Fjármál heimilisins Margir eiga erfitt með að ná endum saman Um fjórðungur launafólks innan ASÍ og BSRB á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins. Innlent 9.2.2021 18:15 Ríki sem fóru aðra leið en Íslendingar nú „í stórkostlegum vandræðum“ Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og fyrrum formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, kallar eftir auknum sveigjanleika í lífeyrissjóðakerfinu. Hann segir að staða kerfisins sé almennt góð og telur að Íslendingar hafi farið rétta leið í ellilífeyrismálum. Viðskipti innlent 4.2.2021 07:31 Ávallt best að halda drottningarfórnum í lágmarki Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrstu fjárfestingar fólks á hlutabréfamarkaði eigi að vera varfærnar og best sé að þær séu að stórum hluta í vel dreifðum sjóðum. Þá sé mikilvægast að taka aldrei meiri áhættu en fólk hefur efni á að taka. Viðskipti innlent 28.1.2021 07:00 Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. Viðskipti innlent 27.1.2021 06:00 Tímakaup á Íslandi áttunda hæsta í Evrópu Ísland skipar áttunda sætið á lista yfir miðgildi tímakaups í ríkjum Evrópu í október 2018 að teknu tilliti til verðlags. Tímakaup var hæst í Danmörku, hvort sem litið sé til tímakaups í evrum eða jafnvirðisgildum, en lægst í Albaníu. Viðskipti innlent 25.1.2021 13:39 „Útsalan er í fullum gangi“ – eða þannig Margar verslanir – sérstaklega þó húsgagnaverslanir – eru með útsölur og tlboð alla daga ársins. En hvernig er það hægt? Útsala snýst jú um að selja vöru á lækkuðu verði frá fyrra verði. Hámark útsölu má vera 6 vikur, eftir það telst útsöluverðið fullt verð. Engu að síður eru sömu vörurnar auglýstar á útsölu mánuðum og árum saman og „útsöluverðið“ er sífellt það sama. Skoðun 25.1.2021 13:00 Þurfti að færa fórnir þegar hann stóð á krossgötum 27 ára gamall Þegar Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari var 27 ára stóð hann á krossgötum. Hann var þá nýbúinn að skilja við barnsmóður sína og þurfti að velja milli þess að flytja aftur til foreldra sinna eða fara á leigumarkaðinn. Viðskipti innlent 22.1.2021 07:00 Vanskil aldrei verið minni þrátt fyrir efnahagsáfall Vanskil einstaklinga og fyrirtækja hafa aldrei verið minni en á árinu 2020 samkvæmt tölum úr vanskilaskrá Creditinfo. Telur fyrirtækið líklegt að greiðslufrestir frá lánastofnunum og fyrirtækjum sem veittir voru vegna áhrifa heimsfaraldurs COVID-19 eigi stóran þátt í þessari þróun. Viðskipti innlent 21.1.2021 18:32 Vonbrigði móður mikilvæg lexía Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir er 21 árs ung kona frá Akureyri sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2019. Hún hefur frá útskrift unnið þrjú störf og segist hafa lagt gríðarlega mikla áherslu á sparnað. Hún hafi þegar náð að safna sér dágóðri upphæð en hún hyggur á nám og vill eiga sparnað þegar þar að kemur. Viðskipti innlent 15.1.2021 07:01 Hægist á fasteignamarkaði og sölutími íbúða aldrei styttri Vísbendingar eru um að aðeins sé tekið að hægjast á fasteignamarkaði eftir mikið líf síðan í sumar en aðeins dró úr fjölda útgefinna kaupsamninga og veltu í nóvember samanborið við mánuðinn á undan. Viðskipti innlent 13.1.2021 07:54 Þessar breytingar tóku gildi um áramótin Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. Innlent 8.1.2021 08:15 Sá ekki til sólar í fjármálum en stefnir nú á skuldleysi fyrir fimmtugt Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda samskipta- og almannatengslafyrirtækisins Athygli, segist hafa tekið fjármálin í gegn eftir að hafa komist í hann krappan eftir bankahrunið árið 2008 en þá féllu á hann ábyrgðir vegna fyrirtækjareksturs og skulda sem margfölduðust vegna verðbólgu á eftirhrunsárunum. Viðskipti innlent 7.1.2021 08:06 Er áramótaheitið að byrja að spara? Eitthvað við rakastigið í desembermánuði veldur því að fötin mín hlaupa í fataskápnum. Þau gefa örlítið eftir að nýju með hækkandi sól en þurfa þó nokkra hjálp. Þá berst hugurinn að áramótaheitunum en nýtt ár er svo sem ekki verra tilefni en hvað annað til að taka aðeins til og huga að heilsunni og jafnvel einhverju öðru í leiðinni. Skoðun 6.1.2021 08:01 Þessar skattabreytingar taka gildi nú um áramótin Ýmsar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu tóku gildi nú um áramótin. Þar má nefna 3,6 prósent lækkun á grunnþrepi tekjuskatts, breytingu á frítekjumarki, hækkun á krónutölugjöldum og hækkun á skerðingarmörkum barnabóta. Viðskipti innlent 1.1.2021 19:03 Að fela peninga yfir áramótin Nú þegar útibú eru lokuð vegna kórónuveirunnar gætu spurningar vaknað varðandi tiltekna og lífsseiga áramótahefð. Meðal sumra hefur það tíðkast að gera sér ferð í útibú fyrir áramót og taka út sparnað. Skoðun 17.12.2020 10:31 Fjárfesting sonarins þrefaldaðist Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir ótrúlegt að fólk sé til í að ræða kynlíf, geðsjúkdóma og alls kyns aðra hluti við börnin sín en sleppi oft að ræða við þau um fjármál heimilisins. Viðskipti innlent 9.12.2020 09:01 Er ástæða til að sleppa greiðsludreifingu þessi jólin? Nú styttist í mánaðamót, þau síðustu áður en jólamánuðurinn gengur í garð. Búast má við að hátíðirnar verði með breyttu sniði þetta árið vegna kórónuveirunnar sem líklega mun auka tilteknar tegundir neyslu og draga úr öðrum. Skoðun 29.10.2020 08:01 « ‹ 18 19 20 21 ›
Margir eiga erfitt með að ná endum saman Um fjórðungur launafólks innan ASÍ og BSRB á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins. Innlent 9.2.2021 18:15
Ríki sem fóru aðra leið en Íslendingar nú „í stórkostlegum vandræðum“ Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og fyrrum formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, kallar eftir auknum sveigjanleika í lífeyrissjóðakerfinu. Hann segir að staða kerfisins sé almennt góð og telur að Íslendingar hafi farið rétta leið í ellilífeyrismálum. Viðskipti innlent 4.2.2021 07:31
Ávallt best að halda drottningarfórnum í lágmarki Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrstu fjárfestingar fólks á hlutabréfamarkaði eigi að vera varfærnar og best sé að þær séu að stórum hluta í vel dreifðum sjóðum. Þá sé mikilvægast að taka aldrei meiri áhættu en fólk hefur efni á að taka. Viðskipti innlent 28.1.2021 07:00
Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. Viðskipti innlent 27.1.2021 06:00
Tímakaup á Íslandi áttunda hæsta í Evrópu Ísland skipar áttunda sætið á lista yfir miðgildi tímakaups í ríkjum Evrópu í október 2018 að teknu tilliti til verðlags. Tímakaup var hæst í Danmörku, hvort sem litið sé til tímakaups í evrum eða jafnvirðisgildum, en lægst í Albaníu. Viðskipti innlent 25.1.2021 13:39
„Útsalan er í fullum gangi“ – eða þannig Margar verslanir – sérstaklega þó húsgagnaverslanir – eru með útsölur og tlboð alla daga ársins. En hvernig er það hægt? Útsala snýst jú um að selja vöru á lækkuðu verði frá fyrra verði. Hámark útsölu má vera 6 vikur, eftir það telst útsöluverðið fullt verð. Engu að síður eru sömu vörurnar auglýstar á útsölu mánuðum og árum saman og „útsöluverðið“ er sífellt það sama. Skoðun 25.1.2021 13:00
Þurfti að færa fórnir þegar hann stóð á krossgötum 27 ára gamall Þegar Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari var 27 ára stóð hann á krossgötum. Hann var þá nýbúinn að skilja við barnsmóður sína og þurfti að velja milli þess að flytja aftur til foreldra sinna eða fara á leigumarkaðinn. Viðskipti innlent 22.1.2021 07:00
Vanskil aldrei verið minni þrátt fyrir efnahagsáfall Vanskil einstaklinga og fyrirtækja hafa aldrei verið minni en á árinu 2020 samkvæmt tölum úr vanskilaskrá Creditinfo. Telur fyrirtækið líklegt að greiðslufrestir frá lánastofnunum og fyrirtækjum sem veittir voru vegna áhrifa heimsfaraldurs COVID-19 eigi stóran þátt í þessari þróun. Viðskipti innlent 21.1.2021 18:32
Vonbrigði móður mikilvæg lexía Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir er 21 árs ung kona frá Akureyri sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2019. Hún hefur frá útskrift unnið þrjú störf og segist hafa lagt gríðarlega mikla áherslu á sparnað. Hún hafi þegar náð að safna sér dágóðri upphæð en hún hyggur á nám og vill eiga sparnað þegar þar að kemur. Viðskipti innlent 15.1.2021 07:01
Hægist á fasteignamarkaði og sölutími íbúða aldrei styttri Vísbendingar eru um að aðeins sé tekið að hægjast á fasteignamarkaði eftir mikið líf síðan í sumar en aðeins dró úr fjölda útgefinna kaupsamninga og veltu í nóvember samanborið við mánuðinn á undan. Viðskipti innlent 13.1.2021 07:54
Þessar breytingar tóku gildi um áramótin Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. Innlent 8.1.2021 08:15
Sá ekki til sólar í fjármálum en stefnir nú á skuldleysi fyrir fimmtugt Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda samskipta- og almannatengslafyrirtækisins Athygli, segist hafa tekið fjármálin í gegn eftir að hafa komist í hann krappan eftir bankahrunið árið 2008 en þá féllu á hann ábyrgðir vegna fyrirtækjareksturs og skulda sem margfölduðust vegna verðbólgu á eftirhrunsárunum. Viðskipti innlent 7.1.2021 08:06
Er áramótaheitið að byrja að spara? Eitthvað við rakastigið í desembermánuði veldur því að fötin mín hlaupa í fataskápnum. Þau gefa örlítið eftir að nýju með hækkandi sól en þurfa þó nokkra hjálp. Þá berst hugurinn að áramótaheitunum en nýtt ár er svo sem ekki verra tilefni en hvað annað til að taka aðeins til og huga að heilsunni og jafnvel einhverju öðru í leiðinni. Skoðun 6.1.2021 08:01
Þessar skattabreytingar taka gildi nú um áramótin Ýmsar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu tóku gildi nú um áramótin. Þar má nefna 3,6 prósent lækkun á grunnþrepi tekjuskatts, breytingu á frítekjumarki, hækkun á krónutölugjöldum og hækkun á skerðingarmörkum barnabóta. Viðskipti innlent 1.1.2021 19:03
Að fela peninga yfir áramótin Nú þegar útibú eru lokuð vegna kórónuveirunnar gætu spurningar vaknað varðandi tiltekna og lífsseiga áramótahefð. Meðal sumra hefur það tíðkast að gera sér ferð í útibú fyrir áramót og taka út sparnað. Skoðun 17.12.2020 10:31
Fjárfesting sonarins þrefaldaðist Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir ótrúlegt að fólk sé til í að ræða kynlíf, geðsjúkdóma og alls kyns aðra hluti við börnin sín en sleppi oft að ræða við þau um fjármál heimilisins. Viðskipti innlent 9.12.2020 09:01
Er ástæða til að sleppa greiðsludreifingu þessi jólin? Nú styttist í mánaðamót, þau síðustu áður en jólamánuðurinn gengur í garð. Búast má við að hátíðirnar verði með breyttu sniði þetta árið vegna kórónuveirunnar sem líklega mun auka tilteknar tegundir neyslu og draga úr öðrum. Skoðun 29.10.2020 08:01