Eru skuldir þínar að aukast um hálfa milljón eða meira á mánuði? Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 31. janúar 2023 07:01 Þann 25. janúar sl. birtist frétt á Vísi, sem byggði á nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, þar sem sagði meðal annars að 86% allra nýrra húsnæðislána hjá bankastofnunum landsins væru verðtryggð. Ég verð að viðurkenna að mér brá nokkuð við þessar ömurlegu fréttir fyrir fólkið í landinu því fyrir mér eru verðtryggð húsnæðislán til einstaklinga til þess fallin að færa eignir fólks og sparnað þess yfir til þeirra sem sitja að meirihluta fjármagnsins í landinu og þar með lánsfé. Verðtryggð húsnæðislán eru besta uppfinning fjármagnseigenda (fjármagnseigendur eru þeir sem hafa yfir að ráða svo mikið af peningum að þeir geta lánað þá gegn vöxtum) því slík lán er með öllu áhættulaus fyrir þá en öll áhættan hvílir á þeim sem tekur peninga að láni á slíkum kjörum. Af hverju gætu einhverjir spurt og svarið er einfallt, verðtrygging þýðir að upphæð lánsins breytist eftir því hversu mikil verðbólga er hverju sinni, upphæðin hækkar meira eftir því sem verðbólgan er hærri auk þess sem alltaf eru reiknaðir vextir á lánsupphæðina. Fjármálasnilld eða blekkingaleikur? Þetta er það sem kallað er „win-win“ fyrir þá sem eiga fjármagn til að lána á slíkum kjörum því þeir geta ekki tapað á því og nú er gaman hjá þeim því Seðlabankinn og íslensk stjórnvöld hafa séð til þess að vextir eru orðnir svo háir að það er orðið nánast ómögulegt fyrir flesta að taka óverðtryggð lán vegna þess að greiðslubyrðin hefur hækkað svo mikið undanfarna 18 mánuði. Fólk neyðist því til að taka verðtryggð lán ef það ætlar að geta komið yfir sig húsaskjóli eða staðið undir greiðslum á núverandi húsnæðislánum (fólk þarf að endurfjármagna sig yfir í verðtryggð lán sem áður var með óverðtryggð). Til útskýringa fyrir þá sem ekki eru með á hreinu muninn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum að þá er aðalkosturinn við óverðtryggðu lánin sá að verðbólga hefur engin áhrif á þau, aðeins vaxtastigið og þess vegna hækka aldrei eftirstöðvar lánsins heldur lækkar það jafnt og þétt með hverri afborgun. Þess vegna taka bæði lánveitandi og lántaki áhættu á lántökunni. Í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við eru eingöngu um óverðtryggð lán að ræða og verðtryggð lán hvorki þekkjast né eru leyfileg til einstaklinga þ.s. þau þykja of áhættusöm og aðeins á færi fagfjárfesta að höndla með slíka fjármálagerninga. Hversu mikið aukast skuldir þínar á mánuði? Við lestur á skýrslunni kemur fram í kaflanum - Óverðtryggðir vextir hækka enn - að mánaðarleg greiðslubyrði óverðtryggðra lána sé minnst kr. 64.900,- fyrir hverjar 10 milljónir sem teknar séu nú að láni en var kr. 37.700,- í maí 2021. Munurinn er kr. 27.200,- á mánuði. Það þýðir að af 50 milljóna krónu láni hefur greiðslubyrðin hækkað um rúmar 130 þúsund krónur á mánuði! Visslulega hafa laun hækkað eitthvað á sama tíma en ekki um upphæð nálægt þessari enda þyrftu laun að hafa hækkað um ca. 200 þús fyrir skatt til að halda í við þessa hækkun á sama tímabili. Á sama tíma hafa mánaðarlegar afborganir af verðtryggðum lánum hækkað um kr. 6.400,- ef miðað er við 30 ára lán (af 50 milljóna láni hefur greiðslubyrðin því hækkað um rúm 30 þúsund á mánuði). Í kaflanum - Óverðtryggðir vextir verða óhagkvæmari - kemur fram að miðað við að verðbólga væri að jafnaði 4% ( þá tæki það 16 ár fyrir greiðslubyrði á verðtryggðu láni að verða jafn há og greiðslubyrði af óverðtryggðu láni núna. Hvað þýðir þetta? Tökum dæmi: Húsnæðislán sem tekið er í dag til 30 ára að upphæð 50 milljóna króna væri með mánaðarlega greiðslubyrði uppá kr. 361.451,- ef um er að ræða óverðtryggt lán með jöfnum greiðslum (vextir 7,84%) en kr. 210.690,- ef um er að ræða verðtryggt lán (vextir 2,94%, verðbólga 4,00%). Eftir 14 ár væri greiðslubyrði verðtryggða lánsins orðin jöfn óverðtryggða lánsins og færi svo hækkandi eftir það (greiðslubyrði óverðtryggða lánsins væri alltaf sú sama ef vextir haldast óbreyttir). Eftirstöðvar lánanna væru hins vegar gjörólíkar, þ.s. eftirstöðvar verðtryggða lánsins væru rúmar 55 milljónir króna en óverðtryggða lánsins rúmar 39 milljónir. Munurinn væri 16 milljónir meiri eignarmyndum hjá þeim sem væri með óverðtryggða lánið (í stað þess að lánsupphæðin er rúmum 5 milljónum hærri en upphaflega lánið er hún tæplega 11 milljónum lægri). Með öðrum orðum, sá sem er með óverðtryggt lán eignaðist eitthvað á þessum 14 árum meðan sá sem var með verðtryggða lánið var í besta falli í öruggri leigu og jók við skuldir sínar á sama tíma. En við erum ekki í 4% verðbólgu. 12 mánaða verðbólga í dag mælist 9,9% sem þýðir að verðtryggða lánið í dæminu hér fyrir ofan er að hækka um ríflega 400 þúsund krónur á mánuði sem þýðir að eftir aðeins 14 mánuði en ekki 168 (14 ár) verða eftirstöðvar lánsins komnar í rúmar 55 milljónir! Hversu lengi ætlar fólk að láta þetta yfir sig ganga? Það er því mjög alvarlegt og með ólíkindum að það skuli enn líðast að fjölskyldum og einstaklingum á Íslandi skuli vera þvingaðir inn á þær brautir að taka verðtryggð lán til að koma þaki yfir höfuðið þar sem það má vera öllum, sem koma að stjórn landsins, full ljóst að slíkt hefur oftar en ekki í för með sér mikla eignatilfærslu frá fólkinu í landinu til fjármagnseigenda og eykur þannig stöðugt við ójöfnuð milli þeirra sem tilheyra fjármagnseigendum í landinu og okkar hinna sem teljumst til meira en 90% Íslendinga. Þessu verður að breyta. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Vídalín Guðmundsson Fjármál heimilisins Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 25. janúar sl. birtist frétt á Vísi, sem byggði á nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, þar sem sagði meðal annars að 86% allra nýrra húsnæðislána hjá bankastofnunum landsins væru verðtryggð. Ég verð að viðurkenna að mér brá nokkuð við þessar ömurlegu fréttir fyrir fólkið í landinu því fyrir mér eru verðtryggð húsnæðislán til einstaklinga til þess fallin að færa eignir fólks og sparnað þess yfir til þeirra sem sitja að meirihluta fjármagnsins í landinu og þar með lánsfé. Verðtryggð húsnæðislán eru besta uppfinning fjármagnseigenda (fjármagnseigendur eru þeir sem hafa yfir að ráða svo mikið af peningum að þeir geta lánað þá gegn vöxtum) því slík lán er með öllu áhættulaus fyrir þá en öll áhættan hvílir á þeim sem tekur peninga að láni á slíkum kjörum. Af hverju gætu einhverjir spurt og svarið er einfallt, verðtrygging þýðir að upphæð lánsins breytist eftir því hversu mikil verðbólga er hverju sinni, upphæðin hækkar meira eftir því sem verðbólgan er hærri auk þess sem alltaf eru reiknaðir vextir á lánsupphæðina. Fjármálasnilld eða blekkingaleikur? Þetta er það sem kallað er „win-win“ fyrir þá sem eiga fjármagn til að lána á slíkum kjörum því þeir geta ekki tapað á því og nú er gaman hjá þeim því Seðlabankinn og íslensk stjórnvöld hafa séð til þess að vextir eru orðnir svo háir að það er orðið nánast ómögulegt fyrir flesta að taka óverðtryggð lán vegna þess að greiðslubyrðin hefur hækkað svo mikið undanfarna 18 mánuði. Fólk neyðist því til að taka verðtryggð lán ef það ætlar að geta komið yfir sig húsaskjóli eða staðið undir greiðslum á núverandi húsnæðislánum (fólk þarf að endurfjármagna sig yfir í verðtryggð lán sem áður var með óverðtryggð). Til útskýringa fyrir þá sem ekki eru með á hreinu muninn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum að þá er aðalkosturinn við óverðtryggðu lánin sá að verðbólga hefur engin áhrif á þau, aðeins vaxtastigið og þess vegna hækka aldrei eftirstöðvar lánsins heldur lækkar það jafnt og þétt með hverri afborgun. Þess vegna taka bæði lánveitandi og lántaki áhættu á lántökunni. Í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við eru eingöngu um óverðtryggð lán að ræða og verðtryggð lán hvorki þekkjast né eru leyfileg til einstaklinga þ.s. þau þykja of áhættusöm og aðeins á færi fagfjárfesta að höndla með slíka fjármálagerninga. Hversu mikið aukast skuldir þínar á mánuði? Við lestur á skýrslunni kemur fram í kaflanum - Óverðtryggðir vextir hækka enn - að mánaðarleg greiðslubyrði óverðtryggðra lána sé minnst kr. 64.900,- fyrir hverjar 10 milljónir sem teknar séu nú að láni en var kr. 37.700,- í maí 2021. Munurinn er kr. 27.200,- á mánuði. Það þýðir að af 50 milljóna krónu láni hefur greiðslubyrðin hækkað um rúmar 130 þúsund krónur á mánuði! Visslulega hafa laun hækkað eitthvað á sama tíma en ekki um upphæð nálægt þessari enda þyrftu laun að hafa hækkað um ca. 200 þús fyrir skatt til að halda í við þessa hækkun á sama tímabili. Á sama tíma hafa mánaðarlegar afborganir af verðtryggðum lánum hækkað um kr. 6.400,- ef miðað er við 30 ára lán (af 50 milljóna láni hefur greiðslubyrðin því hækkað um rúm 30 þúsund á mánuði). Í kaflanum - Óverðtryggðir vextir verða óhagkvæmari - kemur fram að miðað við að verðbólga væri að jafnaði 4% ( þá tæki það 16 ár fyrir greiðslubyrði á verðtryggðu láni að verða jafn há og greiðslubyrði af óverðtryggðu láni núna. Hvað þýðir þetta? Tökum dæmi: Húsnæðislán sem tekið er í dag til 30 ára að upphæð 50 milljóna króna væri með mánaðarlega greiðslubyrði uppá kr. 361.451,- ef um er að ræða óverðtryggt lán með jöfnum greiðslum (vextir 7,84%) en kr. 210.690,- ef um er að ræða verðtryggt lán (vextir 2,94%, verðbólga 4,00%). Eftir 14 ár væri greiðslubyrði verðtryggða lánsins orðin jöfn óverðtryggða lánsins og færi svo hækkandi eftir það (greiðslubyrði óverðtryggða lánsins væri alltaf sú sama ef vextir haldast óbreyttir). Eftirstöðvar lánanna væru hins vegar gjörólíkar, þ.s. eftirstöðvar verðtryggða lánsins væru rúmar 55 milljónir króna en óverðtryggða lánsins rúmar 39 milljónir. Munurinn væri 16 milljónir meiri eignarmyndum hjá þeim sem væri með óverðtryggða lánið (í stað þess að lánsupphæðin er rúmum 5 milljónum hærri en upphaflega lánið er hún tæplega 11 milljónum lægri). Með öðrum orðum, sá sem er með óverðtryggt lán eignaðist eitthvað á þessum 14 árum meðan sá sem var með verðtryggða lánið var í besta falli í öruggri leigu og jók við skuldir sínar á sama tíma. En við erum ekki í 4% verðbólgu. 12 mánaða verðbólga í dag mælist 9,9% sem þýðir að verðtryggða lánið í dæminu hér fyrir ofan er að hækka um ríflega 400 þúsund krónur á mánuði sem þýðir að eftir aðeins 14 mánuði en ekki 168 (14 ár) verða eftirstöðvar lánsins komnar í rúmar 55 milljónir! Hversu lengi ætlar fólk að láta þetta yfir sig ganga? Það er því mjög alvarlegt og með ólíkindum að það skuli enn líðast að fjölskyldum og einstaklingum á Íslandi skuli vera þvingaðir inn á þær brautir að taka verðtryggð lán til að koma þaki yfir höfuðið þar sem það má vera öllum, sem koma að stjórn landsins, full ljóst að slíkt hefur oftar en ekki í för með sér mikla eignatilfærslu frá fólkinu í landinu til fjármagnseigenda og eykur þannig stöðugt við ójöfnuð milli þeirra sem tilheyra fjármagnseigendum í landinu og okkar hinna sem teljumst til meira en 90% Íslendinga. Þessu verður að breyta. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Svf. Árborg.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun