Við eigum að vera hrædd Sif Sigmarsdóttir skrifar 7. ágúst 2015 07:00 „Fólkið var sótsvart og rauðflekkótt, líkamar þaktir brunasárum og blóði. Það var varla að sjá að þetta væru manneskjur. Fólkið teygði fram handleggina því húðin bráðnaði utan af holdinu – aðeins neglurnar héldust á sínum stað. Fötin höfðu fuðrað upp og það kallaði „mamma, mamma“. Fólk dó gangandi.“ Megumi Shinoda er 83 ára. Hún er „hibakusha“ en svo eru þeir kallaðir sem lifðu af kjarnorkuárásir Bandaríkjanna á Japan 6. ágúst og 9. ágúst árið 1945. Shinoda var þrettán ára þegar kjarnorkusprengjunni „litla dreng“ var varpað á heimaborg hennar Hírósíma. Systir hennar og yngri bróðir létust í árásinni. Stuttu síðar missti hún flestalla ættingja sína úr krabbameini sem orsakaðist af geislavirkni. Í gær var þess minnst að sjötíu ár eru frá árásinni á Hírósíma. Á sunnudaginn verða sjötíu ár frá því að kjarnorkusprengjunni „þeim feita“ var varpað á Nagasaki. Megumi Shinoda helgar nú líf sitt því að minna umheiminn á það sem hún sá þennan örlagaríka ágústmorgun fyrir sjötíu árum. Hryllingur er of vægt orð yfir það sem bar fyrir augu. Frásagnir greina frá skaðbrenndu fólki sem lá eins og hráviði um borgirnar, fólki sem ráfaði um rústirnar eins og uppvakningar, svart af bruna, án útlima og með skinnið hangandi eins og tætta leppa utan á sér. Mæður hlupu frávita um í leit að börnum sínum. Börn hrópuðu grátandi á mæður sínar þjóta hjá því þær þekktu ekki börnin sín sem voru svo illa brennd. Shinoda er þeirrar skoðunar að hægt sé að koma í veg fyrir að atburðir sem þessir endurtaki sig ef við gætum þess aðeins að gleyma ekki. Í baráttu sinni gegn óminni stendur hún nú í stappi við stofnun sem flestir hefðu haldið að væri bandamaður hennar. Frá árinu 1971 hafa þrjár gínur skipað stóran sess í friðarsafninu í Hírósíma. Um er að ræða líkneski af konu og tveimur börnum sem reika skaðbrennd um borg í logum. Er þeim ætlað að fanga aðstæður rétt eftir að kjarnorkusprengjan sprakk. En nú stendur til að fjarlægja gínurnar. Ástæðan er meðal annars sú að þær þykja of óhugnanlegar. Shinoda gremst ákvörðunin og berst gegn henni. „Það er einmitt tilgangurinn,“ segir hún. „Við eigum að vera hrædd.“ Þriðja hernaðarbyltinginMannkynið stendur á tímamótum. Fyrst var það byssupúðrið. Svo kjarnorkusprengjan. Nú er þriðja hernaðarbyltingin handan hornsins. Í síðustu viku sendu þúsund af fremstu vísindamönnum heims frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við hervæðingu gervigreindar. Er þess farið á leit að vopn sem reiða sig á slíka tækni verði bönnuð. Að yfirlýsingunni stóðu meðal annarra Nóbelsverðlaunahafinn Stephen Hawking og stofnandi Apple, Steve Wozniak. „Mannkynið stendur frammi fyrir vali,“ segir í tilkynningunni. „Viljum við hefja nýtt vopnakapphlaup eða viljum við koma í veg fyrir það?“ Telur hópurinn að drápsvélmenni sem geta tekið sjálf stjórnina í ákveðnum aðstæðum séu hættulegri mannkyninu en kjarnorkusprengjan. „Hefji eitthvert stórveldanna framleiðslu á vopnum með gervigreind er vopnakapphlaup óhjákvæmilegt.“ Sjónarvottum fer fækkandiÞann 6. ágúst ár hvert er nöfnum allra „hibakusha“ sem létust á árinu bætt við minnisvarða sem stendur skammt frá þeim stað sem kjarnorkusprengjan féll í Hírósíma. „Hibakusha“, sjónarvottum að árásunum, fer nú ört fækkandi. Það kann að útskýra hve mikið í mun Megumi Shinoda er að gínurnar í friðarsafninu fái að halda sér. Hún brast í grát er hún fylgdi blaðamanni nýverið um safnið. „Fólkið leit nákvæmlega svona út,“ sagði hún og benti á gínurnar. „Það stendur mér lifandi fyrir hugskotssjónum í hvert sinn sem ég kem hingað. Ef gínurnar eru fjarlægðar úr safninu, hvernig á fólk að fara að því að muna?“ Hvað ef fortíðin er núna?Sjötíu ár eru liðin frá því heimsbyggðin stóð síðast á heljarþröm vegna hugvitssemi mannkynsins á sviði vopnaframleiðslu. Á sama tíma og harmleiksins í Hírósíma og Nagasaki er minnst varar vísindasamfélagið við nýrri tegund vopna sem kann að reynast manninum enn hættulegri en kjarnorkusprengjan. Mikilvægt er sem aldrei fyrr að við gefum sögunni gaum, verðum við óskum Shinoda og gætum þess að gleyma ekki. Jafnmikilvægt er að leggja við hlustir og hlíta ráðum vísindamanna. Þótt við getum eitthvað þýðir það ekki að við eigum að gera það. Þótt maðurinn geti búið til vopn sem býr yfir gervigreind þýðir það ekki að slíkt skref sé óhjákvæmilegt. Við höfum alltaf val. Gjarnan er haft á orði að framtíðin sé núna. En hvað ef fortíðin er núna? Það er ekki nóg að muna og hlusta. Við þurfum líka að opna augun. Því öðruvísi sjáum við ekki hvenær sagan er að endurtaka sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Tækni Mest lesið Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Sjá meira
„Fólkið var sótsvart og rauðflekkótt, líkamar þaktir brunasárum og blóði. Það var varla að sjá að þetta væru manneskjur. Fólkið teygði fram handleggina því húðin bráðnaði utan af holdinu – aðeins neglurnar héldust á sínum stað. Fötin höfðu fuðrað upp og það kallaði „mamma, mamma“. Fólk dó gangandi.“ Megumi Shinoda er 83 ára. Hún er „hibakusha“ en svo eru þeir kallaðir sem lifðu af kjarnorkuárásir Bandaríkjanna á Japan 6. ágúst og 9. ágúst árið 1945. Shinoda var þrettán ára þegar kjarnorkusprengjunni „litla dreng“ var varpað á heimaborg hennar Hírósíma. Systir hennar og yngri bróðir létust í árásinni. Stuttu síðar missti hún flestalla ættingja sína úr krabbameini sem orsakaðist af geislavirkni. Í gær var þess minnst að sjötíu ár eru frá árásinni á Hírósíma. Á sunnudaginn verða sjötíu ár frá því að kjarnorkusprengjunni „þeim feita“ var varpað á Nagasaki. Megumi Shinoda helgar nú líf sitt því að minna umheiminn á það sem hún sá þennan örlagaríka ágústmorgun fyrir sjötíu árum. Hryllingur er of vægt orð yfir það sem bar fyrir augu. Frásagnir greina frá skaðbrenndu fólki sem lá eins og hráviði um borgirnar, fólki sem ráfaði um rústirnar eins og uppvakningar, svart af bruna, án útlima og með skinnið hangandi eins og tætta leppa utan á sér. Mæður hlupu frávita um í leit að börnum sínum. Börn hrópuðu grátandi á mæður sínar þjóta hjá því þær þekktu ekki börnin sín sem voru svo illa brennd. Shinoda er þeirrar skoðunar að hægt sé að koma í veg fyrir að atburðir sem þessir endurtaki sig ef við gætum þess aðeins að gleyma ekki. Í baráttu sinni gegn óminni stendur hún nú í stappi við stofnun sem flestir hefðu haldið að væri bandamaður hennar. Frá árinu 1971 hafa þrjár gínur skipað stóran sess í friðarsafninu í Hírósíma. Um er að ræða líkneski af konu og tveimur börnum sem reika skaðbrennd um borg í logum. Er þeim ætlað að fanga aðstæður rétt eftir að kjarnorkusprengjan sprakk. En nú stendur til að fjarlægja gínurnar. Ástæðan er meðal annars sú að þær þykja of óhugnanlegar. Shinoda gremst ákvörðunin og berst gegn henni. „Það er einmitt tilgangurinn,“ segir hún. „Við eigum að vera hrædd.“ Þriðja hernaðarbyltinginMannkynið stendur á tímamótum. Fyrst var það byssupúðrið. Svo kjarnorkusprengjan. Nú er þriðja hernaðarbyltingin handan hornsins. Í síðustu viku sendu þúsund af fremstu vísindamönnum heims frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við hervæðingu gervigreindar. Er þess farið á leit að vopn sem reiða sig á slíka tækni verði bönnuð. Að yfirlýsingunni stóðu meðal annarra Nóbelsverðlaunahafinn Stephen Hawking og stofnandi Apple, Steve Wozniak. „Mannkynið stendur frammi fyrir vali,“ segir í tilkynningunni. „Viljum við hefja nýtt vopnakapphlaup eða viljum við koma í veg fyrir það?“ Telur hópurinn að drápsvélmenni sem geta tekið sjálf stjórnina í ákveðnum aðstæðum séu hættulegri mannkyninu en kjarnorkusprengjan. „Hefji eitthvert stórveldanna framleiðslu á vopnum með gervigreind er vopnakapphlaup óhjákvæmilegt.“ Sjónarvottum fer fækkandiÞann 6. ágúst ár hvert er nöfnum allra „hibakusha“ sem létust á árinu bætt við minnisvarða sem stendur skammt frá þeim stað sem kjarnorkusprengjan féll í Hírósíma. „Hibakusha“, sjónarvottum að árásunum, fer nú ört fækkandi. Það kann að útskýra hve mikið í mun Megumi Shinoda er að gínurnar í friðarsafninu fái að halda sér. Hún brast í grát er hún fylgdi blaðamanni nýverið um safnið. „Fólkið leit nákvæmlega svona út,“ sagði hún og benti á gínurnar. „Það stendur mér lifandi fyrir hugskotssjónum í hvert sinn sem ég kem hingað. Ef gínurnar eru fjarlægðar úr safninu, hvernig á fólk að fara að því að muna?“ Hvað ef fortíðin er núna?Sjötíu ár eru liðin frá því heimsbyggðin stóð síðast á heljarþröm vegna hugvitssemi mannkynsins á sviði vopnaframleiðslu. Á sama tíma og harmleiksins í Hírósíma og Nagasaki er minnst varar vísindasamfélagið við nýrri tegund vopna sem kann að reynast manninum enn hættulegri en kjarnorkusprengjan. Mikilvægt er sem aldrei fyrr að við gefum sögunni gaum, verðum við óskum Shinoda og gætum þess að gleyma ekki. Jafnmikilvægt er að leggja við hlustir og hlíta ráðum vísindamanna. Þótt við getum eitthvað þýðir það ekki að við eigum að gera það. Þótt maðurinn geti búið til vopn sem býr yfir gervigreind þýðir það ekki að slíkt skref sé óhjákvæmilegt. Við höfum alltaf val. Gjarnan er haft á orði að framtíðin sé núna. En hvað ef fortíðin er núna? Það er ekki nóg að muna og hlusta. Við þurfum líka að opna augun. Því öðruvísi sjáum við ekki hvenær sagan er að endurtaka sig.
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar