Vilja að Aþena fylgi mannréttindastefnu borgarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. júní 2025 14:10 Skúli Helgason formaður íþrótta- og menningarráðs Reykjavíkurborgar og Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu Vísir/Vilhelm/Anton Brink Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir fundum ráðsins og körfuboltafélagsins Aþenu ekki lokið. Hann leggur til nýjan tvíhliða samning sem felur meðal annars í sér ákvæði um samskipti og að félagið fylgi mannréttindastefnu borgarinnar. Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar og Steinþór Einarsson sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar funduðu með Brynjari Karli Sigurðssyni þjálfara Aþenu í gær um framtíð félagsins. Rekstarsamningur borgarinnar og félagsins rann út á dögunum og verður að öllum líkindum ekki endurnýjaður í sömu mynd. Brynjar ræddi við fréttastofu í gær og sagðist engar skýringar hafa fengið á því hvers vegna borgin vildi ekki endurnýja samninginn. Vilja tví- en ekki þríliða samning Fréttamaður náði ekki tali af Skúla en í skriflegu svari frá honum vegna málsins segir að á fundinum hafi hann lagt fram hugmyndir að lausn sem gangi út á að gerður yrði tvíhliða samningur við Aþenu og annar við Leikni í stað þess þríhliða samkomulags sem gert var 2022 og er nýlega runnið út. Hann áréttir að menningar- og íþróttaráð hafni því ekki að halda samningaviðræðum við félagið áfram. Boðað hafi verið til annars fundar á morgun. „En við viljum sjá breytingar sem tengjast meðal annars eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi félaganna, góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar,“ segir í Svörum Skúla. Hann segir mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa félaginu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Það sé gleðilegt að Aþenu hafi tekist að nærri þrefalda fjölda iðkenda á einungis þriggja ára tímabili. Leggja til ákvæði um samskipti Þá segir hann að í tillögu gærdagsins hafi falist að gerður yrði samningur við Aþenu sem tryggi þeim sambærilegan fjölda tíma og þau höfðu í fyrri samningi sem og félagsaðstöðu, ákvæði um samskipti, að fylgt yrði mannréttindastefnu borgarinnar í starfseminni, aðkomu að stefnumótun um Breiðholt og fleira. „Fyrstu viðbrögð á fundinum í gær voru ekki jákvæð en við munum halda áfram samtalinu, eigum fund aftur á morgun og vonandi finnum við ásættanlega lausn á þessu máli fyrir börnin í Breiðholti því þeirra hagur skiptir öllu máli.“ Loks áréttir hann að þríhliða samkomulag, líkt og það sem sem hefur undanfarin ár verið milli Leiknis, Aþenu og borgarinnar, sé undantekning frá meginreglunni um tvíhliða samninga og það sé líka frávik frá meginreglunni um að félag af slíkri stærðargráðu sé með samning um rekstur mannvirkis í umsjón borgarinnar. Aþena Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Leiknir Reykjavík Borgarstjórn Mannréttindi Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Sjá meira
Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar og Steinþór Einarsson sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar funduðu með Brynjari Karli Sigurðssyni þjálfara Aþenu í gær um framtíð félagsins. Rekstarsamningur borgarinnar og félagsins rann út á dögunum og verður að öllum líkindum ekki endurnýjaður í sömu mynd. Brynjar ræddi við fréttastofu í gær og sagðist engar skýringar hafa fengið á því hvers vegna borgin vildi ekki endurnýja samninginn. Vilja tví- en ekki þríliða samning Fréttamaður náði ekki tali af Skúla en í skriflegu svari frá honum vegna málsins segir að á fundinum hafi hann lagt fram hugmyndir að lausn sem gangi út á að gerður yrði tvíhliða samningur við Aþenu og annar við Leikni í stað þess þríhliða samkomulags sem gert var 2022 og er nýlega runnið út. Hann áréttir að menningar- og íþróttaráð hafni því ekki að halda samningaviðræðum við félagið áfram. Boðað hafi verið til annars fundar á morgun. „En við viljum sjá breytingar sem tengjast meðal annars eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi félaganna, góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar,“ segir í Svörum Skúla. Hann segir mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa félaginu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Það sé gleðilegt að Aþenu hafi tekist að nærri þrefalda fjölda iðkenda á einungis þriggja ára tímabili. Leggja til ákvæði um samskipti Þá segir hann að í tillögu gærdagsins hafi falist að gerður yrði samningur við Aþenu sem tryggi þeim sambærilegan fjölda tíma og þau höfðu í fyrri samningi sem og félagsaðstöðu, ákvæði um samskipti, að fylgt yrði mannréttindastefnu borgarinnar í starfseminni, aðkomu að stefnumótun um Breiðholt og fleira. „Fyrstu viðbrögð á fundinum í gær voru ekki jákvæð en við munum halda áfram samtalinu, eigum fund aftur á morgun og vonandi finnum við ásættanlega lausn á þessu máli fyrir börnin í Breiðholti því þeirra hagur skiptir öllu máli.“ Loks áréttir hann að þríhliða samkomulag, líkt og það sem sem hefur undanfarin ár verið milli Leiknis, Aþenu og borgarinnar, sé undantekning frá meginreglunni um tvíhliða samninga og það sé líka frávik frá meginreglunni um að félag af slíkri stærðargráðu sé með samning um rekstur mannvirkis í umsjón borgarinnar.
Aþena Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Leiknir Reykjavík Borgarstjórn Mannréttindi Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent