
Framhaldsskólar

Margfalt fleirum hafnað um nám í starfsnámi
Gögn frá Menntamálastofnun sýna að margfalt fleirum er hlutfallslega hafnað um skólavist í starfsnámi í framhaldsskóla en í bóknámi á Íslandi. Um þriðjungur umsækjenda í Tækniskólanum var hafnað í haust. Verzlunarskólinn er vinsælasti bóknámsskólinn, en hann er alveg sprunginn á plássi.

Brotthvarf á framhaldsskólastigi aldrei verið minna
Hlutfall nemenda sem eru útskrifaðir úr námi fjórum árum eftir innritun í framhaldsskóla fer síhækkandi. Á sama tíma hefur brotthvarf af framhaldsskólastigi aldrei mælst minna.

Útskriftarnemar höfðu betur gegn Tripical
Ferðaskrifstofunni Tripical Travel var óheimilt að hækka verð pakkaferða útskriftarnema til Krítar með vísan til breytinga á eldsneytisverði. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem hefur borist fjöldi kvartana vegna ferðarinnar.

Lind Draumland er nýr skólameistari FAS
Lind Draumland Völundardóttir er nýr skólameistari Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, skipaði Lind Draumland Völundardóttur í embættið til fimm ára frá 1. ágúst.

Kolfinna Jóhannesdóttir nýr skólameistari Kvennaskólans
Kolfinna Jóhannesdóttir er nýr skólameistari Kvennaskólans. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra,skipaði Kolfinnu Jóhannesdóttur í embætti skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík til fimm ára frá 1. ágúst.

Sólveig Guðrún er nýr rektor MR
Sólveig Guðrún Hannesdóttir er nýr rektor Menntaskólans í Reykjavík. Sólveig var skipuð í embætti rektors af Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, til fimm ára frá 1. ágúst.

Karl Frímannsson nýr skólameistari MA
Karl Frímannsson er nýr skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra skipaði Karl Frímannsson í embætti skólameistara til fimm ára frá 1. ágúst.

Fyrst íslenskra framhaldsskóla til að þróa „STEAM“ áfanga
Menntaskóli Borgarfjarðar hlaut styrk frá þróunarsjóði námsgagna nú á dögunum. Með styrknum mun skólinn þróa námsefni út frá nýrri kennslustefnu sem skólinn er í þann mund að taka, en MB mun verða fyrsti framhaldsskóli landsins til þess að bjóða upp á sérstaka „STEAM“ áfanga.

Nokkur hófsöm orð um námsmat
„Lokapróf gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna.“ Svona hljómar fyrirsögn fréttar Vísis eftir smellin ummæli í síðustu skólaslitaræðu míns gamla skólameistara sem kvaddi Menntaskólann á Akureyri eftir 42 ár sem kennari og skólameistari við skólann.

„Lokapróf gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna“
Jón Már Héðinsson, sem lætur nú af starfi skólameistara Menntaskólans á Akureyri, sagði á brautskráningu skólans í dag að hugmyndafræði lokaprófa væri ekki lengur ráðandi í skólanum, enda væru lokapróf gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna.

Brautskráði 150 stúdenta og lét af störfum eftir 42 ára starf hjá MA
Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 142. sinn við brautskráningu stúdenta í dag, 17. júní. Alls voru 150 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Brautskráningin var síðasta verk Jóns Más Héðinssonar, skólameistara, sem lét af störfum eftir 42 ár hjá skólanum auk tveggja annarra starfsmanna sem hafa unnið þar í áratugi.

Íris dúxaði og sópaði til sín verðlaunum
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ útskrifaði 24 nemendur við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í liðinni viku. Íris Torfadóttir var dúx skólans og hlaut þrenn verðlaun fyrir námsárangur sinn.

Tvíburasystur dúxuðu með nákvæmlega sömu meðaleinkunn
Tvíburasystur sem dúxuðu menntaskóla með sömu lokaeinkunn, upp á kommu, segja dýrmætt að eiga lærdómsfélaga í gegnum skólagönguna. Þrátt fyrir að hafa hjálpast að með námið var keppnisskapið aldrei langt undan.

Kaflaskil í Menntaskólanum í Reykjavík
Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 176. sinn við brautskráningu stúdenta í gær. Auk þess að 208 nýstúdentar yfirgefa skólann lætur rektor skólans af störfum sem og fyrrverandi rektor.

Mjög vongóður um að fá vinnu á Bæjarins bestu í sumar
Allir tíundu bekkingar sem Ísland í dag ræddi við voru með vinnu í sumar, eða í þann mund að landa henni. Betra þannig, sögðu þeir, annars er maður dæmdur til að hanga inni í herbergi allt sumar.

Útskrifast með tíu í meðaleinkunn
Elín Anna Óladóttir er dúx Framhaldsskólans á Húsavík árið 2022. Brautskráning var á laugardaginn og gleðin allsráðandi, sér í lagi hjá Elínu Önnu enda árangurinn ekkert smáræði: Hún útskrifast með tíu í öllum áföngum og þar með tíu í meðaleinkunn.

Páll Vilhjálmsson fór bónleiður til búðar frá umboðsmanni
Hinn umdeildi Páll Vilhjálmsson, kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og bloggari, sendi umboðsmanni Alþingis erindi þar sem hann taldi fyrirliggjandi að Kristinn Þorsteinsson skólameistari hafi reist tjáningarfrelsi sínu skorður. Umboðsmaður tekur ekki undir það með Páli.

Reynt að koma á sáttum í Flensborg
Skólameistari í Flensborg segir að verið sé að stíga fyrstu skrefin í að ná sáttum eftir að ofbeldismál skók nemendahópinn í marsmánuði. Hún segir að það kunni að vera að það hafi ekki komist nægilega vel til skila til nemenda að sannarlega væri verið að vinna í málinu.

Guðjón endurkjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara
Guðjón Hreinn Hauksson hefur verið endurkjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara til næstu fjögurra ára. Úrslit í formanns- og stjórnarkjöri félagsins voru tilkynnt síðdegis í dag en atkvæðagreiðslunni lauk klukkan 14.

Harmar fréttaflutning af málefnum nemenda
Í yfirlýsingu frá skólastjórn Flensborgarskólans í Hafnarfirði segir að skólinn líði ekki ofbeldi að neinu tagi. Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda.

Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara
Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu.

Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg
Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara.

Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara
Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt.

Erla Sigríður skipuð skólameistari Flensborgar
Erla Sigríður Ragnarsdóttir hefur verið skipuð skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði til fimm ára. Hún var valin úr hópi fimm umsækjenda.

Fimm til átta sækja um embætti rektors MR og skólameistara Kvennó og MA
Mennta- og barnamálaráðuneytinu barst 21 umsókn um embætti rektors Menntaskólans í Reykjavík, skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík og skólameistara Menntaskólans á Akureyri. Umsóknarfrestur rann út í síðustu viku.

Náttúrufræðingar segja stjórnvöldum að hysja upp um sig buxurnar
Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) skorar á Alþingi, stjórnvöld, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands að „hysja upp um sig buxurnar“ og ganga frá yfirflutningum Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi svo sómi sé að.

„Megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi líði undir lok“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki búið betur að málum þegar Garðyrkjuskólinn á Reykjum var skilinn frá Landbúnaðarháskólanum og færður undir Fjölbrautarskóla Suðurlands. Hann segir stjórnvöld hafa leyft skólanum að verða hornreka í íslensku menntakerfi.

Aftur tilkynnt um rangan sigurvegara í Morfís
Verslunarskóli Íslands var ranglega úrskurðaður sigurvegari í viðureign skólans gegn Menntaskólanum í Reykjavík í MORFÍS í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem samskonar mistök eiga sér stað í keppninni.

Eflum iðn- og tæknimenntun í Fjarðabyggð
Varla er talað um menntun á Íslandi án þess að minnst sé á að það vanti iðn- og tæknimenntað fólk

Hvar er stuðningurinn?
Íbúalistinn fór vítt og breitt um dreifbýli Ölfuss laugardaginn 7. apríl, hitti fólk og heimsótti bæði fyrirtæki og stofnanir. Það var aðdáunarvert að verða vitni að þeim krafti og eldmóði sem einkenndi allt fólkið sem við hittum. Það stakk þó mjög í augu ástandið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum sem tilheyrir vissulega Sveitarfélaginu Ölfusi.