Tollkvótaútboð og hagur neytenda Ólafur Stephensen skrifar 2. febrúar 2023 12:30 Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, (SAFL) hefur undanfarið reynt að gera lítið úr þeim búsifjum, sem hækkanir á útboðsgjaldi, sem matvælainnflytjendur þurfa að greiða fyrir tollkvóta, valda neytendum. Tollkvótar eru heimildir til að flytja inn takmarkað magn af matvöru án tolla, sem Ísland hefur samið um í alþjóðasamningum. Tvíhliða tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins frá 2015, sem tók gildi 2018, vegur þar þyngst. Íslenzka ríkið hefur hins vegar, ólíkt ESB og flestum öðrum ríkjum Alþjóðaviðskiptastofnnarinnar, WTO, ákveðið að skattleggja þetta tollfrelsi með því að bjóða upp kvótana. Því hærra útboðsgjald sem innflytjendur greiða, þeim mun hærra verður kostnaðarverð vörunnar – sem hefur að sjálfsögðu áhrif á verð til neytenda. Hækkanir á útboðsgjaldinu hafa áhrif á verð matvöru og á verðbólguna. Í þættinum Í bítið á Bylgjunni í gærmorgun sagði Margrét Gísladóttir að reiknað á föstu verðlagi væri „sama verðlag á tollkvótum í dag og árið 2019“. Í grein á vef SAFL er sams konar útreikningur notaður til að finna út að tollkvótar hafi í raun lækkað í verði frá gildistöku tollasamningsins í maí 2018. Þessi tölfræðileikur er réttur svo langt sem hann nær, en engu að síður afar villandi framsetning. Förum yfir hvers vegna það er. Miklar hækkanir frá því að tollkvótar tóku gildi að fullu Fyrstu þrjú árin sem tollasamningurinn við ESB gilti stækkuðu tollkvótar í áföngum, sem hafði eðlilega áhrif á útboðsgjald til lækkunar, vegna þess að framboðið var meira. Árið 2021 var stækkunin að fullu komin fram. Skoðum hvernig útboðsgjaldið hefur þróazt síðan þá – og til að gæta fyllstu sanngirni skulum við hafa samanburðinn á föstu verðlagi miðað við desember 2022. Berum saman útboðsgjaldið í janúar 2021, eftir að nýir tollkvótar höfðu tekið gildi að fullu, og í desember 2022, en þá fór síðasta tollkvótaútboð fram. Þessi mynd er alveg skýr. Hækkanirnar eru miklar á tveimur árum, jafnvel þótt útboðsgjaldið í janúar 2021 hafi í flestum tilvikum verið talsvert hærra en í útboðinu þar á undan, meðal annars vegna þess að núverandi félagsmönnum Margrétar í SAFL hafði tekizt að þrýsta á landbúnaðarráðherrann að leggja fram frumvarp um að skipta tímabundið yfir í eldri útboðsaðferð til að vernda innlenda framleiðslu í heimsfaraldrinum. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis kallaði þá breytingu „skjótar tímabundnar aðgerðir til að vernda innlenda framleiðslu“ – enda er uppboðið á tollkvótum nákvæmlega það, verndaraðgerð fyrir innlendan landbúnað. Útboðsgjaldið er skattur í skilningi stjórnarskrárinnar. Að sjálfsögðu vill Margrét að keppinautar félagsmanna hennar, innflytjendur matvæla, séu settir í sem versta stöðu með því að greiða sem hæsta skatta. Verst að neytendur tapa stórlega á þeirri skattheimtu. Stefna stjórnvalda bíður skipbrot Það skiptir líka máli í þessu samhengi að útboðsgjaldið fyrir tollkvóta hafði á árunum áður en tollasamningurinn tók gildi hækkað upp úr öllu valdi, sem varð stjórnvöldum tilefni til að endurskoða fyrirkomulagið á útboði innflutningsheimildanna. Í sumum tilvikum var útboðsgjaldið farið að slaga upp í fullan toll á vörunni – og ávinningur neytenda af tollfrelsinu var þar með úr sögunni. Í fréttatilkynningu atvinnuvegaráðuneytisins árið 2019 sagði að útboðsgjaldið hefði „skapað ríkinu nokkrar tekjur en á sama tíma hefur fyrirkomulagið leitt til hærra vöruverðs fyrir neytendur, þvert á tilgang þess sem að baki tollasamningi Íslands og Evrópusambandsins árið 2015 liggur.