Allt að 366 prósenta munur í verðkönnun ASÍ Máni Snær Þorláksson skrifar 17. febrúar 2023 14:30 Munurinn á verði milli matvöruverslana var meiri en áður í verðkönnun sem ASÍ gerði í febrúar. Vísir/Vilhelm Meiri munur var á verði milli matvöruverslana en áður í verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands (ASÍ) sem framkvæmd var í febrúar. Meðalverð var hæst í Iceland, að meðaltali 54% frá lægsta verði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ASÍ birtir á heimasíðu sinni í dag. Verðkönnunin var framkvæmd þann 15. febrúar síðastliðinn. Áhersla var lögð áð að bera saman lægsta kílóverð á vörum. Bónus kom best út úr könnuninni. Meðalverð á 113 vörutegundum þar var að meðaltali 6% frá lægsta verði. Sem fyrr segir var meðalverðið hæst í Iceland. Í um helmingi tilfella var yfir 60% munur á hæsta og lægsta verði, þar af var yfir 100% munur á hæsta og lægsta verði í 32 tilfellum. Bónus kom best út úr verðkönnuninni.Vísir/Vilhelm Á meðal þess sem var kannað var meðalverð vörukörfu sem inniheldur allt til að matreiða sunnudagslæri með öllu tilheyrandi, meðlæti, forrétti og eftirrétti. Meðalverðið á þeirri körfu var hæst í Heimkaup. Meðalverðið í Heimkaup var 52% hærra en hjá Bónus og Krónunni þar sem það var lægst. Í könnuninni var lægsta kílóverð tekið af öllum þeim vörum sem þurfti í matseldina. Iceland og Heimkaup með hæsta meðalverðið Útskýrt er nánar hvernig meðalverðið er reiknað og hvað það er sem veldur hærra meðalverði: „Því fleiri vörur sem eru langt frá lægsta verði í hverri verslun og því lengra sem verð á vörum er frá lægsta verði, því hærra verður gildið. Ef einhver verslun hefði verið með lægsta verðið á öllum vörum hefði viðkomandi verslun fengið gildið 0.“ Eins og áður kemur fram var Bónus með lægsta meðalverðið. Krónan kom þar á eftir en meðalverðið þar var að meðaltali 11% frá lægsta verði. Fjarðarkaup var að meðaltali 28% frá lægsta verði. Nettó og Hagkaup voru svo svipuð, báðar verslanirnar voru 30% frá lægsta verði. Iceland var með hæsta meðalverðið í könnuninni en verðið á þeim vörum sem könnunin náði til var að meðaltali 54% hærra í versluninni en lægsta verð. Verð í Heimkaup var að meðaltali 51% hærra en lægsta verðið og í Kjörbúðinni var það 48% hærra. 366% verðmunur á niðursoðnum kjúklingabaunum Í tilkynningu ASÍ kemur fram að lítið úrval af ódýrari vörumerkjum geti haft mikil áhrif á könnunina: „Mikill munur var á hæsta og lægsta verði á einstökum vörum milli verslana, jafnvel þó borið hafi verið saman lægsta kílóverð á stórum hluta vara. Niðurstöðurnar sýna að framboð vara á mismunandi verðbili getur haft mikil áhrif á hversu dýr innkaupin reynast. Ef lítið úrval er af ódýrari valkostum af vörum í verslunum getur það haft töluverð áhrif.“ Kílóverð á skinkuáleggi er tekið sem dæmi um mikinn verðmun en þar var 277% munur milli verslana. Þá var 366% verðmunur á lægsta kílóverði á niðursoðnum kjúklingabaunum, 166% verðmunur á haframjöli, 130% munur á frosnu hvítlauksbrauði og 82% verðmunur á rúsínum. Neytendur ASÍ Matur Fjármál heimilisins Matvöruverslun Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem ASÍ birtir á heimasíðu sinni í dag. Verðkönnunin var framkvæmd þann 15. febrúar síðastliðinn. Áhersla var lögð áð að bera saman lægsta kílóverð á vörum. Bónus kom best út úr könnuninni. Meðalverð á 113 vörutegundum þar var að meðaltali 6% frá lægsta verði. Sem fyrr segir var meðalverðið hæst í Iceland. Í um helmingi tilfella var yfir 60% munur á hæsta og lægsta verði, þar af var yfir 100% munur á hæsta og lægsta verði í 32 tilfellum. Bónus kom best út úr verðkönnuninni.Vísir/Vilhelm Á meðal þess sem var kannað var meðalverð vörukörfu sem inniheldur allt til að matreiða sunnudagslæri með öllu tilheyrandi, meðlæti, forrétti og eftirrétti. Meðalverðið á þeirri körfu var hæst í Heimkaup. Meðalverðið í Heimkaup var 52% hærra en hjá Bónus og Krónunni þar sem það var lægst. Í könnuninni var lægsta kílóverð tekið af öllum þeim vörum sem þurfti í matseldina. Iceland og Heimkaup með hæsta meðalverðið Útskýrt er nánar hvernig meðalverðið er reiknað og hvað það er sem veldur hærra meðalverði: „Því fleiri vörur sem eru langt frá lægsta verði í hverri verslun og því lengra sem verð á vörum er frá lægsta verði, því hærra verður gildið. Ef einhver verslun hefði verið með lægsta verðið á öllum vörum hefði viðkomandi verslun fengið gildið 0.“ Eins og áður kemur fram var Bónus með lægsta meðalverðið. Krónan kom þar á eftir en meðalverðið þar var að meðaltali 11% frá lægsta verði. Fjarðarkaup var að meðaltali 28% frá lægsta verði. Nettó og Hagkaup voru svo svipuð, báðar verslanirnar voru 30% frá lægsta verði. Iceland var með hæsta meðalverðið í könnuninni en verðið á þeim vörum sem könnunin náði til var að meðaltali 54% hærra í versluninni en lægsta verð. Verð í Heimkaup var að meðaltali 51% hærra en lægsta verðið og í Kjörbúðinni var það 48% hærra. 366% verðmunur á niðursoðnum kjúklingabaunum Í tilkynningu ASÍ kemur fram að lítið úrval af ódýrari vörumerkjum geti haft mikil áhrif á könnunina: „Mikill munur var á hæsta og lægsta verði á einstökum vörum milli verslana, jafnvel þó borið hafi verið saman lægsta kílóverð á stórum hluta vara. Niðurstöðurnar sýna að framboð vara á mismunandi verðbili getur haft mikil áhrif á hversu dýr innkaupin reynast. Ef lítið úrval er af ódýrari valkostum af vörum í verslunum getur það haft töluverð áhrif.“ Kílóverð á skinkuáleggi er tekið sem dæmi um mikinn verðmun en þar var 277% munur milli verslana. Þá var 366% verðmunur á lægsta kílóverði á niðursoðnum kjúklingabaunum, 166% verðmunur á haframjöli, 130% munur á frosnu hvítlauksbrauði og 82% verðmunur á rúsínum.
Neytendur ASÍ Matur Fjármál heimilisins Matvöruverslun Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira