Skoðun: Kosningar 2021

Fréttamynd

Ráðherrar á rangri braut

Stefnubreyting á Norðurlöndum í málefnum hælisleitenda sýnist annað hvort hafa farið fram hjá íslenskum ráðamönnum eða hún er þeim þvert um geð. Þetta sést af frumvörpum sem liggja fyrir Alþingi af hálfu félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra og ummælum þessara ráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Lausnin er úti á landi

Þetta er grein um það hvernig við ætlum að vaxa út úr kreppunni. Spyrna okkur aftur upp. Sigla út úr öldudalnum. Ég gæti notað allar klisjurnar. Þetta er svoleiðis grein.

Skoðun
Fréttamynd

Svartur svanur: Hvenær öðlumst við eðlilegt líf?

Til er hugtakið „black swan event“ er það notað um atburð sem er afar sjaldgæfur, ófyrirsjáanlegur og hefur alvarlegar afleiðingar. Gjarnan eftir slíka atburði eru uppi ásakanir um að slíka atburði hefði átt að vera hægt að sjá fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Uppvakningar á Alþingi

Stundum rísa hinir dauðu. Stundum eru þingmál svæfð eða felld einungis til að vera vakin aftur af ríkisstjórninni í lítillega breyttri mynd – eða jafnvel óbreyttri mynd. Það er alveg augljóst að markmiðið er að eigna ríkisstjórninni góð mál á kostnað þingmannanna sem hafa unnið að þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrir hvað og á kostnað hvers verður Lax­eldi í Seyðis­firði?

Sjókvíaeldi er hafið í Austfjörðum og stefnir í Seyðisfjörð. Er samfélagslegt mikilvægi eldisins slíkt, að það réttlæti umhverfisvána sem því fylgir? Áleitin spurning með hag samtímans í huga og ekki síður það hvernig við viljum skila lofti, landi og sjó til komandi kynslóða.

Skoðun
Fréttamynd

Sama hvaðan gott kemur?

Barnaníðsefni er vaxandi vandamál og við höfum dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum hvað varðar löggjöf til að taka á þessum brotum. Með stafrænum samskiptum hefur því miður orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni sem og að dreifa því. Þróunin er alþjóðleg og Ísland er því miður ekki undanskilið.

Skoðun
Fréttamynd

Breski tón­listar­kennarinn

Vestfirðir hafa löngum verið kraumandi pottur fjölþjóðasamfélags og það birtist okkur með ýmsum hætti. Ætli ég hafi ekki verið um 10 ára þegar það rann upp fyrir mér að til væru íslenskir tónlistarkennarar.

Skoðun
Fréttamynd

Arð­söm verð­mæta­sköpun

Þegar ríkið setur fjármuni í verkefni, sérstaklega nú á Covid tímum þá er nauðsynlegt að huga að þeirri arðsemi sem fylgir hverju verkefni á vegum hins opinbera.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðherra hleypur apríl

Aðild Íslands að Evrópusambandinu er eitt af mörgum skýrum stefnumálum Viðreisnar. Ég er einn af þeim sem myndi ganga svo langt að segja að hún væri einn af burðarásum í stefnu flokksins og ein af grundvallarástæðum þess að Viðreisn varð til og mun vera til um ókomna framtíð.

Skoðun
Fréttamynd

Sleggjan á sótt­kvíar­hótelinu

Nær undantekningarlaust eru margar leiðir að sama markmiðinu, en það að aðferð nái settu markmiði gerir hana ekki sjálfkrafa æskilega. Þannig mætti alveg nota sleggju til að festa nagla, en hætta er á að skemma ekki bara naglann heldur einnig vegginn í leiðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr tónn

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt til að auðugir einstaklingar og fyrirtæki sem högnuðust á kórónakreppunni borgi eins konar „samstöðuskatta“.

Skoðun
Fréttamynd

Hvaðan á orka fram­tíðarinnar að koma?

Stærsta framlag Íslands til loftlagsmála er nýting þjóðarinnar á grænni orku. Í dag státar engin önnur þjóð af jafn mikilli nýtingu á grænni orku líkt og við Íslendingar gerum. 85-90% af allri orku sem Íslendingar nota er græn orka og mikill meirihluti raforkunnar er framleidd innan fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.

Skoðun
Fréttamynd

Horfum til heildar­hags­muna

Það hvílir á stjórnvöldum hverju sinni að tryggja öryggi og heilsu borgara sinna. Jafnframt að tryggja réttindi borgaranna. Við viljum tryggja heilsu og mannréttindi fólks. Það er eðlilegt að fólk láti reyna á þær sóttvarnir sem stjórnvöld setja hverju sinni. Einkum og sér í lagi þegar þær eru íþyngjandi.

Skoðun
Fréttamynd

500 milljónir í gos­s­lóðir

Þegar eldgos brjótast út verða Íslendingar eins og börn. Auðvitað höfum við fyrst áhyggjur af lífi og limum fólks þegar byrjar að gjósa, en þegar öryggi manna og dýra virðist tryggt fyllist hvert mannsbarn spenningi og við verðum öll sérfræðingar í kvikuhólfum, þroskaðri eða vanþroskaðri kviku og setjum fram okkar eigin kenningar um hvert hraunelfurinn muni streyma næst.

Skoðun
Fréttamynd

Að skapa jarð­veginn

Eftirspurn á fasteignamarkaði eykst. Þar er mikil hreyfing á bæði nýbyggingum og eldri eignum. En er nógu mikið byggt? Hvernig liggur landið úti á landi? Getur byggingariðnaðurinn annað eftirspurn?

Skoðun
Fréttamynd

Brýnt fjárfestingarátak

Nú þegar grillir í ljós við endann á göngunum í veirufárinu þarf stefnu um endurreisn þjóðarbúsins til að uppræta atvinnuleysi og efla hagsæld í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Grímulaus sérhagsmunagæsla

Meginhlutverk Alþingis er að setja landinu lög og gæta almannahagsmuna gegn sérhagsmunaöflum. Máttur sérhagsmunaafla getur verið mikill og rödd þeirra hávær eins og sjá má á forsíðu Fréttablaðsins í dag 30 mars. Þar birtist framkvæmdarstjóri SA með þann boðskap helstan að Samkeppniseftirlitið sé ekki nægilega leiðitamt við stærstu fyrirtæki landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Bið­listi eftir fangelsis­plássi?

Málsmeðferðartími innan réttarkerfisins kom aftur til umræðu nýlega þegar fréttir bárust af sérstöku verkefni af hálfu dómsmálaráðherra um vinnu við að rýna málsmeðferðartíma í efnahagsbrotamálunum.

Skoðun
Fréttamynd

Svartur listi í dönsku ráðu­neyti

Fyrr í þessum mánuði tóku gildi í Danmörku lög um varnir gagnvart erlendum öfgaöflum sem Danir telja grafa undan dönsku samfélagi. Danskir þingmenn úr flestum stjórnmálaflokkum greiddu frumvarpi dönsku jafnaðarmannastjórnarinnar atkvæði sitt.

Skoðun
Fréttamynd

Hert markmið + efldar aðgerðir = árangur í loftslagsmálum

Eitt helsta áherslumál mitt sem umhverfis- og auðlindaráðherra hefur verið að snúa við blaðinu í loftslagsmálum. Þegar ég tók við sem ráðherra ríkti kyrrstaða í aðgerðum stjórnvalda á Íslandi. Það skorti sýn, stefnu, áætlanir um samdrátt í losun og fjármagn til þess að fylgja þeim eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Að rjúfa stöðnun á hús­næðis­markaði

Stöðnun á húsnæðismarkaði á landsbyggðinni er og hefur verið viðvarandi vandamál í mörgum byggðum landsins undanfarna áratugi og hefur hindrað atvinnuuppbyggingu og eðlilega samfélagsþróun.

Skoðun
Fréttamynd

Breytum orku í græn­meti

Það hafa lengi verið viðtekin sannindi á Íslandi að hér sé gnægð umhverfisvænnar orku. Á undanförnum misserum höfum við sem samfélag unnið markvisst að því að nota þessa orku til að minnka kolefnisspor okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Norður­slóða­mið­stöð verður á Akur­eyri

Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni.

Skoðun
Fréttamynd

Auðlindaarð heim í hérað!

Norðmenn eiga stærstu vatnsaflsauðlind Evrópu. Til að auka samfélagslega sátt um nýtingu hennar er orkufyrirtækjunum gert að greiða skatt af auðlindarentu hverrar virkjunar til nærsamfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Það er komið vor

Því miður erum við enn á ný að hlaupa í skjól. Við fórum úr jólakúlunni í að halda okkur í páskaeggi næstu þrjár vikur. Íslenska þjóðin er vön því að búa við óútreiknanlegt veður. Þessi faraldur hagar sér með svipuðu móti. Nú er ekkert annað í boði en að tryggja aðstæður, fara í skjól og standa af sér veðrið.

Skoðun
Fréttamynd

Heimilisofbeldi Samfylkingarinnar

Oddný G. Harðadóttir varð sjálfri sér til skammar á Alþingi í vikunni – og ekki bara sjálfri sér heldur öllum sínum flokki, Samfylkingunni.

Skoðun
Fréttamynd

Nýjar bú­greinar og blómstrandi sveitir

Við Íslendingar höfum frá landnámi lifað á því að rækta jörðina, halda skepnur og sækja sjóinn. Dugnaður, útsjónarsemi og hyggjuvit hafa verið okkar besta veganesti. Sem betur fer hafa orðið stórstígar framfarir á ýmsum sviðum.

Skoðun
Fréttamynd

Öflugri sem ein heild

Sumir tala um það að setja upp „landsbyggðargleraugun” þegar að þingmenn eða aðrir ráðamenn vekja athygli á málefnum landsbyggðarinnar. Ég á mér þann draum að fólk þurfi ekki að setja sig í stellingar til að standa fyrir málefnum er varða landsbyggðina.

Skoðun
Fréttamynd

Vond saga

Í kjölfar þess að krónan hrundi og bankarnir féllu fyrir meir en tólf árum var gripið til umfangsmestu gjaldeyrishafta í manna minnum. Þetta var skammtíma neyðarráðstöfun, sem aðeins átti að gilda í nokkra mánuði. Heita má að einhugur hafi ríkt um þau ráð. Nær allir töldu þó að við yrðum að losna við höftin sem fyrst því til lengri tíma hindruðu þau sókn atvinnulífsins og héldu niðri lífskjörum. Eigi að síður tók fullan áratug að vinda ofan af þessum neyðaraðgerðum.

Skoðun