“ Lagabreytingin sem var gerð fólst í því að skipta úr kerfi, þar sem hæstbjóðandi hreppti mest af tollkvóta og fyrirtæki greiddu mishátt verð fyrir kvótana, yfir í kerfi svokallaðra jafnvægisútboða, sem þýðir að verðið sem er greitt fyrir síðasta samþykkta boð gildir fyrir alla sem fá úthlutað kvóta. Það breytir ekki því að þeir sem bjóða hæst fá áfram mestan kvóta. Um þessa breytingu sagði þáverandi landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson: „Ég hef talið núgildandi fyrirkomulag við úthlutun tollkvóta bæði óeðlilegt og ósanngjarnt, sérstaklega fyrir hagsmuni neytenda. Því er samþykkt Alþingis á þessu frumvarpi sérstakt fagnaðarefni enda má gera ráð fyrir að kostnaður vegna útboða lækki talsvert.“ Um lagabreytinguna, sem þarna var um að ræða, hafði Félag atvinnurekenda það að segja að aukið framboð tollkvóta á fyrstu árum gildistíma samnings Íslands og ESB, í bland við hina nýju útboðsaðferð, myndi fela í sér tímabundna lækkun útboðsgjaldsins og þar með tímabundinn ávinning fyrir innflutningsfyrirtæki og neytendur. Til lengri tíma litið myndu tollkvótar hins vegar hækka í verði á ný og útboðsgjaldið leita jafnvægis í tölu sem væri rétt undir fullum tolli. „Þannig mun áframhaldandi uppboð á tollkvóta áfram éta upp smám saman ávinning fyrirtækja og neytenda af því tollfrelsi sem samið hefur verið um í alþjóðasamningum og stjórnmálamenn halda gjarnan fram á hátíðisstundum að eigi að stuðla að lægra vöruverði og meiri samkeppni,“ sagði í umsögn FA um frumvarp Kristjáns Þórs. Þessi spádómur hefur því miður rætzt, eins og tölurnar að ofan sýna. Að útboðsgjaldið sé nú það sama og það var árið 2019 sýnir fyrst og fremst skipbrot stefnu stjórnvalda í þágu hagsmuna neytenda. Félag atvinnurekenda hefur hvatt núverandi matvælaráðherra til að breyta um stefnu og úthluta tollkvóta með öðrum hætti, því að markmiðin frá 2019 hafa augljóslega ekki náðst. Verði á svína- og alifuglakjöti haldið uppi Einn hópur innflytjenda matvöru getur þó látið sér í léttu rúmi liggja þótt útboðsgjaldið sé hátt. Það eru félagsmenn SAFL, sem hafa sumir hverjir gerzt umsvifamiklir innflytjendur á búvöru, sérstaklega kjötvörum. Þeir lokuðu líka fljótlega vefnum oruggurmatur.is, sem þeir stóðu að og varaði við innflutningi á kjöti. Alveg sérstaklega hvað varðar svínakjöt og alifuglakjöt er deginum ljósara að innlendir framleiðendur bjóða hátt í tollkvóta, tryggja sér þannig yfirráð yfir stærstum hluta hans, hindra samkeppni við sjálfa sig og geta stýrt verðinu. Margrét vildi í Bylgjuviðtalinu ekki nefna þau fyrirtæki sem þar um ræðir. Við skulum nefna þau hér. Stjörnugrís og tengd fyrirtæki (t.d. LL42) og Mata og tengd fyrirtæki (Ali og Matfugl) tryggðu sér á síðasta ári 94% af ESB-tollkvótanum fyrir svínakjöt í sameiningu og 46% af tollkvótanum fyrir alifuglakjöt ræktað með hefðbundnum hætti. Á fyrrihluta þessa árs eru þessar tvær fyrirtækjasamstæður með 93% af svínakjötskvótanum og 61% kvótans fyrir alifuglakjöt. Þessum árangri ná menn ekki nema með því að bjóða hátt og keyra upp verðið á kvótanum, á kostnað neytenda. Hvað þessar tvær kjöttegundir varðar, slagar útboðsgjaldið nú upp í fullan toll og þar með er ávinningur neytenda af tollfrjálsa innflutningnum úr sögunni – þvert á markmið stjórnvalda. Ríkisstjórnin verður að bregðast við Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað lagt til við stjórnvöld að innlendum afurðastöðvum búvöru og vinnslustöðvum í þeirra eigu verði óheimilt að bjóða í eða sækjast eftir tollkvóta fyrir innfluttar landbúnaðarafurðir, vegna hvata þeirra til að halda uppi afurðaverði. Þá tillögu hafa FA, VR, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og Rafiðnaðarsambandið gert að sinni í viðræðum sem nú fara fram við stjórnvöld um lækkun og afnám tolla í þágu neytenda, til að vinna gegn verðbólgu og varðveita kaupmáttaraukninguna sem samið var um í kjarasamningum fyrir áramótin. Ríkisstjórnin hlýtur að þurfa að bregðast við þeirri stöðu, sem hér er lýst. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Fjármál heimilisins Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Mest lesið Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Að stefna í hæstu hæðir Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson skrifar Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason skrifar Skoðun Spörum með einfaldara eftirliti Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kærleikurinn stuðar Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Af skráningum stjórmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun „Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Siðapostuli Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Sjá meira
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, (SAFL) hefur undanfarið reynt að gera lítið úr þeim búsifjum, sem hækkanir á útboðsgjaldi, sem matvælainnflytjendur þurfa að greiða fyrir tollkvóta, valda neytendum. Tollkvótar eru heimildir til að flytja inn takmarkað magn af matvöru án tolla, sem Ísland hefur samið um í alþjóðasamningum. Tvíhliða tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins frá 2015, sem tók gildi 2018, vegur þar þyngst. Íslenzka ríkið hefur hins vegar, ólíkt ESB og flestum öðrum ríkjum Alþjóðaviðskiptastofnnarinnar, WTO, ákveðið að skattleggja þetta tollfrelsi með því að bjóða upp kvótana. Því hærra útboðsgjald sem innflytjendur greiða, þeim mun hærra verður kostnaðarverð vörunnar – sem hefur að sjálfsögðu áhrif á verð til neytenda. Hækkanir á útboðsgjaldinu hafa áhrif á verð matvöru og á verðbólguna. Í þættinum Í bítið á Bylgjunni í gærmorgun sagði Margrét Gísladóttir að reiknað á föstu verðlagi væri „sama verðlag á tollkvótum í dag og árið 2019“. Í grein á vef SAFL er sams konar útreikningur notaður til að finna út að tollkvótar hafi í raun lækkað í verði frá gildistöku tollasamningsins í maí 2018. Þessi tölfræðileikur er réttur svo langt sem hann nær, en engu að síður afar villandi framsetning. Förum yfir hvers vegna það er. Miklar hækkanir frá því að tollkvótar tóku gildi að fullu Fyrstu þrjú árin sem tollasamningurinn við ESB gilti stækkuðu tollkvótar í áföngum, sem hafði eðlilega áhrif á útboðsgjald til lækkunar, vegna þess að framboðið var meira. Árið 2021 var stækkunin að fullu komin fram. Skoðum hvernig útboðsgjaldið hefur þróazt síðan þá – og til að gæta fyllstu sanngirni skulum við hafa samanburðinn á föstu verðlagi miðað við desember 2022. Berum saman útboðsgjaldið í janúar 2021, eftir að nýir tollkvótar höfðu tekið gildi að fullu, og í desember 2022, en þá fór síðasta tollkvótaútboð fram. Þessi mynd er alveg skýr. Hækkanirnar eru miklar á tveimur árum, jafnvel þótt útboðsgjaldið í janúar 2021 hafi í flestum tilvikum verið talsvert hærra en í útboðinu þar á undan, meðal annars vegna þess að núverandi félagsmönnum Margrétar í SAFL hafði tekizt að þrýsta á landbúnaðarráðherrann að leggja fram frumvarp um að skipta tímabundið yfir í eldri útboðsaðferð til að vernda innlenda framleiðslu í heimsfaraldrinum. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis kallaði þá breytingu „skjótar tímabundnar aðgerðir til að vernda innlenda framleiðslu“ – enda er uppboðið á tollkvótum nákvæmlega það, verndaraðgerð fyrir innlendan landbúnað. Útboðsgjaldið er skattur í skilningi stjórnarskrárinnar. Að sjálfsögðu vill Margrét að keppinautar félagsmanna hennar, innflytjendur matvæla, séu settir í sem versta stöðu með því að greiða sem hæsta skatta. Verst að neytendur tapa stórlega á þeirri skattheimtu. Stefna stjórnvalda bíður skipbrot Það skiptir líka máli í þessu samhengi að útboðsgjaldið fyrir tollkvóta hafði á árunum áður en tollasamningurinn tók gildi hækkað upp úr öllu valdi, sem varð stjórnvöldum tilefni til að endurskoða fyrirkomulagið á útboði innflutningsheimildanna. Í sumum tilvikum var útboðsgjaldið farið að slaga upp í fullan toll á vörunni – og ávinningur neytenda af tollfrelsinu var þar með úr sögunni. Í fréttatilkynningu atvinnuvegaráðuneytisins árið 2019 sagði að útboðsgjaldið hefði „skapað ríkinu nokkrar tekjur en á sama tíma hefur fyrirkomulagið leitt til hærra vöruverðs fyrir neytendur, þvert á tilgang þess sem að baki tollasamningi Íslands og Evrópusambandsins árið 2015 liggur.