Tækni

Fréttamynd

BlackBerry-þjónustan liggur enn niðri

Notendur Blackberry snjallsímanna eru æfir annan daginn í röð. Skilaboðaþjónusta BlackBerry liggur enn niðri í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Vandamálið má rekja til galla í tækjunum sem lokar fyrir internetaðgang þeirra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

iPhone 4S slær met

Apple greindi frá því í dag að á einum degi hefði ein milljón neytenda forpantað iPhone 4S snjallsímann. Í tilkynningunni segir að með þessu hafi fyrra met Apple verið slegið, en 600.000 manns keyptu síðustu týpu iPhone í forpöntun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Færði tæknina til fólksins

"Hann hafði mjög sterka sýn á það hvernig hann gæti fangað hug og hjörtu fólks," segir Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur, sem hafði töluverð kynni af Steve Jobs vegna starfa sinna hjá Sony og Time-Warner.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Google frestar nýrri uppfærslu Android

Google ætlar ekki að ýta úr vör nýrri útgáfu af Android stýrikerfinu vinsæla, en áætlað var að kynna uppfærsluna í dag. Í yfirlýsingu segir að Google hafi ákveðið að fresta kynningunni af virðingu við Steve Jobs, fyrrum forstjóra Apple.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Evrópusambandið gefur Microsoft grænt ljós

Microsoft hefur fengið leyfi Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins til að yfirtaka Skype. Microsoft mun greiða 8.5 milljarða dollara fyrir símaskiptaforritið vinsæla, en notendur forritsins skipta milljónum. Talið er að Microsoft muni nota hugbúnað Skype til að betrumbæta samskipta forrit sitt, Windows Live Messenger, ásamt því að bjóða upp á nýjungar í Office hugbúnaðarpakkanum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Allt um iPhone 4S - myndband

Apple kynnti í dag nýja útgáfu af iPhone símanum. Margir aðdáendur símans hafa eflaust orðið fyrir einhverjum vonbrigðum því nýi síminn er ekki iPhone 5, eins og margir höfðu spáð, heldur iPhone 4S.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Chrome mun taka við af Firefox

Það lítur allt út fyrir að Chrome forritið, sem hannað er af Google, muni taka við af Firefox sem næst vinsælasti vefvafrinn. Samkvæmt nýjustu tölum nota 23,6% notenda Chrome á meðan 26,8% notast við Firefox. Búist er við að Chrome sigli framhjá Firefox á næstu mánuðum. Firefox hefur verið afar vinsæll vefvafri síðustu ár og hefur gert notendum kleift að sérhæfa reynslu sína af internetinu. Internet Explorer heldur sæti sínu sem vinsælast vefvafri veraldar, líkt og hann hefur gert undanfarin ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kindle Fire vekur hrifningu

Jeff Bezos, forstjóri vefverslunarinnar Amazon, steig á svið í New York í gær og kynnti nýjustu spjaldtölvu fyrirtækisins - Kindle Fire. Ætlast er til að Kindle Fire fari í beina samkeppni við IPad 2 vél Apple.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

IPhone 5 væntanlegur

Talið er að Apple muni kynna næstu týpu iPhone símans vinsæla á þriðjudaginn kemur. Miklar umræður hafa skapast um hverjar nýjungarnar verði en talið er að þónokkrar breytingar séu væntanlegar. Hvað varðar innviði nýja símans er talið að iPhone 5 muni notast við sama örgjörva og er í spjaldtölvunni iPad 2. Þannig verður síminn mun kraftmeiri en áður. Einnig er talið líklegt að útlitsbreytingar verði miklar. Skjárinn mun hugsanlega verða stærri og mögulega verður bakhlið tækisins kúpt en ekki flöt eins og nú er. Að auki telja sérfræðingar að líklegt sé að IPhone 5 muni styðja þrívídd en fyrr á árinu gaf fyrirtækið HTC út fyrsta símann sem útbúinn er þrívíddar skjá.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Facebook og Apple kynna nýjungar

Talið er líklegt að Facebook muni kynna sérhæft forrit fyrir Ipad í næstu viku. Hingað til hefur samskiptasíðan hundsað spjaldtölvu Apple og hafa notendur þurft að notast við forrit í gegnum þriðja aðila til að tengast Facebook. En nú telja sérfræðingar að Facebook muni opinbera sérhæft forrit fyrir Ipad. Ekki einungis er um að ræða hefðbundið Ipad app, því nú þykir ljóst að HTML5 ívafsmálið sé notað til að kóða forritið. HTML5 er merkilegt fyrir þær sakir að með því er hægt að miðla ýmsu efni sem ekki var mögulegt áður. Tekur þetta einna helst til Flash efnis sem sárlega hefur verið saknað í jaðartækjum Apple.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Amazon kynnir Kindle Fire

Vefverslunarfyrirtækið Amazon.com mun í dag opinbera sína nýjustu vöru - Kindle Fire. Amazon fer þannig í beina samkeppni við Ipad tölvu Apple risans. Kindle Fire mun státa af 7 tommu snertiskjá og verður knúinn af Android stýrikerfinu. Notendur munu þó vætanlega ekki kannast við stýrikerfið enda hefur Amazon algjörlega endurhannað viðmót þess. Á síðustu mánuðum hefur Amazon kvatt hugbúnaðarframleiðendur til að þróa ný forrit fyrir Kindle Fire. Sérfræðingar telja að tölvan muni taka snið af Blackberry Playbook og muni einnig notast við sama örgjörva.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýi síminn á leiðinni

Apple, sem framleiðir meðal annars iPad og iPhone, hefur staðfest að nýjasta kynslóðin af iPhone verði kynnt þann fjórða október. Sögusagnir um þetta voru þegar farnar að berast manna á milli. Í dag var einnig greint frá því að sama dag og Apple mun kynna nýja símann mun Facebook kynna nýtt forrit fyrir iPad og nýja útgáfu af slíku forriti fyrir iPhone símana. Það eru því spennandi tímar framundan fyrir tækniunnendur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tilkynntu fyrir mistök um andlát Steve Jobs

Bandaríska fréttastofan CBS tilkynnti fyrir mistök um andlát Steve Jobs á Twitter síðu fréttastofunnar. Jobs var forstjóri Apple en hann hætti störfum fyrir skömmu vegna þrálátra veikinda, en hann hefur barist við krabbamein.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fær 44 milljarða frá Apple

Tim Cook, nýr forstjóri Apple, fær eina milljón hluti í fyrirtækinu, samkvæmt samningi sem hann hefur gert. Þessi bónus er 383 milljóna dala virði miðað við gengi hlutabréfanna í dag. Upphæðin jafngildir um 44 milljörðum króna. Tilkynnt hefur verið um þetta til bandarískra stjórnvalda, eins og lög gera ráð fyrir. Cook fær helminginn af hlutnum árið 2016 og hinn helminginn árið 2021.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ungur hakkari fær starf hjá Apple

Unglingurinn sem skrifaði forritið JailBreakMe, sem gerir fólki kleift að „jailbreaka" ipoda og nota þannig dýr forrit án þess að borga fyrir þau, segist vera kominn með starf hjá tölvurisanum Apple.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ævintýralegur ferill Steve Jobs

Ferill Steve Jobs fráfarandi forstjóra Apple er ævintýri líkastur en honum hefur tekist að byggja þetta fyrirtæki upp í að vera annað verðmætasta fyrirtækið á bandaríska hlutabréfamarkaðinum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Steve Jobs hættur sem forstjóri Apple

Steve Jobs er hættur sem forstjóri Apple tölvurisans en mun starfa áfram sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Tilkynnt var um þetta í gærkvöldi. Tim Cook sölustjóri Apple tekur við forstjórastarfinu af Jobs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýr iPad á markað næsta sumar

Apple verksmiðjurnar vinna nú að næstu útgáfu af iPad, sem verður bæði hraðvirkari og með langlífari rafhlöðu en fyrri kynslóðir. Þetta er vegna nýs örgjörva sem verður í nýju gerðinni. Búist er við því að nýja kynslóðin af iPad komi á markaðinn næsta sumar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Google kaupir Motorola

Tæknirisinn Google hefur tilkynnt að hann muni kaupa Motorola Mobility, sem er farsímahluti Motorola. Þessum kaupum fylgja allir símar sem Motorola framleiðir, sem og spjaldtölvur. Motorola Solutions, sem sér um fjarskiptalausnir fyrirtækisins, er ekki inni í kaupum Google og mun starfa áfram sjálfstætt. Þetta þykja mikil tíðindi í tækniheiminum þar sem Google mun nú sitja beggja vegna borðsiðns, sem eigandi og framleiðandi Android-stýrikerfisins, og svo nú sem einn stærsti framleiðandi snjallsíma sem keyra Android. Samkvæmt upplýsingum á bloggsíðu sem Google heldur úti mun Motorola starfa sem sér deild innan Google, til að byrja með hið minnsta. Tilkynnt var um kaupin fyrr í dag en Google hefur skuldbundið sig til að kaupa hvern hlut í Motorola á genginu 40 dali. Þetta er um 63 prósentum hærra en gengi á mörkuðum. Heildarvirði kaupanna er um 1500 milljarðar króna. Þetta eru stærstu einstöku kaup Google frá því fyrirtækið var stofnað fyrir fimmtán árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Starfsfólkið hélt að það ynni í alvöru Apple-búð

Alls tuttugu og tvær Apple verslanir í kínversku borginni Kunming hafa verið afhjúpaðar sem gerviverslanir en verslanirnar voru innréttaðar sem ekta Apple búðir og starfsfólkið, sem var allt í sérstökum Apple einkennisfatnaði, hélt það væri að vinna í ósviknum Apple búðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Apple framleiðir alls ekki iPhone

Það kann að koma sumum á óvart en Apple fyrirtækið framleiðir alls ekki iPhone. Hlutirnir sem síminn samanstendur af eru ekki framleiddir af Apple verksmiðjunum, né heldur er hlutunum raðað saman í heildstæðan síma í Apple verksmiðjum. Um þetta er fjallað ítarlega í tímaritinu The Economist.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýr iPhone kynntur í september?

Apple-aðdáendur bíða margir hverjir gríðarlegar spenntir eftir fimmtu útgáfunni iPhone símanum. Nú hafa netverjar fullyrt að nýi síminn verður kynntur til leiks í september. Áður var því haldið fram að hann kæmi í byrjun ágúst. Talið er víst að í símanum verði ný uppfærsla á stýrikerfinu, iOS 5, en iPhone 4 er iOS 4 stýrikerfið.

Viðskipti erlent