Ástin á götunni

Fréttamynd

Selfoss skrefi nær Pepsi-deildinni

Hjörtur Hjartarson skoraði tvö mörk fyrir topplið Selfoss sem styrkti stöðu sína á toppi 1. deildar karla í kvöld. Liðið lagði Leikni í hörkuleik á Selfossi, 3-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Þóra á að vera í markinu á EM

Það styttist óðum í Evrópumótið í Finnlandi og íslenska kvennalandsliðið er nú komið saman fyrir lokaundirbúning sinn. Ein stærsta ákvörðunin sem bíður Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar er að velja á milli tveggja frábærra markvarða liðsins en Þóra Björk Helgadóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa aldrei verið í betra formi og hafa báðar farið á kostum með liðum sínum í Noregi og Svíþjóð.

Sport
Fréttamynd

Gunnleifur: Ekki leiðinlegt að syngja Rabbabara-Rúnu í klefanum á ný

Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði HK og markvörður íslenska landsliðsins, átti mikinn þátt í 2-1 sigri liðsins á toppliði Selfoss fyrir austan fjall í gær. Gunnleifur varði meðal annars vítaspyrnu frá markahæsta leikmanni deildarinnar og kom síðan í veg fyrir að Selfyssingar næðu í stig með frábærri markvörslu í uppbótartíma.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimildarmyndin Stelpurnar okkar frumsýnd í næstu viku

Heimildarmynd um íslenska kvennalandsliðið og leið þess inn á Evrópumótið í Finnlandi verður frumsýnd í Háskólabíói í næstu viku en síðustu tvö ár hafa þær Þóra Tómasdóttir og Hrafnhildur Gunnarsdóttir, fylgt íslenska kvennalandsliðinu eins og skugginn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Basel - KR lýst beint í KR-útvarpinu

KR-ingar mæta svissneska liðinu Basel á St. Jakob Park í seinni leik liðanna í Evrópudeild UEFA klukkan 17:30. Fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli á KR-vellinum eftir að KR hafði komist í 2-0 eftir aðeins níu mínútna leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hverjar velur Sigurður Ragnar á EM? - sextán ættu að vera öruggar

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins mun á blaðamannafundi í dag tilkynna þá 22 leikmenn sem munu leika fyrir Íslands hönd í úrslitakeppni Evrópumótsins í Finnlandi. Þessir leikmenn munu einnig taka þátt í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2011 gegn Serbíu á Laugardalsvelli, laugardaginn 15. ágúst.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gott að hafa Gumma Ben í bikarleikjum KR og Vals

Ólafur Brynjar Halldórsson heldur utan um alla tölfræði knattspyrnuliðs KR-inga og skrifar reglulega inn á heimsíðu félagsins. Ólafur bendir á það í dag á www.kr.is að það hefur reynst Val eða KR afar gott að hafa Guðmundur Benediktsson sínum meginn í innbyrðis bikarleikjum félaganna síðustu árin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Igor Pesic snýr aftur upp á Skaga

Skagamenn hafa fengið liðstyrk fyrir lokabaráttuna í 1. deild karla en eins og er liðið í miðri fallbaráttu í deildinni eftir erfiðan júlímánuð. Igor Pesic er kominn aftur til liðsins en hann lék með liðinu frá 2005 til 2006. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Óli Þórðar: Þetta var ekki víti

„Vítaspyrnudómurinn var rangur, hann var vendipunkturinn í leiknum og skipti sköpum hér í kvöld,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, þó með stóískri ró, eftir að lið hans beið lægri hlut fyrir Fram 2-0, í 8-liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu.

Íslenski boltinn