“ Lagabreytingin sem var gerð fólst í því að skipta úr kerfi, þar sem hæstbjóðandi hreppti mest af tollkvóta og fyrirtæki greiddu mishátt verð fyrir kvótana, yfir í kerfi svokallaðra jafnvægisútboða, sem þýðir að verðið sem er greitt fyrir síðasta samþykkta boð gildir fyrir alla sem fá úthlutað kvóta. Það breytir ekki því að þeir sem bjóða hæst fá áfram mestan kvóta. Um þessa breytingu sagði þáverandi landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson: „Ég hef talið núgildandi fyrirkomulag við úthlutun tollkvóta bæði óeðlilegt og ósanngjarnt, sérstaklega fyrir hagsmuni neytenda. Því er samþykkt Alþingis á þessu frumvarpi sérstakt fagnaðarefni enda má gera ráð fyrir að kostnaður vegna útboða lækki talsvert.“ Um lagabreytinguna, sem þarna var um að ræða, hafði Félag atvinnurekenda það að segja að aukið framboð tollkvóta á fyrstu árum gildistíma samnings Íslands og ESB, í bland við hina nýju útboðsaðferð, myndi fela í sér tímabundna lækkun útboðsgjaldsins og þar með tímabundinn ávinning fyrir innflutningsfyrirtæki og neytendur. Til lengri tíma litið myndu tollkvótar hins vegar hækka í verði á ný og útboðsgjaldið leita jafnvægis í tölu sem væri rétt undir fullum tolli. „Þannig mun áframhaldandi uppboð á tollkvóta áfram éta upp smám saman ávinning fyrirtækja og neytenda af því tollfrelsi sem samið hefur verið um í alþjóðasamningum og stjórnmálamenn halda gjarnan fram á hátíðisstundum að eigi að stuðla að lægra vöruverði og meiri samkeppni,“ sagði í umsögn FA um frumvarp Kristjáns Þórs. Þessi spádómur hefur því miður rætzt, eins og tölurnar að ofan sýna. Að útboðsgjaldið sé nú það sama og það var árið 2019 sýnir fyrst og fremst skipbrot stefnu stjórnvalda í þágu hagsmuna neytenda. Félag atvinnurekenda hefur hvatt núverandi matvælaráðherra til að breyta um stefnu og úthluta tollkvóta með öðrum hætti, því að markmiðin frá 2019 hafa augljóslega ekki náðst. Verði á svína- og alifuglakjöti haldið uppi Einn hópur innflytjenda matvöru getur þó látið sér í léttu rúmi liggja þótt útboðsgjaldið sé hátt. Það eru félagsmenn SAFL, sem hafa sumir hverjir gerzt umsvifamiklir innflytjendur á búvöru, sérstaklega kjötvörum. Þeir lokuðu líka fljótlega vefnum oruggurmatur.is, sem þeir stóðu að og varaði við innflutningi á kjöti. Alveg sérstaklega hvað varðar svínakjöt og alifuglakjöt er deginum ljósara að innlendir framleiðendur bjóða hátt í tollkvóta, tryggja sér þannig yfirráð yfir stærstum hluta hans, hindra samkeppni við sjálfa sig og geta stýrt verðinu. Margrét vildi í Bylgjuviðtalinu ekki nefna þau fyrirtæki sem þar um ræðir. Við skulum nefna þau hér. Stjörnugrís og tengd fyrirtæki (t.d. LL42) og Mata og tengd fyrirtæki (Ali og Matfugl) tryggðu sér á síðasta ári 94% af ESB-tollkvótanum fyrir svínakjöt í sameiningu og 46% af tollkvótanum fyrir alifuglakjöt ræktað með hefðbundnum hætti. Á fyrrihluta þessa árs eru þessar tvær fyrirtækjasamstæður með 93% af svínakjötskvótanum og 61% kvótans fyrir alifuglakjöt. Þessum árangri ná menn ekki nema með því að bjóða hátt og keyra upp verðið á kvótanum, á kostnað neytenda. Hvað þessar tvær kjöttegundir varðar, slagar útboðsgjaldið nú upp í fullan toll og þar með er ávinningur neytenda af tollfrjálsa innflutningnum úr sögunni – þvert á markmið stjórnvalda. Ríkisstjórnin verður að bregðast við Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað lagt til við stjórnvöld að innlendum afurðastöðvum búvöru og vinnslustöðvum í þeirra eigu verði óheimilt að bjóða í eða sækjast eftir tollkvóta fyrir innfluttar landbúnaðarafurðir, vegna hvata þeirra til að halda uppi afurðaverði. Þá tillögu hafa FA, VR, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og Rafiðnaðarsambandið gert að sinni í viðræðum sem nú fara fram við stjórnvöld um lækkun og afnám tolla í þágu neytenda, til að vinna gegn verðbólgu og varðveita kaupmáttaraukninguna sem samið var um í kjarasamningum fyrir áramótin. Ríkisstjórnin hlýtur að þurfa að bregðast við þeirri stöðu, sem hér er lýst. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun