Erlent

Siri bjargaði lífi ungs manns

Samúel Karl Ólason skrifar
Siri var hetja dagsins.
Siri var hetja dagsins. Vísir/Sammi
Siri, talgervill Apple, er sagður hafa bjargað lífi ungs manns með því að hringja í neyðarlínuna. Sam Ray var að gera við bíl sinn þann 2. júlí, þegar tjakkur gaf sig. Sam, sem er 18 ára gamall, festist undir bílnum og gat ekki losað sig. Hann var einn heima og sá ekki fram á að fá neina hjálp á næstunni.

Þegar hann reyndi að losa sig virðist hann hafa kveikt á Siri, því allt í einu heyrði hann í henni og kallaði: „Hringdu í neyðarlínuna“, eða „Call 911“. Siri hringdi.

„Þegar ég heyrði í konu úr vasanum, byrjaði ég öskra. Ég vissi ekki hvort hún heyrði í mér eða ekki, en ég heyrði hana segja að hjálp væri á leiðinni,“ sagði Ray við NBC. Ray var fluttur á sjúkrahús þar sem hlúð var að honum. Þrjú rifbein brotnuðu, nýrun mörðust, hann skarst á enninu og hlaut brunasár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×