Eins og Vísir greindi frá í gær þá hefur framboð Þórðar Guðjónssonar knattspyrnumanns vakið heimsathygli.
Reuters-fréttastofan var með viðtal við Þórð, þýskir miðlar greindu frá málinu sem og BBC-fréttastofan í Bretlandi.
Bretar virðist hafa mikinn áhuga á Þórði því fréttin um hann á vef BBC var sú næstmest lesna á íþróttahluta vefsins í gær.
Alls lásu tæplega 119 þúsund manns fréttina um Þórð en aðeins frétt um greiðslustöðvun Darlington var meira lesin.