Rannsaka koss Rubiales sem mögulegt kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2023 10:27 Rubiales þegar hann ávarpaði aukaþing spænska knattspyrnusambandsins fyrir helgi. AP/Spænska knattspyrnusambandið/Europa Press Saksóknarar á Spáni kanna nú hvort að Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands landsins, hafi framið kynferðisbrot þegar hann kyssti leikmann kvennalandsliðsins á munninn án samþykkis hennar eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Leikmaðurinn segir að sambandið beiti hana þrýstingi. Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) setti Rubiales í níutíu daga bann á meðan aganefnd þess rannsakar framferði hans þegar hann kyssti Jenni Hermoso á munni eftir sigur Spánverja á Englendingum um þarsíðustu helgi. Rubiales sást einnig grípa um klof sér í heiðursstúku á leikvanginum nærri spænsku drottningunni og unglingsdóttur hennar. Rubiales segir að kossinn hafi verið með samþykki Hermoso og þvertekur fyrir að segja af sér þrátt fyrir háværa gagnrýni og þrýsting frá spænskum stjórnvöldum, leikmönnum, knattspyrnuliðum og stjórnendum þeirra. Leikmenn landsliðsins segjast ekki ætla að keppa fyrir hönd Spánar á meðan Rubiales er forseti knattspyrnusambandsins. Forsetinn segist vera fórnarlamb „nornaveiða“ og „falskra femínista.“ Hann nýtur stuðnings knattspyrnusambandsins sem hefur jafnvel hótað Hermoso málsókn fyrir að styðja ekki forsetann. Fjöldi þjálfara og starfsmanna kvennalandsliða Spánar sögðu af sér eftir að Rubiales neitaði að stíga til hliðar. Eitthvað virðist þó tekið að fjara undan stuðningi við Rubiales innan knattspyrnusambandsins. Spænskir fjölmiðlar segja að forsetar héraðssambanda kalli nú eftir afsögn Rubiales eftir fimm klukkustunda maraþonfund í gær. Jenni Hermoso í leik með Spáni á HM.AP/John Cowpland Hefja ekki fulla rannsókn nema Hermoso kæri sjálf Saksóknarar við landsdóm Spánar sögðu í gær að þeir hefðu hafið bráðabirgðarannsókn á máli Rubiales eftir að þeim bárust sex kærur frá einstaklingum og samtökum. Spænska blaðið El País segir saksóknarana þó trega til að hefja fulla rannsókn á málinu ef Hermoso kýs að kæra ekki sjálf. Henni verður boðið að leggja fram formlega kæru. Hún hefur fimmtán daga til þess. Hermoso lýsti því að hún hefði upplifað sig fórnarlamb árásar forsetans. Kossinn hefði alls ekki verið með samþykki hennar. Þá segir hún að knattspyrnusambandið hafi beitt sig þrýstingi til þess að styðja frásögn Rubiales af kossinum en einnig ættingja hennar og vini, að því er segir í frétt spænska íþróttadagblaðsins Marca. Lýsingar Rubiales eigi ekki við nein rök að styðjast. Spánn Erlend sakamál Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Knattspyrnusamband Spánar biður forseta sambandsins að segja af sér Knattspyrnusamband Spánar, RFEF, hefur beðið forseta sambandsins, Luis Rubiales, um að segja af sér vegna hegðunar hans. 28. ágúst 2023 21:11 Real Madrid og Barcelona gæti verið hent úr Meistaradeildinni vegna Rubiales-hneykslisins Hneyklismálið með Luis Rubiales hefur þegar haft mikil áhrif og þau gætu orðið enn meiri. 28. ágúst 2023 14:01 Mamma Rubiales í hungurverkfalli í kirkju Þegar málið með Luis Rubiales virtist ekki geta orðið skrítnara varð það skrítnara. Móðir hans hefur nefnilega blandast í málið. 28. ágúst 2023 10:29 Leikmenn og stuðningsmenn sýndu Hermoso stuðning Leikmenn og stuðningsmenn knattspyrnuliða um alla Evrópu sýndu Jenni Hermoso, leikmanni heimsmeistara Spánar, stuðning í verki í leikjum helgarinnar eftir að Hermosofékk óumbeðinn rembingskoss frá Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. 28. ágúst 2023 09:31 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) setti Rubiales í níutíu daga bann á meðan aganefnd þess rannsakar framferði hans þegar hann kyssti Jenni Hermoso á munni eftir sigur Spánverja á Englendingum um þarsíðustu helgi. Rubiales sást einnig grípa um klof sér í heiðursstúku á leikvanginum nærri spænsku drottningunni og unglingsdóttur hennar. Rubiales segir að kossinn hafi verið með samþykki Hermoso og þvertekur fyrir að segja af sér þrátt fyrir háværa gagnrýni og þrýsting frá spænskum stjórnvöldum, leikmönnum, knattspyrnuliðum og stjórnendum þeirra. Leikmenn landsliðsins segjast ekki ætla að keppa fyrir hönd Spánar á meðan Rubiales er forseti knattspyrnusambandsins. Forsetinn segist vera fórnarlamb „nornaveiða“ og „falskra femínista.“ Hann nýtur stuðnings knattspyrnusambandsins sem hefur jafnvel hótað Hermoso málsókn fyrir að styðja ekki forsetann. Fjöldi þjálfara og starfsmanna kvennalandsliða Spánar sögðu af sér eftir að Rubiales neitaði að stíga til hliðar. Eitthvað virðist þó tekið að fjara undan stuðningi við Rubiales innan knattspyrnusambandsins. Spænskir fjölmiðlar segja að forsetar héraðssambanda kalli nú eftir afsögn Rubiales eftir fimm klukkustunda maraþonfund í gær. Jenni Hermoso í leik með Spáni á HM.AP/John Cowpland Hefja ekki fulla rannsókn nema Hermoso kæri sjálf Saksóknarar við landsdóm Spánar sögðu í gær að þeir hefðu hafið bráðabirgðarannsókn á máli Rubiales eftir að þeim bárust sex kærur frá einstaklingum og samtökum. Spænska blaðið El País segir saksóknarana þó trega til að hefja fulla rannsókn á málinu ef Hermoso kýs að kæra ekki sjálf. Henni verður boðið að leggja fram formlega kæru. Hún hefur fimmtán daga til þess. Hermoso lýsti því að hún hefði upplifað sig fórnarlamb árásar forsetans. Kossinn hefði alls ekki verið með samþykki hennar. Þá segir hún að knattspyrnusambandið hafi beitt sig þrýstingi til þess að styðja frásögn Rubiales af kossinum en einnig ættingja hennar og vini, að því er segir í frétt spænska íþróttadagblaðsins Marca. Lýsingar Rubiales eigi ekki við nein rök að styðjast.
Spánn Erlend sakamál Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Knattspyrnusamband Spánar biður forseta sambandsins að segja af sér Knattspyrnusamband Spánar, RFEF, hefur beðið forseta sambandsins, Luis Rubiales, um að segja af sér vegna hegðunar hans. 28. ágúst 2023 21:11 Real Madrid og Barcelona gæti verið hent úr Meistaradeildinni vegna Rubiales-hneykslisins Hneyklismálið með Luis Rubiales hefur þegar haft mikil áhrif og þau gætu orðið enn meiri. 28. ágúst 2023 14:01 Mamma Rubiales í hungurverkfalli í kirkju Þegar málið með Luis Rubiales virtist ekki geta orðið skrítnara varð það skrítnara. Móðir hans hefur nefnilega blandast í málið. 28. ágúst 2023 10:29 Leikmenn og stuðningsmenn sýndu Hermoso stuðning Leikmenn og stuðningsmenn knattspyrnuliða um alla Evrópu sýndu Jenni Hermoso, leikmanni heimsmeistara Spánar, stuðning í verki í leikjum helgarinnar eftir að Hermosofékk óumbeðinn rembingskoss frá Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. 28. ágúst 2023 09:31 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
Knattspyrnusamband Spánar biður forseta sambandsins að segja af sér Knattspyrnusamband Spánar, RFEF, hefur beðið forseta sambandsins, Luis Rubiales, um að segja af sér vegna hegðunar hans. 28. ágúst 2023 21:11
Real Madrid og Barcelona gæti verið hent úr Meistaradeildinni vegna Rubiales-hneykslisins Hneyklismálið með Luis Rubiales hefur þegar haft mikil áhrif og þau gætu orðið enn meiri. 28. ágúst 2023 14:01
Mamma Rubiales í hungurverkfalli í kirkju Þegar málið með Luis Rubiales virtist ekki geta orðið skrítnara varð það skrítnara. Móðir hans hefur nefnilega blandast í málið. 28. ágúst 2023 10:29
Leikmenn og stuðningsmenn sýndu Hermoso stuðning Leikmenn og stuðningsmenn knattspyrnuliða um alla Evrópu sýndu Jenni Hermoso, leikmanni heimsmeistara Spánar, stuðning í verki í leikjum helgarinnar eftir að Hermosofékk óumbeðinn rembingskoss frá Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. 28. ágúst 2023 09:31