Hvaðan á orka framtíðarinnar að koma? Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 8. apríl 2021 12:31 Stærsta framlag Íslands til loftlagsmála er nýting þjóðarinnar á grænni orku. Í dag státar engin önnur þjóð af jafn mikilli nýtingu á grænni orku líkt og við Íslendingar gerum. 85-90% af allri orku sem Íslendingar nota er græn orka og mikill meirihluti raforkunnar er framleidd innan fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs. Samkvæmt orkustefnunni viljum við halda þessu og jafnvel stíga stærri skref en nú þegar hefur verið gert. Orkustefna Þverpólitísk nefnd skilaði orkustefnunni til ársins 2050 í mikilli sátt og horfa stjórnvöld á þá stefnu sem leiðarljós inn í framtíðina. Í orkustefnu segir meðal annars: „Til að skapa verðmæti og tryggja lífsgæði verður samfélagið að geta treyst því að orkuþörf sé mætt á hverjum tíma. Framboð og innviðir orkunnar teljast til þjóðaröryggishagsmuna þar sem öryggi borgaranna og samfélags og atvinnulífs er háð þessum mikilvægu grunnþáttum.“ Af þessari ástæðu er mikilvægt að gera ráð fyrir mögulegri framtíðaruppbyggingu á nauðsynlegum innviðum í flutningi og dreifingu raforku fyrir samfélagið. Við erum flest kunnug umræðunni um orkuskipti og öll sammála um að það sé framtíðin þó svo mismunandi skoðanir séu hversu langan tíma við tökum í þau. Í orkustefnunni eru sett metnaðarfull markmið þar sem lagt er áherslu á að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneti fyrir 2050. Í stað þess að kaupa olíu og bensín erlendis frá væri þjóðin sjálfbær hvað eldsneyti varðar. Parísarsamkomulagið eitt og sér kallar á 300 MW af rafafli til að ná skuldbindingum okkar hvað varðar orkuskipti í samgöngum á landi, samkvæmt tölum sem Samorka birti nýlega. Til að skipta alveg út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina, innlenda orkugjafa í samgöngum á landi þyrfti um 600 MW. Ef við ætlum að leysa málið í öllum samgöngum innan lands þurfum við 1200 MW. Til að hætta að flytja inn olíu á millilandaflugvélar og skip þá þyrfti rúmlega annað eins. Þetta þýðir að ef Ísland ætlar að vera alveg óháð jarðefnaeldsneyti gæti þurft samtals um 2500 MW, sem er jafn mikið og er notað á landinu í dag. Gengið er út frá því að hluti farartækjanna noti rafmagn beint en hluti þeirra gangi fyrir rafeldsneyti s.s. vetni. Þessar tölur miðast við núverandi tækni sem vonandi á eftir að taka framförum og þar með lækka þessar tölur eitthvað. Til viðbótar þarf svo rafmagn til almennra nota fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu, en nýjasta raforkuspá gerir ráð fyrir að til þess þurfi allt að 1500 MW fyrir árið 2060. Forsætisráðherra tilkynnti efld markmið Íslands í loftlagsmálum á leiðtogafundi í desember síðastliðnum. Þar er markið fært úr 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030, í 55% samdrátt. Þessum efldu aðgerðum fylgir fjármagn, sem er vel, en eftir því sem við aukum metnað okkar í loftlagsmálum þurfum við líka meiri græna orku. Hvaðan á hún að koma? Hálendisfrumvarp er þvert á samþykkta orkustefnu – Ein höndin á móti annarri Orkustefnan segir að orkuþörf samfélagsins verði mætt með öruggum hætti til lengri og skemmri tíma. Jafn aðgangur verði á landsvísu að orku á samkeppnishæfu verði. Að við verðum alltaf með græna orku til heimila og fyrirtækja. Þessi markmið eru metnaðarfull og góð en spurningunni hvernig við ætlum að afla þessarar grænu orku er enn ósvarað. Fyrir liggur hálendisfrumvarp þar sem lokað er á orkuríkasta svæði landsins án þess að búið sé að svara því hvernig við ætlum að afla orku til framtíðar og hvaðan. Svo virðist vera að við gerð hálendisfrumvarps hafi ekki verið horft á heildarmyndina með tilliti til nýrrar orkustefnu auk annarra þátta s.s. þjóðaröryggis og efnahags. Hvernig sjáum við fram á að uppfylla sett markmið í orkustefnunni ef frumvarpið verður að veruleika? Með óbreyttu frumvarpi verður ekki hægt að endurnýja flutningslínur né Byggðalínuna sem komin er á tíma, auk þess sem lokað er á möguleika til nýtingar á endurnýjanlegum orkugjöfum á svæðinu til framtíðar. Framtíðarsýn Við erum sístækkandi þjóð og eru vísbendingar um að hagkerfið verði tvöfalt stærra 2050 og tvöföldun verður á útflutningsverðmætum. Við megum gera ráð fyrir fjölgun starfa og íbúa í framtíðinni sem kallar á meiri orkuþörf. Það sama blasir við öllum öðrum þjóðum sem eru að vaxa og dafna eins og við. Danir sem hafa verið í sviðsljósinu varðandi grænu endurreisnina sína gera ráð fyrir tvöföldun raforkuþarfar á næstu tíu árum. Því má búast má við að orkuþörf heimsins muni aukast hér eftir sem hingað til og ef horft er til hinna Norðurlandanna spá þau því að eftirspurn eftir raforku hjá þeim muni aukast um allt að helming á næstu áratugum frá því sem nú er. Má ekki búast við því að það sama eigi við um Ísland? Hverjar eru þarfir samfélagsins, hver verður orkuþörf Íslands í framtíðinni? Það hefur ekki verið hluti af undirbúningnum að spyrja að því hversu mikið af orkulindum sé inn á svæðinu sem skilgreint er sem hálendisþjóðgarður og hvað við þurfum mikla orku til framtíðar? Hver sem endanlega þörfin verður er augljóst að við þurfum meiri orku. Það er mikilvægt að sýna framsýni þegar kemur að orkuþörf og þar með orkuöryggi þjóðarinnar til framtíðar. Slíku er ekki fyrir að fara í frumvarpi umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð, þvert á móti. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri og stjórnarformaður Norðurorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Orkumál Hálendisþjóðgarður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Stærsta framlag Íslands til loftlagsmála er nýting þjóðarinnar á grænni orku. Í dag státar engin önnur þjóð af jafn mikilli nýtingu á grænni orku líkt og við Íslendingar gerum. 85-90% af allri orku sem Íslendingar nota er græn orka og mikill meirihluti raforkunnar er framleidd innan fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs. Samkvæmt orkustefnunni viljum við halda þessu og jafnvel stíga stærri skref en nú þegar hefur verið gert. Orkustefna Þverpólitísk nefnd skilaði orkustefnunni til ársins 2050 í mikilli sátt og horfa stjórnvöld á þá stefnu sem leiðarljós inn í framtíðina. Í orkustefnu segir meðal annars: „Til að skapa verðmæti og tryggja lífsgæði verður samfélagið að geta treyst því að orkuþörf sé mætt á hverjum tíma. Framboð og innviðir orkunnar teljast til þjóðaröryggishagsmuna þar sem öryggi borgaranna og samfélags og atvinnulífs er háð þessum mikilvægu grunnþáttum.“ Af þessari ástæðu er mikilvægt að gera ráð fyrir mögulegri framtíðaruppbyggingu á nauðsynlegum innviðum í flutningi og dreifingu raforku fyrir samfélagið. Við erum flest kunnug umræðunni um orkuskipti og öll sammála um að það sé framtíðin þó svo mismunandi skoðanir séu hversu langan tíma við tökum í þau. Í orkustefnunni eru sett metnaðarfull markmið þar sem lagt er áherslu á að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneti fyrir 2050. Í stað þess að kaupa olíu og bensín erlendis frá væri þjóðin sjálfbær hvað eldsneyti varðar. Parísarsamkomulagið eitt og sér kallar á 300 MW af rafafli til að ná skuldbindingum okkar hvað varðar orkuskipti í samgöngum á landi, samkvæmt tölum sem Samorka birti nýlega. Til að skipta alveg út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina, innlenda orkugjafa í samgöngum á landi þyrfti um 600 MW. Ef við ætlum að leysa málið í öllum samgöngum innan lands þurfum við 1200 MW. Til að hætta að flytja inn olíu á millilandaflugvélar og skip þá þyrfti rúmlega annað eins. Þetta þýðir að ef Ísland ætlar að vera alveg óháð jarðefnaeldsneyti gæti þurft samtals um 2500 MW, sem er jafn mikið og er notað á landinu í dag. Gengið er út frá því að hluti farartækjanna noti rafmagn beint en hluti þeirra gangi fyrir rafeldsneyti s.s. vetni. Þessar tölur miðast við núverandi tækni sem vonandi á eftir að taka framförum og þar með lækka þessar tölur eitthvað. Til viðbótar þarf svo rafmagn til almennra nota fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu, en nýjasta raforkuspá gerir ráð fyrir að til þess þurfi allt að 1500 MW fyrir árið 2060. Forsætisráðherra tilkynnti efld markmið Íslands í loftlagsmálum á leiðtogafundi í desember síðastliðnum. Þar er markið fært úr 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030, í 55% samdrátt. Þessum efldu aðgerðum fylgir fjármagn, sem er vel, en eftir því sem við aukum metnað okkar í loftlagsmálum þurfum við líka meiri græna orku. Hvaðan á hún að koma? Hálendisfrumvarp er þvert á samþykkta orkustefnu – Ein höndin á móti annarri Orkustefnan segir að orkuþörf samfélagsins verði mætt með öruggum hætti til lengri og skemmri tíma. Jafn aðgangur verði á landsvísu að orku á samkeppnishæfu verði. Að við verðum alltaf með græna orku til heimila og fyrirtækja. Þessi markmið eru metnaðarfull og góð en spurningunni hvernig við ætlum að afla þessarar grænu orku er enn ósvarað. Fyrir liggur hálendisfrumvarp þar sem lokað er á orkuríkasta svæði landsins án þess að búið sé að svara því hvernig við ætlum að afla orku til framtíðar og hvaðan. Svo virðist vera að við gerð hálendisfrumvarps hafi ekki verið horft á heildarmyndina með tilliti til nýrrar orkustefnu auk annarra þátta s.s. þjóðaröryggis og efnahags. Hvernig sjáum við fram á að uppfylla sett markmið í orkustefnunni ef frumvarpið verður að veruleika? Með óbreyttu frumvarpi verður ekki hægt að endurnýja flutningslínur né Byggðalínuna sem komin er á tíma, auk þess sem lokað er á möguleika til nýtingar á endurnýjanlegum orkugjöfum á svæðinu til framtíðar. Framtíðarsýn Við erum sístækkandi þjóð og eru vísbendingar um að hagkerfið verði tvöfalt stærra 2050 og tvöföldun verður á útflutningsverðmætum. Við megum gera ráð fyrir fjölgun starfa og íbúa í framtíðinni sem kallar á meiri orkuþörf. Það sama blasir við öllum öðrum þjóðum sem eru að vaxa og dafna eins og við. Danir sem hafa verið í sviðsljósinu varðandi grænu endurreisnina sína gera ráð fyrir tvöföldun raforkuþarfar á næstu tíu árum. Því má búast má við að orkuþörf heimsins muni aukast hér eftir sem hingað til og ef horft er til hinna Norðurlandanna spá þau því að eftirspurn eftir raforku hjá þeim muni aukast um allt að helming á næstu áratugum frá því sem nú er. Má ekki búast við því að það sama eigi við um Ísland? Hverjar eru þarfir samfélagsins, hver verður orkuþörf Íslands í framtíðinni? Það hefur ekki verið hluti af undirbúningnum að spyrja að því hversu mikið af orkulindum sé inn á svæðinu sem skilgreint er sem hálendisþjóðgarður og hvað við þurfum mikla orku til framtíðar? Hver sem endanlega þörfin verður er augljóst að við þurfum meiri orku. Það er mikilvægt að sýna framsýni þegar kemur að orkuþörf og þar með orkuöryggi þjóðarinnar til framtíðar. Slíku er ekki fyrir að fara í frumvarpi umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð, þvert á móti. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri og stjórnarformaður Norðurorku.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar