Ástin á götunni

Fréttamynd

Blikar með Namibíumann til reynslu

Nýliðar Breiðabliks í Landsbankadeildinni hafa fengið til sín varnarmann til reynslu að nafni Oliver Risser, en hann er namibískur landsliðsmaður og hefur spilað í Þýskalandi undanfarin ár. Risser mun væntanlega verða í liði Blika um helgina þegar liðið mætir KR í æfingaleik. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Sport
Fréttamynd

FH deildarbikarmeistari

Íslandsmeistarar FH urðu í kvöld deildarbikarmeistarar í knattspyrnu þegar liðið lagði Keflavík 3-2 í úrslitum í Garðabæ. FH-ingar virtust hafa gert út um leikinn í fyrri hálfleik þegar staðan var 3-0 þeim í vil, en suðurnesjaliðið náði að laga stöðuna í þeim síðari.

Sport
Fréttamynd

FH í góðri stöðu

Íslandsmeistarar FH hafa yfir 3-0 gegn Keflavík þegar flautað hefur verið til leikhlés í úrslitaleik deildarbikarsins í knattspyrnu. Mörk FH skoruðu Sigurvin Ólafsson, Freyr Bjarnason og Tryggvi Guðmundsson.

Sport
Fréttamynd

Jafntefli gegn Andorra

Íslenska U-21 árs landslið karla í knattspyrnu gerði í kvöld markalaust jafntefli við Andorra á útivelli í fyrri leik þjóðanna í Evrópukeppninni. Síðari leikurinn fer fram hér heima þann 1. júní og sigurvegarinn kemst áfram í milliriðil keppninnar.

Sport
Fréttamynd

Jónas Grani í Fram

Jónas Grani Garðarsson, leikmaður Íslandsmeistara FH, er genginn í raðir 1. deildarliðs Fram. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vefsíðunni fhingar.net í dag. Jónas Grani átti ekki fast sæti í liði Íslandsmeistaranna í fyrra, en hann gekk til liðs við Hafnfirðinga frá Völsungi á Húsavík á sínum tíma.

Sport
Fréttamynd

Slæmt gengi hjá KR

"Ég hef ekki áhyggjur af gengi okkar þrátt fyrir að vissulega geti ég ekki verið sáttur með árangur okkar til þessa. Óheppni spilar inn í þar sem við höfum verið að spila með en ekki fengið úrslitin með okkur," sagði Teitur Þórðarson, þjálfari KR við Fréttablaðið í gær en liðið tapaði í lokaleik deildabikarsins í gær fyrir 1. deildarliði Fram, 3-2.

Sport
Fréttamynd

Ísland stendur í stað

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á styrkleikalista Alþjóða Knattspyrnusambandsins sem birtur var í dag. Ísland er sem fyrr í 97. sæti listans. Brasilíumenn eru á toppi listans, Tékkar í öðru sætinu og Hollendingar í því þriðja. Athygli vekur að Bandaríkjamenn eru komnir í fjórða sætið á listanum.

Sport
Fréttamynd

Tap fyrir Hollandi

Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-1 fyrir Hollendingum í æfingaleik þjóðanna sem fram fór í Hollandi í kvöld. Heimamenn komust yfir 1-0 eftir hálftíma leik, en Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði metin fyrir íslenska liðið. Sigurmark hollenska liðsins kom svo á 58. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Jörundur tilkynnir byrjunarliðið

Landsliðsþjálfarinn Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Hollendingum ytra klukkan 18:00 í kvöld. Hollenska liðið er mjög svipað að styrkleika og það íslenska og því má búast við jöfnum og skemmtilegum leik í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Severino til Keflavíkur?

Keflvíkingar vonast til að ganga frá samningi við ástralska miðvallarleikmanninn Daniel Severino á næstu dögum. Hann heillaði Kristján Guðmundsson í æfingaferð liðsins úti á Spáni, ólíkt rúmenska varnarmanninum Nihad Kourea sem fær ekki samning hjá Suðurnesjaliðinu.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur Njarðvíkinga

Njarðvíkingar hafa náð 1-0 forystu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla eftir öruggan sigur á Skallagrími 89-70 á heimavelli sínum í Njarðvík í dag. Brenton Birmingham skoraði 14 stig fyrir Njarðvíkinga og þeir Halldór Karlsson, Egill Jónasson og Jeb Ivey skoruðu 13 stig hver. Axel Kárason var stigahæstur í liði Skallagríms með 16 stig og George Byrd skoraði aðeins 10 stig. Næsti leikur fer fram í Borgarnesi á mánudagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

Aðalstjórn KR biðst afsökunar á atburðinum

Aðalstjórn KR harmar að ekki hafi verið farið að gildum félagsins á herrakvöldi þess þann 17. mars. Aðalstjórn KR biðst afsökunar á því dómgreindarleysi sem hún telur umræddan atburð endurspegla og telur hann mjög óheppilegan fyrir það umfangsmikla og ábyrga uppeldisstarf sem fram fer hjá KR.

Innlent
Fréttamynd

Markalaust hjá Keflavík og Þór A

Fimm leikir eru á dagskrá í A-Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í dag og er tveimur þeirra lokið. Grindavík og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í Reykjaneshöll og í Fífunni gerðu Keflavík og Þór Akureyri markalaust jafntefli.

Sport
Fréttamynd

Gravesen til Fylkis

Knattspyrnulið Fylkis hefur er nú við það að ganga frá tveggja ára samningi við danska leikmanninn Peter Gravesen frá liði Herfölge í Danmörku, en Peter þessi ku vera bróðir hins eitilharða Thomas Gravesen sem leikur með Real Madrid á Spáni. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins, Fylkir.com.

Sport
Fréttamynd

Ísland í 19. sæti

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag og er sem fyrr í 19. sæti listans. Þjóðverjar halda efsta sætinu, Bandaríkjamenn eru í öðru og Norðmenn í því þriðja.

Sport
Fréttamynd

Ísland niður um eitt sæti

Alþjóða knattspyrnusambandið birti í dag nýja styrkleikalista og hefur íslenska landsliðið fallið um eitt sæti frá því listinn var síðast birtur og situr í því 97. í dag. Engar breytingar hafa orðið á uppröðun efstu þjóða á listanum, þar sem heimsmeistarar Brasilíu sitja enn sem fastast.

Sport
Fréttamynd

Hólmar snýr aftur heim

Knattspyrnumaðurinn Hómar Örn Rúnarsson, sem verið hefur á mála hjá sænska liðinu Trelleborg undanfarið, er nú á leið aftur heim til Íslands þar sem hann mun halda áfram að spila með liði sínu Keflavík. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

Sport
Fréttamynd

Keflavík sigraði KR

Keflvíkingar unnu í dag góðan 3-1 sigur á KR-ingum í deildarbikar karla í knattspyrnu. Breiðablik og Fjölnir skyldu jöfn 2-2 og Fylkir vann Grindavík 2-1.

Sport
Fréttamynd

Spilað undir nafni ÍBV/Selfoss?

Kvennalið ÍBV er í stökustu vandræðum með að finna stelpur til að spila fótbolta úti í Vestmannaeyjum. Svo gæti farið að ÍBV spili undir sameiginlegum merkjum liðsins og Selfoss undir nafninu ÍBV/Selfoss í Landsbankadeild kvenna í sumar.

Sport
Fréttamynd

Vill fara frá Þrótti til Fylkis

Markmaðurinn knái Fjalar Þorgeirsson hefur mikinn hug á því að fara frá Þrótti og til Fylkis sem vill fá hann í sínar raðir. Fjalar verur samningslaus næsta haust og hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning sem Þróttarar hafa boðið honum.

Sport
Fréttamynd

Tap fyrir Englendingum

Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld 1-0 fyrir Englendingum í vináttuleik þjóðanna á Carrow Road í Norwich. Það var Karen Carney sem skoraði sigurmark enska liðsins skömmu fyrir leikslok.

Sport
Fréttamynd

Jörundur tilkynnir byrjunarliðið gegn Englendingum

Jörundur Áki Sveinsson hefur nú tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Englendingum í vináttuleik í Norwich í kvöld. Þóra B. Helgadóttir mun þar taka við fyrirliðabandinu af systur sinni Ásthildi, sem getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Ísland tapaði fyrir Trinidad

Íslenska landsliðið í knattspyrnu reið ekki feitum hesti frá fyrsta leik sínum undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar í kvöld þegar liðið lá 2-0 fyrir Trinidad og Tobago í vináttuleik sem fram fór á Loftus Road í Lundúnum. Það var gamla hetjan Dwight Yorke sem skoraði bæði mörk Trinidad, sitt í hvorum hálfleiknum.

Sport
Fréttamynd

Tap hjá Kostic í fyrsta leik

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs tapaði illa 4-0 fyrir Skotum í fyrsta leik sínum undir stjórn Lúkasar Kostic í kvöld. Íslenska liðið fékk á sig mark strax í byrjun leiks og var undir 3-0 í hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Trinidad komið í 2-0

Dwight Yorke er búinn að skora öðru sinni fyrir Trinidad og Tobago gegn Íslendingum í æfingaleik liðanna á Loftus Road í Lundúnum. Markið kom á 54. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var á íslensku varnarmennina fyrir að bregða sóknarmanni Trinidad inni í teig í skyndisókn.

Sport
Fréttamynd

Trinidad leiðir í hálfleik

Staðan í leik Íslands og Trinidad er 1-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés í æfingaleik þjóðanna á Loftus Road í Lundúnum. Það var fyrrum leikmaður Manchester United, Dwight Yorke, sem skoraði markið eftir tíu mínútna leik. Íslenska liðið hefur alls ekki náð sér á strik í hálfleiknum og má þakka fyrir að vera aðeins einu marki undir. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Trinidad komið yfir

Framherjinn magnaði Dwight Yorke hefur komið liði Trinidad og Tobago yfir gegn Íslendingum í landsleik þjóðanna á Loftus Road í Lundúnum. Markið kom á 10. mínútu eftir að íslenska liðinu mistókst að hreinsa fyrirgjöf frá markinu og Yorke var ekki í neinum vandræðum með að hamra knöttinn efst í markhornið framhjá Árna Gauti Arasyni.

Sport
Fréttamynd

Byrjunarliðið gegn Skotum

Byrjunarlið U21 árs landsliðs karla sem mætir Skotum í kvöld hefur verið tilkynnt en þetta er fyrsti leikur liðsins undir stjórn Lúkasar Kostic. Leikurinn hefst klukkan 19.30 að íslenskum tíma og fer fram á Firhill leikvangnum í Glasgow.

Sport
Fréttamynd

Jörundur velur hópinn

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna hefur tilkynnt íslenska hópinn sem fer til Englands og mætir þar heimamönnum í vináttuleik á Carrow Road, heimavelli NOrwich þann 9. mars næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Emil og Helgi í byrjunarliði

Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Trinidad í kvöld. Þeir Emil Hallfreðsson og Helgi Valur Daníelsson fá í fyrsta sinn tækifæri í byrjunarliðinu. Leikurinn fer fram á Loftus Road í London og hefst klukkan 19:30. Sýn verður með beina útsendingu frá leiknum.

Sport