Arðsöm verðmætasköpun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 9. apríl 2021 08:00 Þegar ríkið setur fjármuni í verkefni, sérstaklega nú á Covid tímum þá er nauðsynlegt að huga að þeirri arðsemi sem fylgir hverju verkefni á vegum hins opinbera. Uppbygging varaflugvalla og fiskútflutningur Uppbygging varaflugvalla er nátengd ferðamennskunni sem við bindum öll vonir við að glæðist sem fyrst aftur. Flugöryggi og uppbyggingu varaflugvalla verður að sinna en þar situr Egilsstaðaflugvöllur eftir þrátt fyrir þau gífurlegu tækifæri sem liggja í flugvellinum. Tryggja verður fjármagn í malbikun flugbrautar, akbraut, flughlað og síðast en ekki síst þarf að byggja upp aðstöðu til útflutnings á fiskafurðum. Verðmætasköpun vegna aukinnar fiskframleiðslu mun margfaldast með aukinni framleiðslu og samtvinnast þar aukin verðmætasköpun með tækifærum í auknum fiskútflutningi. Tíminn frá vinnsluhöfn til útflutningshafnar og þar til varan hefur komið fyrir sjónir neytenda hefur mikil áhrif á afurðaverð. Mikilvægt er því að bregðast við og byggja upp fullnægjandi aðstöðu fyrir vöruútflutninga, það mun auka verðmætasköpun, þjóðfélaginu til heilla. Mikilvægt að létta á samgöngukerfinu Flutningar á ferskum fiski á vegum landsins hafa vaxið umtalsvert síðustu ár. Með því að færa fiskflutninga í flug og á sjó þá léttum við verulega á vegakerfinu. Gífurlegir fjármunir fara í vegaframkvæmdir og rétt er að minna á að ein ferð flutningabíls með tengivagn og 80% hleðslu gæti valdið svipuðum niðurbrotsáhrifum og 12.000 ferðir 1.800 kg fólksbifreiðar. Horfa þarf því á heildarmyndina og stytta leiðir til og frá útflutningsmiðstöðum. Hvar finnum við fjármuni? Ég orðaði í fyrri grein minni hér á Vísi að þeir 15 milljarðar sem fóru til ISAVIA á Keflavíkurflugvelli þann 12.janúar 2021 ættu með réttu að fara að hluta til varaflugvallanna til uppbyggingar. Við þurfum einungis brot af þeirri upphæð í uppbyggingu til að geta skilað gífurlegum verðmætum til baka til ríkisins og með engu móti get ég skilið af hverju öll upphæðin var sett í Keflavíkurflugvöll og enn og aftur eiga varaflugvellir að sitja á hakanum. Ég hvet því alla þingmenn til að láta í sér heyra varðandi mikilvægi uppbyggingar varaflugvalla og ýta á að fjármunir verði sóttir í það verkefni. Sú uppbygging stuðlar að gífurlegri verðmætasköpun. Meira fæst fyrir afurðina, bein og óbein störf verða til og um leið léttum við á niðurbrotsáhrifum þungaflutninga á vegakerfi landsins. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Berglind Harpa Svavarsdóttir Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ríkið setur fjármuni í verkefni, sérstaklega nú á Covid tímum þá er nauðsynlegt að huga að þeirri arðsemi sem fylgir hverju verkefni á vegum hins opinbera. Uppbygging varaflugvalla og fiskútflutningur Uppbygging varaflugvalla er nátengd ferðamennskunni sem við bindum öll vonir við að glæðist sem fyrst aftur. Flugöryggi og uppbyggingu varaflugvalla verður að sinna en þar situr Egilsstaðaflugvöllur eftir þrátt fyrir þau gífurlegu tækifæri sem liggja í flugvellinum. Tryggja verður fjármagn í malbikun flugbrautar, akbraut, flughlað og síðast en ekki síst þarf að byggja upp aðstöðu til útflutnings á fiskafurðum. Verðmætasköpun vegna aukinnar fiskframleiðslu mun margfaldast með aukinni framleiðslu og samtvinnast þar aukin verðmætasköpun með tækifærum í auknum fiskútflutningi. Tíminn frá vinnsluhöfn til útflutningshafnar og þar til varan hefur komið fyrir sjónir neytenda hefur mikil áhrif á afurðaverð. Mikilvægt er því að bregðast við og byggja upp fullnægjandi aðstöðu fyrir vöruútflutninga, það mun auka verðmætasköpun, þjóðfélaginu til heilla. Mikilvægt að létta á samgöngukerfinu Flutningar á ferskum fiski á vegum landsins hafa vaxið umtalsvert síðustu ár. Með því að færa fiskflutninga í flug og á sjó þá léttum við verulega á vegakerfinu. Gífurlegir fjármunir fara í vegaframkvæmdir og rétt er að minna á að ein ferð flutningabíls með tengivagn og 80% hleðslu gæti valdið svipuðum niðurbrotsáhrifum og 12.000 ferðir 1.800 kg fólksbifreiðar. Horfa þarf því á heildarmyndina og stytta leiðir til og frá útflutningsmiðstöðum. Hvar finnum við fjármuni? Ég orðaði í fyrri grein minni hér á Vísi að þeir 15 milljarðar sem fóru til ISAVIA á Keflavíkurflugvelli þann 12.janúar 2021 ættu með réttu að fara að hluta til varaflugvallanna til uppbyggingar. Við þurfum einungis brot af þeirri upphæð í uppbyggingu til að geta skilað gífurlegum verðmætum til baka til ríkisins og með engu móti get ég skilið af hverju öll upphæðin var sett í Keflavíkurflugvöll og enn og aftur eiga varaflugvellir að sitja á hakanum. Ég hvet því alla þingmenn til að láta í sér heyra varðandi mikilvægi uppbyggingar varaflugvalla og ýta á að fjármunir verði sóttir í það verkefni. Sú uppbygging stuðlar að gífurlegri verðmætasköpun. Meira fæst fyrir afurðina, bein og óbein störf verða til og um leið léttum við á niðurbrotsáhrifum þungaflutninga á vegakerfi landsins. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun