiskerfinu og birtist það meðal annars í þeim langa tíma sem tekur að greina sjúkdóminn, en það getur tekið að meðaltali 7-10 ár að fá greiningu.“ Fyrst og fremst hafi samtökin þó áhyggjur af afleiðingu ákvörðunarinnar en með henni lengist biðtími eftir aðgerð til muna. „Með aukinni bið eftir nauðsynlegri aðgerð aukast líkur á að konur og fólk með endó lifi við skert lífsgæði, hljóti varanlegan skaða á líffærum, detti úr virkni í vinnu, námi og félagslífi og glími við ófrjósemi.“ Mikilvægt sé að konur fái greiningu fyrir 25 ára aldur en sé endómetríósa ekki meðhöndluð fyrir þann aldur geti hún valdið varanlegum skaða að sögn Jóns Ívars. Að auki fylgir sjúkdómnum gríðarlegur sársauki. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Kvenheilsa Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið gerði Sjúkratryggingum að gera samning við Klíníkina í Ármúla um að hundrað aðgerðir á konum með endómetríósu verði niðurgreiddar af Sjúkratryggingum. Það eru um helmingi færri aðgerðir á ári en Jón Ívar Einarsson, skurðlæknir hjá Klínikinni, hefur verið að framkvæma ár hvert. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði hann ákvörðunina afturför í þjónustu kvenna með endómetríósu. Endósamtökin hafa sent út yfirlýsingu vegna málsins þar sem þau lýsa yfir þungum áhyggjum vegna málsins. „Nú þegar eru um 100 konur á bið eftir aðgerð hjá Klíníkinni og því er það alveg ljóst að þessi ákvörðun verður til þess að bið eftir nauðsynlegri þjónustu fólks með endómetríósu lengist og er það að mati Endósamtakanna algjörlega óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingunni Endósamtakanna. Jón Ívar sagði ástæðuna fyrir fækkun aðgerða vera styttri biðlista Landspítalans. Hann segist sjálfur framkvæma tvo þriðju aðgerða vegna endómetríósu, eða um tvö hundruð aðgerðir á ári. „Í svari Landspítalans segir að aðgerðir séu aðeins lítill partur af meðferðinni við sjúkdómnum, en samtökin setja spurningarmerki við þau svör þar sem sjúkdómurinn er aðeins greindur með aðgerð. Það er vissulega rétt að hormónameðferð, sjúkraþjálfun og verkjameðferð eru gífurlega mikilvægar, en koma ekki í stað skurðaðgerðar,“ segir í yfirlýsingunni. Hópur sem verði út undan í heilbrigðiskerfinu Fulltrúar samtakanna hafa fundað með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra og greint frá áhyggjum sínum af stöðum samninga. Þau hafa óskað eftir öðrum fundi með ráðherranum en ekkert svar borist. „Að þessi ákvörðun sé tekin án þess að hlustað sé á raddir þeirra sem þurfa á þessari þjónustu að halda dregur úr trausti og er til þess fallið að auka vanlíðan og útilokun þeirra sem þurfa mest á þessari aðstoð að halda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá eru fulltrúar samtakanna ósáttir við að vera ekki hafðir í samráði þegar ákvarðanir eru teknar sem varða einstaklinga með endómetríósu. „Fólk með endó er hópur sem lengi hefur orðið út undan í heilbrigðiskerfinu og birtist það meðal annars í þeim langa tíma sem tekur að greina sjúkdóminn, en það getur tekið að meðaltali 7-10 ár að fá greiningu.“ Fyrst og fremst hafi samtökin þó áhyggjur af afleiðingu ákvörðunarinnar en með henni lengist biðtími eftir aðgerð til muna. „Með aukinni bið eftir nauðsynlegri aðgerð aukast líkur á að konur og fólk með endó lifi við skert lífsgæði, hljóti varanlegan skaða á líffærum, detti úr virkni í vinnu, námi og félagslífi og glími við ófrjósemi.“ Mikilvægt sé að konur fái greiningu fyrir 25 ára aldur en sé endómetríósa ekki meðhöndluð fyrir þann aldur geti hún valdið varanlegum skaða að sögn Jóns Ívars. Að auki fylgir sjúkdómnum gríðarlegur sársauki.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Kvenheilsa Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira