Íslenski boltinn

Höfum verið tvístrað afl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Rúnar Halldórsson.
Jón Rúnar Halldórsson. Mynd/Pjetur

FH-ingurinn Jón Rúnar Halldórsson er formaður Íslensks toppfótbolta sem er ný samtök félaga í efstu deild karla í knattspyrnu.

Tilgangurinn er að skapa félögunum sem best rekstrarskilyrði og stuðla að vexti og framgangi íslenskrar knattspyrnu í samvinnu við KSÍ og aðra.

„Við höfum verið tvístrað afl þar sem þekkingin hefur dreifst út um allt. Ég ætla að vona að menn verði varir við að það sé verið að gera eitthvað í þessum samtökum," sagði Jón Rúnar Halldórsson

„Við munum fyrst og fremst reyna að hafa meiri afskipti af því sem við teljum að snúi beint að okkur. Það eru alls konar samningar sem er verið að gera innan sambandsins.

Ég á ekki von á öðru en KSÍ-menn taki þessu vel. Þarna sjáum við fleiri leggjast á árarnar og við erum allir að reyna að fara í sömu áttina," segir Jón Rúnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×