Móðir segir starfsbrautina mæta afgangi og illa sé staðið að innritunarferli Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júní 2023 18:10 Svanur fær ekki að skoða Borgarholtsskóla fyrr en nokkrum dögum fyrir skólabyrjun. Harpa Þórisdóttir Móðir drengs sem var gert að bíða til dagsins í dag eftir boði um skólavist á starfsbraut segir illa að inntökuferlinu staðið. Hún gagnrýnir Menntamálastofnun fyrir að hafa haldið fjölskyldunni í óvissu fram að síðasta degi fyrir sumarfrí framhaldsskólastarfsmanna. Harpa Þórisdóttir segist í samtali við Vísi hafa fengið símtal í morgun þess efnis að syni hennar, Svani Jóni Norðkvist, byðist pláss á starfsbraut í Borgarholtsskóla. Henni hafi þá verið tjáð að að skólarnir séu komnir í sumarfrí þar til í ágúst. Því væri frekari spurningum ekki hægt að svara fyrr en örfáum dögum fyrir skólabyrjun. Að auki fái þau ekki að skoða skólann fyrr en hann opnar að nýju eftir sumarfrí. „Ég upplifi þetta svolítið eins og þessu hafi verið hent í Borgarholtsskóla á síðustu stundu og þau þurfi að finna eitthvað úrræði,“ segir Harpa. Tilkynnt var í gær að allir umsækjendur um nám á starfsbraut fengju nú boð um skólavist. „Það virðist vera að það sé þjarmað að Borgarholtsskóla að það séu teknir sem flestir inn,“ segir Harpa um málið. Pressað á foreldrana að sækja um fyrir skólakynningar Harpa segist hafa sótt um nám við starfsbraut Tækniskólans vegna ráðleggingar fagstjóra Arnarskóla. Hún segir að Menntamálastofnun hafi að auki ráðlagt þeim að setja ekki annað val í umsóknina, og þar af leiðandi skoðuðu þau ekki fleiri skóla. Hún furðar sig á þeim ráðleggingum vegna þess að einungis eitt pláss á starfsbraut Tækniskólans bauðst en umsækjendur voru nokkrir. Þá hafi þeim einnig verið ráðlagt að senda inn umsókn áður en framhaldsskólakynningar voru haldnar. Svanur fékk ekki inn í Tækniskólann, sem var að sögn Hörpu eini framhaldsskólinn með fyrirkomulag sem kæmi til með að henta hans þörfum. Harpa segir námið á starfsbrautinni í Borgó ekki henta Svani, til að mynda sé þar mikil hópavinna og hann uni sér illa í hópi. „Það er ekkert úrræði tilbúið fyrir hann þó hann sé kominn með eitthvað pláss sem er engan veginn tilbúið,“segir hún. „Mér finnst svo ofboðslega illa að þessu staðið. Ég er mjög ósátt,“ segir hún. Málefni fatlaðs fólks Framhaldsskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dregist úr hófi að tryggja nemendum pláss á starfsbrautum Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu. 21. júní 2023 23:51 Alltof seint að fá svör um skólavist í ágúst Móðir sextán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skólavist í framhaldsskóla í haust segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undirbúningur mikilvægur. 21. júní 2023 16:04 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Sjá meira
Harpa Þórisdóttir segist í samtali við Vísi hafa fengið símtal í morgun þess efnis að syni hennar, Svani Jóni Norðkvist, byðist pláss á starfsbraut í Borgarholtsskóla. Henni hafi þá verið tjáð að að skólarnir séu komnir í sumarfrí þar til í ágúst. Því væri frekari spurningum ekki hægt að svara fyrr en örfáum dögum fyrir skólabyrjun. Að auki fái þau ekki að skoða skólann fyrr en hann opnar að nýju eftir sumarfrí. „Ég upplifi þetta svolítið eins og þessu hafi verið hent í Borgarholtsskóla á síðustu stundu og þau þurfi að finna eitthvað úrræði,“ segir Harpa. Tilkynnt var í gær að allir umsækjendur um nám á starfsbraut fengju nú boð um skólavist. „Það virðist vera að það sé þjarmað að Borgarholtsskóla að það séu teknir sem flestir inn,“ segir Harpa um málið. Pressað á foreldrana að sækja um fyrir skólakynningar Harpa segist hafa sótt um nám við starfsbraut Tækniskólans vegna ráðleggingar fagstjóra Arnarskóla. Hún segir að Menntamálastofnun hafi að auki ráðlagt þeim að setja ekki annað val í umsóknina, og þar af leiðandi skoðuðu þau ekki fleiri skóla. Hún furðar sig á þeim ráðleggingum vegna þess að einungis eitt pláss á starfsbraut Tækniskólans bauðst en umsækjendur voru nokkrir. Þá hafi þeim einnig verið ráðlagt að senda inn umsókn áður en framhaldsskólakynningar voru haldnar. Svanur fékk ekki inn í Tækniskólann, sem var að sögn Hörpu eini framhaldsskólinn með fyrirkomulag sem kæmi til með að henta hans þörfum. Harpa segir námið á starfsbrautinni í Borgó ekki henta Svani, til að mynda sé þar mikil hópavinna og hann uni sér illa í hópi. „Það er ekkert úrræði tilbúið fyrir hann þó hann sé kominn með eitthvað pláss sem er engan veginn tilbúið,“segir hún. „Mér finnst svo ofboðslega illa að þessu staðið. Ég er mjög ósátt,“ segir hún.
Málefni fatlaðs fólks Framhaldsskólar Jafnréttismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dregist úr hófi að tryggja nemendum pláss á starfsbrautum Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu. 21. júní 2023 23:51 Alltof seint að fá svör um skólavist í ágúst Móðir sextán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skólavist í framhaldsskóla í haust segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undirbúningur mikilvægur. 21. júní 2023 16:04 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Sjá meira
Dregist úr hófi að tryggja nemendum pláss á starfsbrautum Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu. 21. júní 2023 23:51
Alltof seint að fá svör um skólavist í ágúst Móðir sextán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skólavist í framhaldsskóla í haust segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undirbúningur mikilvægur. 21. júní 2023 16:04