Grátlegt tap gegn Bandaríkjunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2009 15:21 Stelpurnar okkar stóðu sig vel. Stelpurnar okkar voru grátlega nálægt því að ná jafntefli gegn Ólympíumeisturunum og besta landsliði heims, Bandaríkjunum. Eftir hetjulega baráttu í 90 mínútur skoraði bandaríska liðið eina mark leiksins á lokamínútunni. Það var Natasha Kai sem skoraði markið mikilvæga. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Lokaflautið: Þýski dómarinn hefur flautað leikinn af. Íslenska liðið grátlega nálægt því að ná jafntefli gegn besta landsliði heims en hetjuleg barátta engu að síður. 90. mín: Grátlegt. Bandaríska liðið skorar á lokamínútunni. Það var varamaðurinn Natasha Kai sem skoraði mark bandaríska liðsins með glæsilegu skoti. Glæsilegt mark. Erla Steina Arnardóttir kemur inn fyrir Dóra Maríu. 89. mín: Bandaríska liðið pressar nokkuð stíft að marki Íslands. Fá aukaspyrnu en skalli bandaríska liðsins fer yfir markið. 85. mín: Skipting hjá bandaríska liðinu. Rachel Buehler kemur inn fyrir Angela Hucles. 84. mín: Rakel Hönnudóttir með annað skot Íslands í síðari hálfleik. Það siglir framhjá markinu. 80. mín: Íslenska liðið berst geysilega vel og kemst fyrir flestar skottilraunir bandaríska liðsins. Stelpurnar eru aðeins tíu mínútum frá því að ná fræknum úrslitum gegn Ólympíumeisturunum. 74. mín: Fyrsta skot Íslands að marki í síðari hálfleik. Dóra María með gott skot en bandaríski markvörðurinn slær boltann yfir. Ísland að sækja í sig veðrið og fær tvær hornspyrnur. 72. mín: Íslenska liðið lætur ekki berja sig niður og svarar fyrir sig. Erna Björk var að fá gult spjald fyrir hraustlega tæklingu. 68. mín: Hin stóra og stæðilega Natasha Kai kemur inn fyrir Amy Rodriguez. Hún er afar sterk í loftinu og verður íslenska liðið að hafa góðar gætur á henni. 66. mín: Það er sem fyrr pressa að íslenska markinu sem verst engu að síður vel. Íslenska liðið hefur ekki átt skot að marki í síðari hálfleik. 64. mín: Þriðja skiptingin hjá íslenska liðinu. Rakel Hönnudóttir kemur inn fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur. 61. mín: Bandaríkjamenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað en skallinn fer yfir markið og dæmt á bandaríska liðið. 55. mín: Bandaríska liðið heldur áfram að sækja og Ísland kemst lítt áfram. Þó enn markalaust. 50. mín: Bandaríska liðið leikur með vindinn í bakið í síðari hálfleik og byrjar síðari hálfleikinn betur. Guðbjörg Gunnarsdóttir er hins vegar vel á tánum í markinu og grípur vel inn í. 46. mín: Bandaríska liðið gerir tvær breytingar. Angiw Woznuk og Tina DiMartino fara af velli og inn koma Heather O´Reilly og Lindsay Tarpley. Tölfræðin: Bandaríska liðið hefur átt 5 skot að marki en Ísland 3. Eitt skot frá hvoru liði hefur hitt markið. Bandaríkin hafa fengið 3 horn en Ísland 2. Íslensku stelpurnar hafa tvisvar verið flaggaðar rangstæðar en þær bandarísku einu sinni. Bandaríkin hafa fengið eina spjald leiksins en það fékk Boxx fyrir að tækla Söru Björk í ökklann. Hálfleikur: Markalaust í leikhléi og íslensku stelpurnar átt í fullu tréi við bandarísku stelpurnar. Þær bandarísku eru harðar í horn að taka og Sara Björk varð rétt eins og Sif að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir hraustlega tæklingu frá Shannon Boxx. Katrín Ómarsdóttir kemur á vettvang fyrir Söru. 42. mín: Bandarísku stúlkurnar eru að tækla okkar stúlkur hressilega. Nú þurfti að huga að Söru Björk Gunnarsdóttur eftir harða tæklingu. Enn markalaust. 38. mín: Sif Atladóttir þarf að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Blikastúlkan Erna Björk Sigurðardóttir kemur í hennar stað. 30. mín: Búið að vera jafnt. Bandaríkjamenn sótt aðeins meira en Ísland yfir í leiknum. Leikurinn í járnum. Bandaríkjamenn áttu ágætt skot að marki en Guðbjörg varði vel. Engin opin færi. 10. mín: Aðstæður á vellinum eru ágætar. Það er reyndar nokkuð hvasst og dimmt yfir. Þó hlýtt. Byrjunarlið Íslands: Guðbjörg Gunnarsdóttir - Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir - Dóra María Lárusdóttir, Edda Garðarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir - Margrét Lára Viðarsdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Stelpurnar okkar voru grátlega nálægt því að ná jafntefli gegn Ólympíumeisturunum og besta landsliði heims, Bandaríkjunum. Eftir hetjulega baráttu í 90 mínútur skoraði bandaríska liðið eina mark leiksins á lokamínútunni. Það var Natasha Kai sem skoraði markið mikilvæga. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Lokaflautið: Þýski dómarinn hefur flautað leikinn af. Íslenska liðið grátlega nálægt því að ná jafntefli gegn besta landsliði heims en hetjuleg barátta engu að síður. 90. mín: Grátlegt. Bandaríska liðið skorar á lokamínútunni. Það var varamaðurinn Natasha Kai sem skoraði mark bandaríska liðsins með glæsilegu skoti. Glæsilegt mark. Erla Steina Arnardóttir kemur inn fyrir Dóra Maríu. 89. mín: Bandaríska liðið pressar nokkuð stíft að marki Íslands. Fá aukaspyrnu en skalli bandaríska liðsins fer yfir markið. 85. mín: Skipting hjá bandaríska liðinu. Rachel Buehler kemur inn fyrir Angela Hucles. 84. mín: Rakel Hönnudóttir með annað skot Íslands í síðari hálfleik. Það siglir framhjá markinu. 80. mín: Íslenska liðið berst geysilega vel og kemst fyrir flestar skottilraunir bandaríska liðsins. Stelpurnar eru aðeins tíu mínútum frá því að ná fræknum úrslitum gegn Ólympíumeisturunum. 74. mín: Fyrsta skot Íslands að marki í síðari hálfleik. Dóra María með gott skot en bandaríski markvörðurinn slær boltann yfir. Ísland að sækja í sig veðrið og fær tvær hornspyrnur. 72. mín: Íslenska liðið lætur ekki berja sig niður og svarar fyrir sig. Erna Björk var að fá gult spjald fyrir hraustlega tæklingu. 68. mín: Hin stóra og stæðilega Natasha Kai kemur inn fyrir Amy Rodriguez. Hún er afar sterk í loftinu og verður íslenska liðið að hafa góðar gætur á henni. 66. mín: Það er sem fyrr pressa að íslenska markinu sem verst engu að síður vel. Íslenska liðið hefur ekki átt skot að marki í síðari hálfleik. 64. mín: Þriðja skiptingin hjá íslenska liðinu. Rakel Hönnudóttir kemur inn fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur. 61. mín: Bandaríkjamenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað en skallinn fer yfir markið og dæmt á bandaríska liðið. 55. mín: Bandaríska liðið heldur áfram að sækja og Ísland kemst lítt áfram. Þó enn markalaust. 50. mín: Bandaríska liðið leikur með vindinn í bakið í síðari hálfleik og byrjar síðari hálfleikinn betur. Guðbjörg Gunnarsdóttir er hins vegar vel á tánum í markinu og grípur vel inn í. 46. mín: Bandaríska liðið gerir tvær breytingar. Angiw Woznuk og Tina DiMartino fara af velli og inn koma Heather O´Reilly og Lindsay Tarpley. Tölfræðin: Bandaríska liðið hefur átt 5 skot að marki en Ísland 3. Eitt skot frá hvoru liði hefur hitt markið. Bandaríkin hafa fengið 3 horn en Ísland 2. Íslensku stelpurnar hafa tvisvar verið flaggaðar rangstæðar en þær bandarísku einu sinni. Bandaríkin hafa fengið eina spjald leiksins en það fékk Boxx fyrir að tækla Söru Björk í ökklann. Hálfleikur: Markalaust í leikhléi og íslensku stelpurnar átt í fullu tréi við bandarísku stelpurnar. Þær bandarísku eru harðar í horn að taka og Sara Björk varð rétt eins og Sif að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir hraustlega tæklingu frá Shannon Boxx. Katrín Ómarsdóttir kemur á vettvang fyrir Söru. 42. mín: Bandarísku stúlkurnar eru að tækla okkar stúlkur hressilega. Nú þurfti að huga að Söru Björk Gunnarsdóttur eftir harða tæklingu. Enn markalaust. 38. mín: Sif Atladóttir þarf að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Blikastúlkan Erna Björk Sigurðardóttir kemur í hennar stað. 30. mín: Búið að vera jafnt. Bandaríkjamenn sótt aðeins meira en Ísland yfir í leiknum. Leikurinn í járnum. Bandaríkjamenn áttu ágætt skot að marki en Guðbjörg varði vel. Engin opin færi. 10. mín: Aðstæður á vellinum eru ágætar. Það er reyndar nokkuð hvasst og dimmt yfir. Þó hlýtt. Byrjunarlið Íslands: Guðbjörg Gunnarsdóttir - Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir - Dóra María Lárusdóttir, Edda Garðarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir - Margrét Lára Viðarsdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira