Spilaði í þriðju deild fyrir tveimur árum en er núna þriðja besta fótboltakona heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2023 16:30 Salma Paralluelo smellir kossi á heimsmeistarabikarinn. getty/Marc Atkins Uppgangur spænsku fótboltakonunnar Sölmu Paralluelo undanfarin ár hefur verið með ólíkindum. Paralluelo var í 3. sæti í kjörinu á Gullboltanum sem er veittur besta leikmanni heims. Samherji Paralluelos í Barcelona og spænska landsliðinu, Aitana Bonmatí, fékk Gullboltann sem var veittur við hátíðlega athöfn í gær. Fyrir tveimur árum spilaði Paralluelo með Villarreal í spænsku C-deildinni. Þá var eflaust erfitt að sjá fyrir að hún yrði ein af bestu fótboltakonum heims í dag. Reyndar var ekki ljóst hvort Paralluelo yrði fótboltakona eða myndi leggja frjálsar íþróttir fyrir sig. Hún var nefnilega stórefnilegur spretthlaupari og keppti meðal annars á EM innanhúss 2019, næstyngst allra í sögu mótsins. En fótboltinn varð fyrir valinu hjá Paralluelo sem gekk í raðir Barcelona í fyrra og varð spænskur meistari og Evrópumeistari með liðinu á síðasta tímabili. Ekki nóg með það heldur átti hún stóran þátt í því að Spánverjar urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn í sumar. Paralluelo skoraði meðal annars markið sem tryggði Spáni sæti í úrslitaleik HM. Hún var svo valin besti ungi leikmaður HM. 2021: Salma Paralluelo played for Villareal CF in the third-tier Spanish women s football league.2023: Salma Paralluelo ends 3rd in the Ballon d Or ranking.The future is bright for the Spain and Barcelona 19-year-old star. pic.twitter.com/TgZKjBY07Y— Attacking Third (@AttackingThird) October 30, 2023 Paralluelo er aðeins nítján ára og framtíðin virðist óhemju björt hjá þessari frábæru fótboltakonu. Hún hefur skorað átta mörk í fjórtán landsleikjum en mörkin og leikirnir fyrir landsliðið eiga væntanlega eftir að verða miklu fleiri. Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira
Paralluelo var í 3. sæti í kjörinu á Gullboltanum sem er veittur besta leikmanni heims. Samherji Paralluelos í Barcelona og spænska landsliðinu, Aitana Bonmatí, fékk Gullboltann sem var veittur við hátíðlega athöfn í gær. Fyrir tveimur árum spilaði Paralluelo með Villarreal í spænsku C-deildinni. Þá var eflaust erfitt að sjá fyrir að hún yrði ein af bestu fótboltakonum heims í dag. Reyndar var ekki ljóst hvort Paralluelo yrði fótboltakona eða myndi leggja frjálsar íþróttir fyrir sig. Hún var nefnilega stórefnilegur spretthlaupari og keppti meðal annars á EM innanhúss 2019, næstyngst allra í sögu mótsins. En fótboltinn varð fyrir valinu hjá Paralluelo sem gekk í raðir Barcelona í fyrra og varð spænskur meistari og Evrópumeistari með liðinu á síðasta tímabili. Ekki nóg með það heldur átti hún stóran þátt í því að Spánverjar urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn í sumar. Paralluelo skoraði meðal annars markið sem tryggði Spáni sæti í úrslitaleik HM. Hún var svo valin besti ungi leikmaður HM. 2021: Salma Paralluelo played for Villareal CF in the third-tier Spanish women s football league.2023: Salma Paralluelo ends 3rd in the Ballon d Or ranking.The future is bright for the Spain and Barcelona 19-year-old star. pic.twitter.com/TgZKjBY07Y— Attacking Third (@AttackingThird) October 30, 2023 Paralluelo er aðeins nítján ára og framtíðin virðist óhemju björt hjá þessari frábæru fótboltakonu. Hún hefur skorað átta mörk í fjórtán landsleikjum en mörkin og leikirnir fyrir landsliðið eiga væntanlega eftir að verða miklu fleiri.
Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira