Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 16:15 Jenni Hermoso í Madrid í dag, á leiðinni að fara að bera vitni í málinu gegn Luis Rubiales. Getty/Alberto Ortega Spænska landsliðskonan Jenni Hermoso mætti Luis Rubiales, fyrrverandi formanni spænska knattspyrnusambandsins, fyrir rétti í Madrid í dag og lýsti þar upplifun sinni af því þegar Rubiales kyssti hana á munninn gegn hennar vilja. Réttarhöld yfir Rubiales hófust í dag og á þeim að ljúka 19. febrúar. Hermoso ferðaðist til Madridar frá Mexíkó, þar sem hún spilar fótbolta, til að bera vitni í dag. Rubiales er ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa, fyrir framan alla heimsbyggðina, gripið um höfuð Hermoso og kysst hana á munninn, eftir að Spánn varð heimsmeistari með sigri gegn Englandi í Sydney sumarið 2023. Luis Rubiales greip um höfuð Jenni Hermoso og kyssti hana, eftir að Spánn varð heimsmeistari í fyrsta sinn sumarið 2023, og gæti átt yfir höfði sér allt að 2,5 ára fangelsisvist vegna hegðunar sinnar.Getty/Noemi Llamas Rubiales, sem þá var formaður spænska knattspyrnusambandsins, er einnig sakaður um að hafa með hjálp þriggja annarra manna reynt að neyða Hermoso til að lýsa því yfir að kossinn hefði verið með hennar samþykki. Hermoso hefur alla tíð haldið því fram að kossinn hafi verið gegn hennar vilja, en Rubiales mótmælti því. Málið leiddi til mótmæla á Spáni og mikillar umræðu um kynjamismunun í íþróttum. Mótmælendur gáfu Luis Rubiales rauða spjaldið eftir kossinn á HM 2023, og hann sagði svo af sér sem formaður spænska knattspyrnusambandsins í september það ár.Getty/David Ramos „Ég vissi að þetta var koss frá yfirmanni mínum og að svona ætti ekki að gerast í neinum félags- eða vinnuaðstæðum,“ sagði Hermoso við réttarhöldin í dag. „Þetta augnablik skemmdi einn besta dag lífs míns,“ sagði hin 34 ára gamla Hermoso á meðan að Rubiales skráði eitthvað hjá sér og leit ekki til hennar. Saksóknari spurði hana hvort að hún hefði samþykkt kossinn og Hermoso svaraði: „Aldrei“. „Ég heyrði ekki neitt. Það næsta sem hann gerði var að grípa í mig um eyrun og kyssa mig á munninn… mér fannst ég vanvirt,“ sagði Hermoso. Saksóknari fer fram á tveggja og hálfs árs dóm yfir Rubiales. Hann mun lýsa sinni hlið þegar hann ber vitni 12. febrúar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira
Réttarhöld yfir Rubiales hófust í dag og á þeim að ljúka 19. febrúar. Hermoso ferðaðist til Madridar frá Mexíkó, þar sem hún spilar fótbolta, til að bera vitni í dag. Rubiales er ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa, fyrir framan alla heimsbyggðina, gripið um höfuð Hermoso og kysst hana á munninn, eftir að Spánn varð heimsmeistari með sigri gegn Englandi í Sydney sumarið 2023. Luis Rubiales greip um höfuð Jenni Hermoso og kyssti hana, eftir að Spánn varð heimsmeistari í fyrsta sinn sumarið 2023, og gæti átt yfir höfði sér allt að 2,5 ára fangelsisvist vegna hegðunar sinnar.Getty/Noemi Llamas Rubiales, sem þá var formaður spænska knattspyrnusambandsins, er einnig sakaður um að hafa með hjálp þriggja annarra manna reynt að neyða Hermoso til að lýsa því yfir að kossinn hefði verið með hennar samþykki. Hermoso hefur alla tíð haldið því fram að kossinn hafi verið gegn hennar vilja, en Rubiales mótmælti því. Málið leiddi til mótmæla á Spáni og mikillar umræðu um kynjamismunun í íþróttum. Mótmælendur gáfu Luis Rubiales rauða spjaldið eftir kossinn á HM 2023, og hann sagði svo af sér sem formaður spænska knattspyrnusambandsins í september það ár.Getty/David Ramos „Ég vissi að þetta var koss frá yfirmanni mínum og að svona ætti ekki að gerast í neinum félags- eða vinnuaðstæðum,“ sagði Hermoso við réttarhöldin í dag. „Þetta augnablik skemmdi einn besta dag lífs míns,“ sagði hin 34 ára gamla Hermoso á meðan að Rubiales skráði eitthvað hjá sér og leit ekki til hennar. Saksóknari spurði hana hvort að hún hefði samþykkt kossinn og Hermoso svaraði: „Aldrei“. „Ég heyrði ekki neitt. Það næsta sem hann gerði var að grípa í mig um eyrun og kyssa mig á munninn… mér fannst ég vanvirt,“ sagði Hermoso. Saksóknari fer fram á tveggja og hálfs árs dóm yfir Rubiales. Hann mun lýsa sinni hlið þegar hann ber vitni 12. febrúar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira