Íþróttir barna

Fréttamynd

Fjölnotaíþróttahús byggt í Borgar­nesi

Heilmiklar framkvæmdir fara fram í Borgarbyggð á nýju ári en þar ber helst að nefna byggingu nýs fjölnotaíþróttahúss í Borgarnesi og endurbyggingu á grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum. Kostnaðurinn við þessi tvö verkefni er um þriðja milljarð króna.

Innlent
Fréttamynd

Öflugri saman inn í fram­tíðina

Nýtt ár er handan við hornið og ný dagrenning fram undan í íþróttahreyfingunni. Grunnurinn að henni var lagður fyrr á þessu ári, sem er í mínum huga tímamótaár fyrir íþróttastarf í landinu. Árið 2023 hefur verið með þeim afkastameiri sem núverandi stjórnarfólk UMFÍ hefur tekið þátt í.

Skoðun
Fréttamynd

Gætum allt eins gefið ein­kunn fyrir fituprósentu

Aron Gauti Laxdal, dósent í íþróttafræði við háskólann í Agder í Noregi, hefur áhyggjur af stöðu íþróttakennslu á Íslandi. Hann segir námið ekki kenna börnum hvernig best sé að hugsa um heilsuna og njóta þess að hreyfa sig.

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hlutinn ætlar að mis­muna börnum í Kópa­vogi

Meirihluti Sjálfstæðis og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs áformar að auka álögur á fjölda barnafjölskyldna í bænum með þannig hætti að kostnaður foreldra við þátttöku barna þeirra í íþróttum geti hækkað um tugi prósenta í sumum tilvikum um rúm 40%.

Skoðun
Fréttamynd

Er sér­stök hæfi­leika­mótun í barna- og ung­linga­í­þróttum góð hug­mynd?

Hæfileikamótun (e. talent development) er nýja tískuorðið í íþróttunum. Hugtakið vísar til íþróttaþjálfunar sem leitast við að reyna að hámarka hugsanlegan árangur einstaklinga í íþróttum með sértækri og markvissri þjálfun og umönnun. Hæfileikamótun er mjúkt og aðlaðandi hugtak sem virðist í fyrstu benda til rökréttrar leiðar til að hjálpa ungum iðkendum íþrótta að bæta eigin frammistöðu og ná árangri.

Skoðun
Fréttamynd

Hætti að mæta í skólann eftir ör­laga­ríkt rautt spjald

Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur leið ömurlega eftir að hafa fengið rautt spjald í leik Íslands og Portúgals í umspili um sæti á HM. Hún hætti að mæta í skólann og kenndi sjálfri sér um hvernig fór. Hún segir athyglina sem fylgir því að spila með landsliði geta tekið á.

Innlent
Fréttamynd

Stórefnilegur 10 ára pílukastari í Gríms­nesi

Tíu ára strákur í Grímsnes-og Grafningshreppi hefur vakið mikla athygli fyrir snilli sína í pílukasti en hann hefur verið að keppa á sterkum mótum með fullorðnum og unnið andstæðinga sína með glæsibrag.

Innlent
Fréttamynd

Leggur til sektir fyrir slæma hegðun for­eldra

Jón Gunnlaugur Viggósson, fyrrverandi handknattleiksmaður og yfirþjálfari hæfileikamótunar Handknattleikssambands Íslands, leggur til að íþróttafélög verði sektuð fyrir slæma hegðun foreldra á íþróttaleikjum barna sinna.

Innlent
Fréttamynd

Í­þróttir barna ræddar í Pallborðinu

Æstir foreldrar á hliðarlínunni, meiðsli barna, ofþjálfun og andleg heilsa barna í íþróttum eru á meðal þess sem rætt verður um í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14.

Innlent
Fréttamynd

„Ég var ekkert á svakalega góðum stað andlega á þessum tíma“

Atvinnumaðurinn Óttar Magnús Karlsson þurfti þegar hann var nítján ára að spila með Molde í Noregi að fara heim til Íslands til að leita sér aðstoðar vegna þunglyndis. Hann segir margt geta komið upp á þegar ungt fólk er að reyna að fóta sig í íþróttaheiminum í útlöndum.

Innlent
Fréttamynd

„Við ætlum að horfa á börnin taka stærðfræðipróf“

Gunnar Helgason rithöfundur áttaði sig á því eftir að hafa fylgt sonum sínum á nokkur fótboltamót að hann væri ekki eins hvetjandi og hann hélt. Þá segir hann fáum detta í hug að sýna sömu hegðun og þeir sýna gagnvart börnum á íþróttamótum annars staðar.

Innlent
Fréttamynd

„Ég brýt á mér átta fingur af tíu“

Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 

Innlent