Svartur svanur: Hvenær öðlumst við eðlilegt líf? Sigurður Páll Jónsson skrifar 10. apríl 2021 10:00 Til er hugtakið „black swan event“ er það notað um atburð sem er afar sjaldgæfur, ófyrirsjáanlegur og hefur alvarlegar afleiðingar. Gjarnan eftir slíka atburði eru uppi ásakanir um að slíka atburði hefði átt að vera hægt að sjá fyrir. Svartur svanur Nú, rúmu ári eftir að kórónuveiran lagði heiminn að fótum sér, verður spurningin, hvenær verður lífið aftur eðlilegt?, æ háværari. Til tilbreytingar fór að gjósa á Reykjanesi, eftir um 800 ára hlé, sem vissulega dreifir huganum og rifjar upp eldgosið í Eyjafjallajökli skömmu eftir efnahagshrunið. Þeir atburðir urðu meðal annars til þess að beina kastljósi heimsfjölmiðla að Íslandi. Er hægt að svara spurningum um hvað sé eðlilegt?, hvað sé fordæmalaust? Getum við staðið frammi fyrir náttúruöflunum og krafist eðlilegs lífs? Sumum þykja slíkar kröfur ekki sjálfssagðar. Svartur svanur Í þessum heimsfaraldri hafa skoðanakannanir vítt og breytt sýnt að ríkisstjórnir hafa aukið fylgi sitt á meðan fylgi minnihluta minnkar. Þetta á við hér á Íslandi líka, þó að ríkisstjórnarflokkarnir hver og einn missi fylgi. Svartur svanur Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að hann geti alveg hugsað sér að starfa með sömu flokkum í næstu ríkisstjórn, þeim gangi svo vel að vinna saman. Sé litið á nokkur mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu kjörtímabili mætti halda að næðist um þau sátt innan þriggja eðlisólíkra flokka væri um „black swan event“ að ræða. Fjölmiðlafrumvarpið hefur ekki verið í breiðri sátt innan ríkisstjórnarinnar, helst hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft út á það að setja. Frumvarp um Hálendiþjóðgarð sem umhverfisráðherra sagði þó í framsöguræðu sinni að væri unnið í breiðri sátt. Forseti Alþingis sagði í stuttri ræðu sinni sem óbreyttur þingmaður, aðeins einhver ,,grenjandi minnihluti“ væri á móti þessu vel unna máli. Þrátt fyrir þessar ræður mættu fulltrúar hinna ríkisstjórnarflokkana í ræðustól Alþingis með fangið fullt af fyrirvörum um frumvarpið. Þingsályktun um rammaáætlun virkjanakosta er í uppnámi en um hana er alls ekki sátt innan ríkisstjórnarflokkanna. Stjórnarskrármálið sem forsætisráðherra hefur mælti fyrir í vetur er ríkisstjórnarflokkunum þungt í skauti, svo ekki sé meira sagt. Tvö frumvörp sem Sjávarútvegsráðherra mælti fyrir í vetur um grásleppu, hryggleysingja og sandkola og frumvarp um atvinnu og byggðakvóta (5,3%) aflahlutdeildir. Bæði þessi mál eru ekki á dagskrá lengur inn í atvinnuveganefnd vegna ágreinings um þau innan ríkistjórnarflokkana. Áfram mætti telja upp mál sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á erfitt að vera sammála um, þó formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson opni helst ekki munninn án þess að segjast vilja vera áfram með sömu flokkum í næstu ríkisstjórn. Spurningin um, hvenær verður lífið aftur eðlilegt, lifir því góðu lífi eitthvað áfram. Hvað pólitíkina áhrærir er rétt að minna á að fylgi ríkisstjórnarflokkana á Íslandi er vegna þess að sóttvarnaryfirvöld hafa staðið sig býsna vel í baráttunni við kórónuveiruna og ríkisstjórnin haft gæfu til að fylgja þeirra ráðum. Það gæti farið svo að skilgreina yrði röð afar ólíklegra atburða í stjórnmálum með heiti, dettur mér helst í hug SVARTUR STRÚTUR. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sigurður Páll Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Til er hugtakið „black swan event“ er það notað um atburð sem er afar sjaldgæfur, ófyrirsjáanlegur og hefur alvarlegar afleiðingar. Gjarnan eftir slíka atburði eru uppi ásakanir um að slíka atburði hefði átt að vera hægt að sjá fyrir. Svartur svanur Nú, rúmu ári eftir að kórónuveiran lagði heiminn að fótum sér, verður spurningin, hvenær verður lífið aftur eðlilegt?, æ háværari. Til tilbreytingar fór að gjósa á Reykjanesi, eftir um 800 ára hlé, sem vissulega dreifir huganum og rifjar upp eldgosið í Eyjafjallajökli skömmu eftir efnahagshrunið. Þeir atburðir urðu meðal annars til þess að beina kastljósi heimsfjölmiðla að Íslandi. Er hægt að svara spurningum um hvað sé eðlilegt?, hvað sé fordæmalaust? Getum við staðið frammi fyrir náttúruöflunum og krafist eðlilegs lífs? Sumum þykja slíkar kröfur ekki sjálfssagðar. Svartur svanur Í þessum heimsfaraldri hafa skoðanakannanir vítt og breytt sýnt að ríkisstjórnir hafa aukið fylgi sitt á meðan fylgi minnihluta minnkar. Þetta á við hér á Íslandi líka, þó að ríkisstjórnarflokkarnir hver og einn missi fylgi. Svartur svanur Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að hann geti alveg hugsað sér að starfa með sömu flokkum í næstu ríkisstjórn, þeim gangi svo vel að vinna saman. Sé litið á nokkur mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu kjörtímabili mætti halda að næðist um þau sátt innan þriggja eðlisólíkra flokka væri um „black swan event“ að ræða. Fjölmiðlafrumvarpið hefur ekki verið í breiðri sátt innan ríkisstjórnarinnar, helst hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft út á það að setja. Frumvarp um Hálendiþjóðgarð sem umhverfisráðherra sagði þó í framsöguræðu sinni að væri unnið í breiðri sátt. Forseti Alþingis sagði í stuttri ræðu sinni sem óbreyttur þingmaður, aðeins einhver ,,grenjandi minnihluti“ væri á móti þessu vel unna máli. Þrátt fyrir þessar ræður mættu fulltrúar hinna ríkisstjórnarflokkana í ræðustól Alþingis með fangið fullt af fyrirvörum um frumvarpið. Þingsályktun um rammaáætlun virkjanakosta er í uppnámi en um hana er alls ekki sátt innan ríkisstjórnarflokkanna. Stjórnarskrármálið sem forsætisráðherra hefur mælti fyrir í vetur er ríkisstjórnarflokkunum þungt í skauti, svo ekki sé meira sagt. Tvö frumvörp sem Sjávarútvegsráðherra mælti fyrir í vetur um grásleppu, hryggleysingja og sandkola og frumvarp um atvinnu og byggðakvóta (5,3%) aflahlutdeildir. Bæði þessi mál eru ekki á dagskrá lengur inn í atvinnuveganefnd vegna ágreinings um þau innan ríkistjórnarflokkana. Áfram mætti telja upp mál sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á erfitt að vera sammála um, þó formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson opni helst ekki munninn án þess að segjast vilja vera áfram með sömu flokkum í næstu ríkisstjórn. Spurningin um, hvenær verður lífið aftur eðlilegt, lifir því góðu lífi eitthvað áfram. Hvað pólitíkina áhrærir er rétt að minna á að fylgi ríkisstjórnarflokkana á Íslandi er vegna þess að sóttvarnaryfirvöld hafa staðið sig býsna vel í baráttunni við kórónuveiruna og ríkisstjórnin haft gæfu til að fylgja þeirra ráðum. Það gæti farið svo að skilgreina yrði röð afar ólíklegra atburða í stjórnmálum með heiti, dettur mér helst í hug SVARTUR STRÚTUR. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun