Dúxaði í FG eins og mamma og pabbi Árni Sæberg skrifar 29. maí 2023 19:31 Agnes með foreldrum sínum í útskriftarveislunni. Aðsend Agnes Ómarsdóttir útskrifaðist af náttúrufræðibraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ um helgina og varð dúx með ágætiseinkunnina 9,8. Henni kippir greinilega í kynið enda dúxuðu báðir foreldrar hennar við sama skóla á sínum tíma. Agnes segir í samtali við Vísi að það hafi ekki verið henni sérstakt keppikefli að jafna námsafrek foreldra hennar, en Ómar Gústafsson faðir hennar dúxaði árið 1995 og Jóhanna Guðrún Guðmundsdóttir móðir hennar gerði slíkt hið sama þremur árum síðar. „Þetta var ekki markmiðið allan tímann, ég gerði bara mitt besta,“ segir hún og bætir við að galdurinn að baki góðum námsárangri sé að fylgjast vel með í tímum og skipuleggja lærdóminn vel. Móður- og föðurbetrungur Vísir heyrði einnig í Ómari föður Agnesar í gærkvöldi. Líkt og gefur að skilja var hann kampakátur með afrek dóttur sinnar, sem og fjölskyldan öll. Hann vildi þó alls ekki eigna sér heiðurinn af því. „Hún gerði þetta bara alveg sjálf, ég get ekki lofað því að það hafi verið neitt sérstakt í uppeldinu sem olli þessu,“ sagði hann og hló. Þá sagði hann að Agnes hefði ekki aðeins jafnað árangur foreldranna með því að dúxa heldur hafi hún hlotið töluvert hærri meðaleinkunn en þeir báðir. „Hún er tvímælalaust móður- og föðurbetrungur,“ sagði hann. Afrekskona á öðru sviði Það er ekki aðeins í námi sem Agnes hefur náð góðum árangri. Hún æfir og keppir í hópfimleikum fyrir Stjörnuna úr Garðabæ. Stjörnukonur hafa ráðið ríkjum í hópfimleikum hér á landi undanfarin ár og hafa til að mynda hreppt Íslandsmeistaratitilinn á hverju ári frá árinu 2015, ef frá eru talin árin 2017, þegar Gerpla vann, og 2020, þegar mótið féll niður vegna heimsfaraldursins. Agnes ásamt Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar.Aðsend Agnes segir að það hafi verið gaman en krefjandi að stunda fimleika af krafti meðfram náminu. Þar hafi skipulagið komið að góðum notum. Skráð í lýðháskóla og langar í Háskólann í Reykjavík Agnes segist ætla að taka sér pásu frá námi í ár og „gera eitthvað skemmtilegt.“ Hún er til að mynda búin að skrá sig í lýðháskóla í Danmörku. Hún var einmitt fædd í Danaveldi á meðan foreldrar hennar voru þar ytra í námi. Því næst langar Agnesi að skrá sig í Háskólann í Reykjavík. Þar segir hún hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði og verkfræði kalla mest á sig. Þær greinar ættu að liggja vel fyrir henni, enda útskrifaðist hún með glæsibrag af tæknisviði á náttúrufræðibraut. Framhaldsskólar Garðabær Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Agnes segir í samtali við Vísi að það hafi ekki verið henni sérstakt keppikefli að jafna námsafrek foreldra hennar, en Ómar Gústafsson faðir hennar dúxaði árið 1995 og Jóhanna Guðrún Guðmundsdóttir móðir hennar gerði slíkt hið sama þremur árum síðar. „Þetta var ekki markmiðið allan tímann, ég gerði bara mitt besta,“ segir hún og bætir við að galdurinn að baki góðum námsárangri sé að fylgjast vel með í tímum og skipuleggja lærdóminn vel. Móður- og föðurbetrungur Vísir heyrði einnig í Ómari föður Agnesar í gærkvöldi. Líkt og gefur að skilja var hann kampakátur með afrek dóttur sinnar, sem og fjölskyldan öll. Hann vildi þó alls ekki eigna sér heiðurinn af því. „Hún gerði þetta bara alveg sjálf, ég get ekki lofað því að það hafi verið neitt sérstakt í uppeldinu sem olli þessu,“ sagði hann og hló. Þá sagði hann að Agnes hefði ekki aðeins jafnað árangur foreldranna með því að dúxa heldur hafi hún hlotið töluvert hærri meðaleinkunn en þeir báðir. „Hún er tvímælalaust móður- og föðurbetrungur,“ sagði hann. Afrekskona á öðru sviði Það er ekki aðeins í námi sem Agnes hefur náð góðum árangri. Hún æfir og keppir í hópfimleikum fyrir Stjörnuna úr Garðabæ. Stjörnukonur hafa ráðið ríkjum í hópfimleikum hér á landi undanfarin ár og hafa til að mynda hreppt Íslandsmeistaratitilinn á hverju ári frá árinu 2015, ef frá eru talin árin 2017, þegar Gerpla vann, og 2020, þegar mótið féll niður vegna heimsfaraldursins. Agnes ásamt Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar.Aðsend Agnes segir að það hafi verið gaman en krefjandi að stunda fimleika af krafti meðfram náminu. Þar hafi skipulagið komið að góðum notum. Skráð í lýðháskóla og langar í Háskólann í Reykjavík Agnes segist ætla að taka sér pásu frá námi í ár og „gera eitthvað skemmtilegt.“ Hún er til að mynda búin að skrá sig í lýðháskóla í Danmörku. Hún var einmitt fædd í Danaveldi á meðan foreldrar hennar voru þar ytra í námi. Því næst langar Agnesi að skrá sig í Háskólann í Reykjavík. Þar segir hún hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði og verkfræði kalla mest á sig. Þær greinar ættu að liggja vel fyrir henni, enda útskrifaðist hún með glæsibrag af tæknisviði á náttúrufræðibraut.
Framhaldsskólar Garðabær Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira