HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi
Alex Morgan ófrísk og að hætta í fótbolta
Bandaríska fótboltastjarnan Alex Morgan hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu en þetta tilkynnti hún í myndbandi á samfélagsmiðlum sínum.
Kossaskandall Rubiales ekki fyrir rétt fyrr en í febrúar
Nú er ljóst að Luis Rubiales, fyrrum formaður spænska knattspyrnusambandsins, mætir ekki örlögum sínum fyrr en í febrúar á næsta ári.
Ákærður og horfir fram á fangelsisdóm fyrir kossinn óumbeðna
Luis Rubiales, fyrrverandi forseti spænska knattspyrnusambandsins, gæti verið að horfa fram á allt að þrjátíu mánaða fangelsisdóm eftir að hafa verið ákærður í tveimur mismunandi liðum tengdum athæfi sínu í kjölfar sigurs spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á HM á síðasta ári.
Sú besta í heimi segir að HM-titill Spánverja hafi litlu breytt
Kvennafótboltinn á Spáni hefur ekki grætt neitt á heimsmeistaratitli spænska landsliðsins. Þetta er skoðun Aitana Bonmatí sem var kosin besta knattspyrnukona heims á síðasta ári.
Áfrýjun Rubiales hafnað af FIFA
Luis Rubiales, fyrrum forseti spænska knattspyrnusambandsins, tapaði í gær áfrýjun á þriggja ára banni frá öllum afskiptum af fótbolta. Bannið, sem var sett í lok október 2023, mun því standa til október 2026.
Rubiales þarf að svara til saka fyrir kossinn
Dómari á Spáni komst að því að það sé full ástæða til að fara með kynferðisbrotamálið gegn fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins fyrir dómstóla.
Landsliðskonur Hollands og Ástralíu trúlofuðu sig
Fótboltakonurnar Danielle van de Donk og Ellie Carpenter notuðu tækifærið og trúlofuðu sig um áramótin.
Treyjur enska markvarðarins seldust nú upp á nokkrum mínútum
Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og besti markvörður síðasta heimsmeistaramóts, barðist fyrir því að hægt væri að kaupa markvarðartreyju hennar út í búð.
Spilaði í þriðju deild fyrir tveimur árum en er núna þriðja besta fótboltakona heims
Uppgangur spænsku fótboltakonunnar Sölmu Paralluelo undanfarin ár hefur verið með ólíkindum.
Rubiales dæmdur í þriggja ára bann
Luis Rubiales, fyrrum forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur verið dæmdur í þriggja ára bann frá öllum afskiptum af fótbolta.
Sádarnir hafa augastað á HM kvenna árið 2035
Sádí-Arabía hyggst gera boð um að halda Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta árið 2035 samkvæmt íþróttastjóra sambandsins. Mið-Austurlenska konungsdæmið hefur nú þegar lagt fram formlega beiðni um að halda HM karla árið 2034.
Unnu HM saman í tvígang en ganga nú í gegnum skilnað
Fyrrum leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta standa nú á tímamótum í sínu lífi.
Rekinn eftir að gera Spánverja að heimsmeisturum en tekur nú við Marokkó
Knattspyrnuþjálfarinn Jorge Vilda hefur verið ráðinn þjálfari marokkóska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.
Treyjan hennar sem Nike vildi ekki selja seldist upp um leið
Markmannstreyja enska landsliðsmarkvarðarins Mary Earps fór í sölu í gær og það var ekki að spyrja að því. Hún seldist upp á augabragði.
Stelpurnar enn á ný settar til hliðar hjá FIFA
Yfirmenn Alþjóðaknattspyrnusambands eru búnir að ákveða var HM karla fer fram eftir sjö ár en enginn veit enn hvar stelpurnar eiga keppa um heimsmeistaratitilinn næst.
Heimsmeistarar Spánar fresta tilkynningu næsta landsliðshóps vegna verkfalla
Landsliðskonur Spánar standa á sínu og eru áfram í verkfalli þó Luis Rubiales hafi sagt af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfarinn Jorge Vilda hafi verið látinn taka poka sinn.
Viðtal Morgan við Rubiales nú þegar harðlega gagnrýnt: „Gaf honum plássið“
Viðtal breska fjölmiðlamannsins Piers Morgan við Luis Rubiales, nú fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins, var í gær sýnt í heild sinni í fyrsta skipti en eins og frægt er orðið greindi Rubiales frá afsögn sinni úr embætti forseta knattspyrnusambandsins í viðtalinu.
Hefja rannsókn á máli Rubiales sem er sakaður um kynferðislega áreitni
Sett hefur verið á laggirnar rannsókn á fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins Luis Rubiales.
Koss dauðans hjá Rubiales
Luis Rubiales hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Þetta staðfesti hann í spjallþætti með Piers Morgan í kvöld.
Vildu að Solskjær tæki við landsliðinu
Ole Gunnar Solskjær hefur staðfest að hann hafi rætt við norska knattspyrnusambandið um að taka við norska kvennalandsliðinu. Hege Riise hætti þjálfun liðsins á dögunum eftir erfitt HM.
Tileinkaði andstæðingunum í úrslitaleik HM verðlaunin
Sarina Wiegman, þjálfari Englands, var í gærkvöld valin þjálfari ársins í kvennaflokki af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Hún tileinkaði spænska kvennalandsliðinu, liðið sem hafði betur gegn Englandi í úrslitum HM, verðlaunin sín.
Kallar Rubiales gungu og segir hann hafa skemmt sér með táningum
Juan Rubiales, frændi Luis Rubiales – forseta spænska knattspyrnusambandsins, kallar frænda sinn gungu og segir frá veisluhöldum með táningum sem voru mögulega ólögráða.
Sameinuðu þjóðirnar senda Hermoso stuðningsyfirlýsingu
Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sent Jennifer Hermoso, leikmanni spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, stuðningsyfirlýsingu eftir að leikmaðurinn fékk óumbeðinn rembingskoss frá forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubialis.
Spænska knattspyrnusambandið leitar leiða til að reka Vilda
Spænska knattspyrnusambandið skoðar nú hvort það sé möguleiki á því að reka Jorge Vilda, þjálfara spænska kvennalandsliðsins.
Markadrottning HM á leið til Liverpool
Kvennalið Liverpool gæti verið að fá heldur betur góðan liðsstyrk í baráttunni í ensku úrvalsdeildinni. Markahæsti leikmaður nýafstaðins heimsmeistaramóts gæti nefnilega verið á leið til Bítlaborgarinnar.
Rannsaka koss Rubiales sem mögulegt kynferðisbrot
Saksóknarar á Spáni kanna nú hvort að Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands landsins, hafi framið kynferðisbrot þegar hann kyssti leikmann kvennalandsliðsins á munninn án samþykkis hennar eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Leikmaðurinn segir að sambandið beiti hana þrýstingi.
Knattspyrnusamband Spánar biður forseta sambandsins að segja af sér
Knattspyrnusamband Spánar, RFEF, hefur beðið forseta sambandsins, Luis Rubiales, um að segja af sér vegna hegðunar hans.
Mamma Rubiales í hungurverkfalli í kirkju
Þegar málið með Luis Rubiales virtist ekki geta orðið skrítnara varð það skrítnara. Móðir hans hefur nefnilega blandast í málið.
Allt þjálfarateymi spænska landsliðsins segir upp störfum en Vilda fer ekki fet
Allt þjálfarateymi Jorge Vilda hefur sagt upp störfum í mótmælaskyni vegna framferðis Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Alls eru ellefu þjálfarar og starfsfólk sem yfirgefið liðið og lýsa þau yfir eindregnum stuðningi við Jenni Hermoso.
FIFA setur Rubiales í bann
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur ákveðið að setja Luis Rubiales, forseta Knattspyrnusambands Spánar, í tímabundið bann frá afskiptum af knattspyrnu.