Fjölnir tók fyrsta titil ársins 2011 Elvar Geir Magnússon skrifar 20. desember 2010 06:00 Í Futsal er notaður sérstakur bolti sem er minni í sniðum en sá sem er notaður utanhúss en er þyngri og skoppar síður. Hér er Fjölnismaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson í úrslitaleiknum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Úrslitakeppnin í Íslandsmótinu í innanhússfótbolta, Futsal, fór fram um helgina. Keppnin var haldin fyrr en undanfarin ár vegna þátttöku landsliðsins í Evrópukeppninni í janúar. Því kom upp sú sérstaka staða að meistarar fyrir árið 2011 voru krýndir á árinu 2010. Fjölnir úr Grafarvogi vann Íslandsmeistaratitilinn með því að leggja Víking Ólafsvík í úrslitaleik sem fram fór í íþróttahúsinu Álftanesi 3-2. Eftir að hafa lent undir 2-1 sneru Fjölnismenn blaðinu við í miklum spennuleik. Ólafsvíkingar voru hársbreidd frá því að jafna en þá átti liðið meðal annars skot í stöngina. Ungt lið Fjölnis stóð því uppi sem meistari en þjálfarinn Ásmundur Arnarsson segir að þetta mót sé skemmtilegt krydd í veturinn. „Við fáum engan tíma til að æfa þetta Futsal en við brjótum aðeins veturinn upp með því að spila þessa leiki. Menn eru vaxandi í þessu eftir því sem þeir spila þetta oftar. Mér finnst þetta skemmtilegt mót og um að gera að nota þennan tíma, nóvember og desember, til að hafa svona keppni," sagði Ásmundur eftir úrslitaleikinn. Mörg skemmtileg tilþrif sáust á þessu Íslandsmóti í Futsal og var aldursdreifing hjá liðunum mikil. Nokkrar gamlar kempur létu til sín taka og má þar meðal annars nefna Zoran Daníel Ljubicic sem lék með Keflavík á mótinu og Sigurstein Gíslason sem tók fram skóna og lék með Leikni. Fjölnir lagði Grundarfjörð í átta liða úrslitum á föstudag og vann sér svo inn sæti í úrslitaleiknum með því að leggja Keflavík á laugardag. „Það var mikið fjör og spenna í þessum leikjum í úrslitakeppninni og þetta er bara gaman," sagði Ásmundur. Reglurnar í Futsal eru frábrugðnar gamla innanhússboltanum en Ásmundur segir að stærsti munurinn sé sjálfur knötturinn. Notast er við sérstakan Futsal-bolta sem er minni og með aðra eiginleika en hefðbundinn bolti. „Það er erfitt að taka neglurnar sem maður tók í gamla daga. Þessi bolti býður upp á góðan samleik og menn eru að vinna fjórir á móti fjórum. Það er alveg hægt að nýta þetta í útiboltanum í rólegheitunum. Það er hægt að græða mikið á þessu, þjálfun í snertingu við boltann, varnarvinnu og samvinnu milli leikmanna," sagði Ásmundur. Það má segja að þarna hafi fyrsta meistaratitli næsta árs verið úthlutað en Fjölnismenn fá titilinn Íslandsmeistarar í Futsal 2011. Þeir fá því þátttökurétt í Evrópukeppni meistaraliða á næsta ári. „Við eigum eftir að ræða það innanbúðar hvernig við höndlum það. Við sjáum bara til, það á eftir að skoða kostnaðarhlið og annað," sagði Ásmundur. Íslenski boltinn Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
Úrslitakeppnin í Íslandsmótinu í innanhússfótbolta, Futsal, fór fram um helgina. Keppnin var haldin fyrr en undanfarin ár vegna þátttöku landsliðsins í Evrópukeppninni í janúar. Því kom upp sú sérstaka staða að meistarar fyrir árið 2011 voru krýndir á árinu 2010. Fjölnir úr Grafarvogi vann Íslandsmeistaratitilinn með því að leggja Víking Ólafsvík í úrslitaleik sem fram fór í íþróttahúsinu Álftanesi 3-2. Eftir að hafa lent undir 2-1 sneru Fjölnismenn blaðinu við í miklum spennuleik. Ólafsvíkingar voru hársbreidd frá því að jafna en þá átti liðið meðal annars skot í stöngina. Ungt lið Fjölnis stóð því uppi sem meistari en þjálfarinn Ásmundur Arnarsson segir að þetta mót sé skemmtilegt krydd í veturinn. „Við fáum engan tíma til að æfa þetta Futsal en við brjótum aðeins veturinn upp með því að spila þessa leiki. Menn eru vaxandi í þessu eftir því sem þeir spila þetta oftar. Mér finnst þetta skemmtilegt mót og um að gera að nota þennan tíma, nóvember og desember, til að hafa svona keppni," sagði Ásmundur eftir úrslitaleikinn. Mörg skemmtileg tilþrif sáust á þessu Íslandsmóti í Futsal og var aldursdreifing hjá liðunum mikil. Nokkrar gamlar kempur létu til sín taka og má þar meðal annars nefna Zoran Daníel Ljubicic sem lék með Keflavík á mótinu og Sigurstein Gíslason sem tók fram skóna og lék með Leikni. Fjölnir lagði Grundarfjörð í átta liða úrslitum á föstudag og vann sér svo inn sæti í úrslitaleiknum með því að leggja Keflavík á laugardag. „Það var mikið fjör og spenna í þessum leikjum í úrslitakeppninni og þetta er bara gaman," sagði Ásmundur. Reglurnar í Futsal eru frábrugðnar gamla innanhússboltanum en Ásmundur segir að stærsti munurinn sé sjálfur knötturinn. Notast er við sérstakan Futsal-bolta sem er minni og með aðra eiginleika en hefðbundinn bolti. „Það er erfitt að taka neglurnar sem maður tók í gamla daga. Þessi bolti býður upp á góðan samleik og menn eru að vinna fjórir á móti fjórum. Það er alveg hægt að nýta þetta í útiboltanum í rólegheitunum. Það er hægt að græða mikið á þessu, þjálfun í snertingu við boltann, varnarvinnu og samvinnu milli leikmanna," sagði Ásmundur. Það má segja að þarna hafi fyrsta meistaratitli næsta árs verið úthlutað en Fjölnismenn fá titilinn Íslandsmeistarar í Futsal 2011. Þeir fá því þátttökurétt í Evrópukeppni meistaraliða á næsta ári. „Við eigum eftir að ræða það innanbúðar hvernig við höndlum það. Við sjáum bara til, það á eftir að skoða kostnaðarhlið og annað," sagði Ásmundur.
Íslenski boltinn Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira