500 milljónir í gosslóðir Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. apríl 2021 10:01 Þegar eldgos brjótast út verða Íslendingar eins og börn. Auðvitað höfum við fyrst áhyggjur af lífi og limum fólks þegar byrjar að gjósa, en þegar öryggi manna og dýra virðist tryggt fyllist hvert mannsbarn spenningi og við verðum öll sérfræðingar í kvikuhólfum, þroskaðri eða vanþroskaðri kviku og setjum fram okkar eigin kenningar um hvert hraunelfurinn muni streyma næst. Vefmyndavélar frá gosstöðvum skjóta jafnvel áramótaskaupum eða Helga Björns á föstudagskvöldum ref fyrir rass. Það er magnað sjónarspil sem við höfum fyrir augunum á Reykjanesskaga þessa dagana og jarðvísindamenn telja líklegt að það gæti staðið um langa hríð. Áhugi þjóðarinnar er ósvikinn og fólk streymir á gosstöðvarnar. Þeir fáu ferðamenn sem hér eru nú láta sig heldur ekki vanta. Eftir því sem þeim fjölgar verður straumurinn stríðari. Vegna þess hve erfitt er að spá fyrir um framhaldið, hvort gosið verði skammvinnt eða með hvaða hætti það kann að þróast, er ekki skrítið þótt margir vilji bíða átekta og sjá hvað setur áður en farið væri í umfangsmiklar framkvæmdir í grennd við gosstöðvarnar. Því er ég hins vegar ósammála. Ég tel að við eigum og þurfum að vinna hratt. Og það sem skiptir ekki síður máli, þá tel ég að með kraftmikilli innspýtingu á svæðinu getum við ekki aðeins greitt fyrir ábatasamri ferðamennsku heldur hreinlega sparað ríkinu stórútgjöld. Þjóðin fylgist af aðdáun með óeigingjörnu starfi björgunarsveitarfólks í grennd við eldstöðvarnar. Þrátt fyrir eljulaust sjálfboðaliðastarf er ljóst að daglegur kostnaður ríkisins af eftirliti við gosstöðvarnar hleypur á milljónum. Eins er ljóst að ef eldsumbrotin dragast á langinn verður afar erfitt að viðhalda núverandi gæslustigi til lengdar. Slíkt myndi reyna um of á orku gæsluliðsins og bitna á öryggismálum annars staðar. Tillaga mín er því sú að stjórnvöld ákveði nú þegar að verja vænni upphæð, segjum 500 milljónum króna, til að efla innviði á gosslóðunum. Hluti þeirrar tölu, t.d. 150 milljónir, færu í bráðaaðgerðir sem ráðast mætti í hratt og örugglega að höfðu samráði við landeigendur og athugun á bestu útfærslum. Afgangurinn yrði til flóknari verkefna sem kölluðu á meiri undirbúning og skipulagningu. Með bráðaaðgerðunum yrði lagt höfuðkapp á að uppræta augljósar slysagildrur og minnka þörfina fyrir fjölmennt eftirlitslið. Það má t.d. gera með því að útbúa tröppur í þeim brekkum sem eru nú verstu farartálmarnir, með öflugu neti sjálfvirkra gasmæla í lægðum og hvilftum, með aðgengilegum og merktum útsýnisstöðum á öruggum hæðum til að minnka líkurnar á því að fólk álpist of nærri hraunjaðrinum o.s.frv. Það er sannfæring mín að með tiltölulega einföldum og ekki sérlega dýrum en hnitmiðuðum aðgerðum mætti spara háar fjárhæðir. Hver skyldi samfélagslegi kostnaðurinn af því að þurfa að sækja einn fótbrotinn göngugarp vera, t.d. þegar kalla þarf til þyrlu og björgunarsveitarflokk? Ætli það sé nokkur staður á Íslandi í dag sem býður upp á jafn augljós og borðleggjandi dæmi um fyrirbyggjandi slysavarnir? Við þurfum ekki alltaf að finna upp hjólið. Á Hawaii er starfræktur eldfjallaþjóðgarður sem 2,5 milljónir manna heimsækja á ári hverju, til að berja augum nokkur virk eldgos. Öllum þessum fjölda á miklu stærra svæði er stýrt af öryggisvörðum með mun umfangsminni viðveru en nýja eldgosið okkar kallar á. Spýtum í lófana, tryggjum fjármagn og byrjum að skapa innviði ekki seinna en í sumar! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðun: Kosningar 2021 Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Þegar eldgos brjótast út verða Íslendingar eins og börn. Auðvitað höfum við fyrst áhyggjur af lífi og limum fólks þegar byrjar að gjósa, en þegar öryggi manna og dýra virðist tryggt fyllist hvert mannsbarn spenningi og við verðum öll sérfræðingar í kvikuhólfum, þroskaðri eða vanþroskaðri kviku og setjum fram okkar eigin kenningar um hvert hraunelfurinn muni streyma næst. Vefmyndavélar frá gosstöðvum skjóta jafnvel áramótaskaupum eða Helga Björns á föstudagskvöldum ref fyrir rass. Það er magnað sjónarspil sem við höfum fyrir augunum á Reykjanesskaga þessa dagana og jarðvísindamenn telja líklegt að það gæti staðið um langa hríð. Áhugi þjóðarinnar er ósvikinn og fólk streymir á gosstöðvarnar. Þeir fáu ferðamenn sem hér eru nú láta sig heldur ekki vanta. Eftir því sem þeim fjölgar verður straumurinn stríðari. Vegna þess hve erfitt er að spá fyrir um framhaldið, hvort gosið verði skammvinnt eða með hvaða hætti það kann að þróast, er ekki skrítið þótt margir vilji bíða átekta og sjá hvað setur áður en farið væri í umfangsmiklar framkvæmdir í grennd við gosstöðvarnar. Því er ég hins vegar ósammála. Ég tel að við eigum og þurfum að vinna hratt. Og það sem skiptir ekki síður máli, þá tel ég að með kraftmikilli innspýtingu á svæðinu getum við ekki aðeins greitt fyrir ábatasamri ferðamennsku heldur hreinlega sparað ríkinu stórútgjöld. Þjóðin fylgist af aðdáun með óeigingjörnu starfi björgunarsveitarfólks í grennd við eldstöðvarnar. Þrátt fyrir eljulaust sjálfboðaliðastarf er ljóst að daglegur kostnaður ríkisins af eftirliti við gosstöðvarnar hleypur á milljónum. Eins er ljóst að ef eldsumbrotin dragast á langinn verður afar erfitt að viðhalda núverandi gæslustigi til lengdar. Slíkt myndi reyna um of á orku gæsluliðsins og bitna á öryggismálum annars staðar. Tillaga mín er því sú að stjórnvöld ákveði nú þegar að verja vænni upphæð, segjum 500 milljónum króna, til að efla innviði á gosslóðunum. Hluti þeirrar tölu, t.d. 150 milljónir, færu í bráðaaðgerðir sem ráðast mætti í hratt og örugglega að höfðu samráði við landeigendur og athugun á bestu útfærslum. Afgangurinn yrði til flóknari verkefna sem kölluðu á meiri undirbúning og skipulagningu. Með bráðaaðgerðunum yrði lagt höfuðkapp á að uppræta augljósar slysagildrur og minnka þörfina fyrir fjölmennt eftirlitslið. Það má t.d. gera með því að útbúa tröppur í þeim brekkum sem eru nú verstu farartálmarnir, með öflugu neti sjálfvirkra gasmæla í lægðum og hvilftum, með aðgengilegum og merktum útsýnisstöðum á öruggum hæðum til að minnka líkurnar á því að fólk álpist of nærri hraunjaðrinum o.s.frv. Það er sannfæring mín að með tiltölulega einföldum og ekki sérlega dýrum en hnitmiðuðum aðgerðum mætti spara háar fjárhæðir. Hver skyldi samfélagslegi kostnaðurinn af því að þurfa að sækja einn fótbrotinn göngugarp vera, t.d. þegar kalla þarf til þyrlu og björgunarsveitarflokk? Ætli það sé nokkur staður á Íslandi í dag sem býður upp á jafn augljós og borðleggjandi dæmi um fyrirbyggjandi slysavarnir? Við þurfum ekki alltaf að finna upp hjólið. Á Hawaii er starfræktur eldfjallaþjóðgarður sem 2,5 milljónir manna heimsækja á ári hverju, til að berja augum nokkur virk eldgos. Öllum þessum fjölda á miklu stærra svæði er stýrt af öryggisvörðum með mun umfangsminni viðveru en nýja eldgosið okkar kallar á. Spýtum í lófana, tryggjum fjármagn og byrjum að skapa innviði ekki seinna en í sumar! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar