Berum brjóstin Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 11. október 2024 19:31 Brjóstakrabbamein er ein algengasta tegund krabbameins sem herjar á konur. Milljónir kvenna um allan heim greinast með brjóstakrabbamein ár hvert, en samkvæmt heimildum frá World Health Organization voru 2.3 milljón einstaklinga greindir með brjóstakrabbamein árið 2022 og um 670 þúsund dauðsföll eru rakin til krabbameinsins. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal íslenskra kvenna og um 200 konur greinast með krabbameinið hér á landi ár hvert. Þó svo að brjóstakrabbamein greinist í undantekningartilvikum í körlum þá eru það aðallega konur sem verða að vera á varðbergi gagnvart því. Engir sérstakir áhættuþættir eru þekktir fyrir krabbamein af þessu tagi, og því er mikilvægt að allar konur fylgist með og fari reglulega í skimun. Brjóstaskimun gegnir lykilhlutverki í forvörnum og baráttunni gegn sjúkdómnum. Með skimun eru brjóstakrabbamein greint snemma, áður en einkenni koma fram, og eykur því verulega líkurnar á árangursríkari meðferð og bata. Krabbameinsskimun bjargar mannslífum og lækkar líkur á andláti sökum krabbameinsins umtalsvert. Peningur á ekki að vera vandamál Þrátt fyrir mikilvægi skimunar hefur dregið úr þátttöku kvenna í skimunum á krabbameini, m.a. brjóstakrabbameini. Þetta á við konur á öllum aldri, þó sérstaklega yngri konur. Það er áhyggjuefni innan heilbrigðisstéttarinnar, enda hafa flestar konur vitund á því hversu mikilvægt það er að fara í skimun þó svo að dregist hefur úr þátttöku. Miðað við athugasemdir þá virðist dvínandi þátttaka aðallega stafa af tveimur ástæðum. Þær eru hár komukostnaður, þ.e. 6.000 kr., og að konur þurfa að finna tíma úr vinnu til að mæta. Skiljanlega dregur hár komukostnaður úr áhuga fólks við að mæta í skimun, þó mikilvægt sé að allar konur mæti reglulega. Enginn á að þurfa að fresta eða hætta við að tryggja heilbrigði sitt sökum kostnaðar. Heilbrigðisþjónusta skal vera öllum aðgengileg óháð efnahag. Í þessu samhengi er einnig vert að minnast á rétt kvenna til að taka frí frá vinnu til að mæta í skimun. Heilbrigðisráðherra lækkar gjaldið umtalsvert Í gær boðaði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, breytingar á gjaldtöku vegna skimunar fyrir brjóstakrabbameini. Frá og með 14. október lækkar komugjald fyrir brjóstaskimun í 500 krónur og önnur gjöld verða felld niður. Það sem áður kostaði 6.000 kr. kostar nú minna en einn americano og croissant á kaffihúsi. Þarna er heilbrigðisráðherra að mæta áhyggjum beint og lækka kostnaðinn umtalsvert, um rúmlega 90%, m.a. í þeim tilgangi að tryggja jafnt aðgengi fyrir allar konur, óháð búsetu eða efnahag, og stuðla að virkri skimun fyrir brjóstakrabbameini í öllum konum. Höldum áfram Þessi aðgerð hefur mikla þýðingu fyrir kvenheilsu til framtíðar á Íslandi, en þó svo um stórt skref sé að ræða þá verðum við að vinna saman að forvörnum og fyrirbyggjandi aðgerðum sem samfélag. Við þurfum að halda áfram að hvetja allar konur til að mæta reglulega í skimun, stuðla að fræðslu fyrir konur um brjóstakrabbamein og einkenni þess og upplýsa þær um rétt sinn til að taka frí úr vinnu til að forgangsraða heilsu sinni og lífsgæðum með því að mæta í brjóstaskimun. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kvenheilsa Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Brjóstakrabbamein er ein algengasta tegund krabbameins sem herjar á konur. Milljónir kvenna um allan heim greinast með brjóstakrabbamein ár hvert, en samkvæmt heimildum frá World Health Organization voru 2.3 milljón einstaklinga greindir með brjóstakrabbamein árið 2022 og um 670 þúsund dauðsföll eru rakin til krabbameinsins. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal íslenskra kvenna og um 200 konur greinast með krabbameinið hér á landi ár hvert. Þó svo að brjóstakrabbamein greinist í undantekningartilvikum í körlum þá eru það aðallega konur sem verða að vera á varðbergi gagnvart því. Engir sérstakir áhættuþættir eru þekktir fyrir krabbamein af þessu tagi, og því er mikilvægt að allar konur fylgist með og fari reglulega í skimun. Brjóstaskimun gegnir lykilhlutverki í forvörnum og baráttunni gegn sjúkdómnum. Með skimun eru brjóstakrabbamein greint snemma, áður en einkenni koma fram, og eykur því verulega líkurnar á árangursríkari meðferð og bata. Krabbameinsskimun bjargar mannslífum og lækkar líkur á andláti sökum krabbameinsins umtalsvert. Peningur á ekki að vera vandamál Þrátt fyrir mikilvægi skimunar hefur dregið úr þátttöku kvenna í skimunum á krabbameini, m.a. brjóstakrabbameini. Þetta á við konur á öllum aldri, þó sérstaklega yngri konur. Það er áhyggjuefni innan heilbrigðisstéttarinnar, enda hafa flestar konur vitund á því hversu mikilvægt það er að fara í skimun þó svo að dregist hefur úr þátttöku. Miðað við athugasemdir þá virðist dvínandi þátttaka aðallega stafa af tveimur ástæðum. Þær eru hár komukostnaður, þ.e. 6.000 kr., og að konur þurfa að finna tíma úr vinnu til að mæta. Skiljanlega dregur hár komukostnaður úr áhuga fólks við að mæta í skimun, þó mikilvægt sé að allar konur mæti reglulega. Enginn á að þurfa að fresta eða hætta við að tryggja heilbrigði sitt sökum kostnaðar. Heilbrigðisþjónusta skal vera öllum aðgengileg óháð efnahag. Í þessu samhengi er einnig vert að minnast á rétt kvenna til að taka frí frá vinnu til að mæta í skimun. Heilbrigðisráðherra lækkar gjaldið umtalsvert Í gær boðaði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, breytingar á gjaldtöku vegna skimunar fyrir brjóstakrabbameini. Frá og með 14. október lækkar komugjald fyrir brjóstaskimun í 500 krónur og önnur gjöld verða felld niður. Það sem áður kostaði 6.000 kr. kostar nú minna en einn americano og croissant á kaffihúsi. Þarna er heilbrigðisráðherra að mæta áhyggjum beint og lækka kostnaðinn umtalsvert, um rúmlega 90%, m.a. í þeim tilgangi að tryggja jafnt aðgengi fyrir allar konur, óháð búsetu eða efnahag, og stuðla að virkri skimun fyrir brjóstakrabbameini í öllum konum. Höldum áfram Þessi aðgerð hefur mikla þýðingu fyrir kvenheilsu til framtíðar á Íslandi, en þó svo um stórt skref sé að ræða þá verðum við að vinna saman að forvörnum og fyrirbyggjandi aðgerðum sem samfélag. Við þurfum að halda áfram að hvetja allar konur til að mæta reglulega í skimun, stuðla að fræðslu fyrir konur um brjóstakrabbamein og einkenni þess og upplýsa þær um rétt sinn til að taka frí úr vinnu til að forgangsraða heilsu sinni og lífsgæðum með því að mæta í brjóstaskimun. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun