Láglaunakonur heilsuveilli en konur með hærri laun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 12:00 Hærra hlutfall kvenna með lág laun og meðallaun hefur þurft að neita sér um mat svo börn þeirra fái nóg að borða. Getty Líkamleg heilsa kvenna, sem hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi, er verri en kvenna með meiri menntun. Þá eru konur með háskólamenntun í öllum tilfellum ólíklegri til að vera með klínísk einkenni þunglyndis, kvíða og streitu en konur með lægra menntunarstig. Hópur kvenna við Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands og Vörðu - Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti niðurstöður skýrslu um ójöfnuð meðal íslenskra kvenna á fundi fyrir hádegi. Helstu niðurstöður sýna að ójöfnuður eftir stétt og stöðu á sér margs konar birtingarmyndir. Konur á lágum launum telja til dæmis líklegra en aðrar konur að lífskjör þeirra muni versna nokkuð eða mikið næsta árið og hærra hlutfall kvenna með lág laun og meðallaun hefur þurft að neita sér um mat svo börn þeirra fái nóg að borða. „Láglaunakonur eru líklegri til að vera með minna bakland en aðrar konur. Þær hafa færri sem þær geta leitað til, til dæmis ef þeim vantar óvænt barnapössun eða ef þær vantar skyndilega lán eða einhverja peningaupphæð. Almennt hafa þær færri sem þær eru nákomnar,“ segir Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. Eins eigi láglaunakonur erfiðara með að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. „Áhyggjur af því sem tengist fjölskyldunni er að trufla þær í starfi,“ segir Berglind. „Við sjáum að þær eiga erfiðara með að kaupa barnapössun, þær hafa oft ekki efni á því að setja börnin sín í frístund eftir að skóla lýkur. Þær eiga erfiðara með að greiða fyrir tómstundir fyrir börnin sín.“ Þá séu láglaunakonur oft í störfum þar sem er minni sveigjanleiki. Eins telji láglaunakonur sig heilsuveilli, bæði andlega og líkamlega, en þær sem hafa hærri laun. „Þær eru líklegri til að upplifa kvíða, þunglyndis og streitueinkenni nánast daglega. Þær eru líka að mælast með mjög alvarleg kvíða, streitu og þunglyndiseinkenni. Þá sjáum við einnig mjög skýrt mynstur milli launaflokka og líkamlegrar heilsu.“ Kvenheilsa Vinnumarkaður Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Hópur kvenna við Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands og Vörðu - Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti niðurstöður skýrslu um ójöfnuð meðal íslenskra kvenna á fundi fyrir hádegi. Helstu niðurstöður sýna að ójöfnuður eftir stétt og stöðu á sér margs konar birtingarmyndir. Konur á lágum launum telja til dæmis líklegra en aðrar konur að lífskjör þeirra muni versna nokkuð eða mikið næsta árið og hærra hlutfall kvenna með lág laun og meðallaun hefur þurft að neita sér um mat svo börn þeirra fái nóg að borða. „Láglaunakonur eru líklegri til að vera með minna bakland en aðrar konur. Þær hafa færri sem þær geta leitað til, til dæmis ef þeim vantar óvænt barnapössun eða ef þær vantar skyndilega lán eða einhverja peningaupphæð. Almennt hafa þær færri sem þær eru nákomnar,“ segir Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. Eins eigi láglaunakonur erfiðara með að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. „Áhyggjur af því sem tengist fjölskyldunni er að trufla þær í starfi,“ segir Berglind. „Við sjáum að þær eiga erfiðara með að kaupa barnapössun, þær hafa oft ekki efni á því að setja börnin sín í frístund eftir að skóla lýkur. Þær eiga erfiðara með að greiða fyrir tómstundir fyrir börnin sín.“ Þá séu láglaunakonur oft í störfum þar sem er minni sveigjanleiki. Eins telji láglaunakonur sig heilsuveilli, bæði andlega og líkamlega, en þær sem hafa hærri laun. „Þær eru líklegri til að upplifa kvíða, þunglyndis og streitueinkenni nánast daglega. Þær eru líka að mælast með mjög alvarleg kvíða, streitu og þunglyndiseinkenni. Þá sjáum við einnig mjög skýrt mynstur milli launaflokka og líkamlegrar heilsu.“
Kvenheilsa Vinnumarkaður Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira