Fjölnir tók fyrsta titil ársins 2011 Elvar Geir Magnússon skrifar 20. desember 2010 06:00 Í Futsal er notaður sérstakur bolti sem er minni í sniðum en sá sem er notaður utanhúss en er þyngri og skoppar síður. Hér er Fjölnismaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson í úrslitaleiknum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Úrslitakeppnin í Íslandsmótinu í innanhússfótbolta, Futsal, fór fram um helgina. Keppnin var haldin fyrr en undanfarin ár vegna þátttöku landsliðsins í Evrópukeppninni í janúar. Því kom upp sú sérstaka staða að meistarar fyrir árið 2011 voru krýndir á árinu 2010. Fjölnir úr Grafarvogi vann Íslandsmeistaratitilinn með því að leggja Víking Ólafsvík í úrslitaleik sem fram fór í íþróttahúsinu Álftanesi 3-2. Eftir að hafa lent undir 2-1 sneru Fjölnismenn blaðinu við í miklum spennuleik. Ólafsvíkingar voru hársbreidd frá því að jafna en þá átti liðið meðal annars skot í stöngina. Ungt lið Fjölnis stóð því uppi sem meistari en þjálfarinn Ásmundur Arnarsson segir að þetta mót sé skemmtilegt krydd í veturinn. „Við fáum engan tíma til að æfa þetta Futsal en við brjótum aðeins veturinn upp með því að spila þessa leiki. Menn eru vaxandi í þessu eftir því sem þeir spila þetta oftar. Mér finnst þetta skemmtilegt mót og um að gera að nota þennan tíma, nóvember og desember, til að hafa svona keppni," sagði Ásmundur eftir úrslitaleikinn. Mörg skemmtileg tilþrif sáust á þessu Íslandsmóti í Futsal og var aldursdreifing hjá liðunum mikil. Nokkrar gamlar kempur létu til sín taka og má þar meðal annars nefna Zoran Daníel Ljubicic sem lék með Keflavík á mótinu og Sigurstein Gíslason sem tók fram skóna og lék með Leikni. Fjölnir lagði Grundarfjörð í átta liða úrslitum á föstudag og vann sér svo inn sæti í úrslitaleiknum með því að leggja Keflavík á laugardag. „Það var mikið fjör og spenna í þessum leikjum í úrslitakeppninni og þetta er bara gaman," sagði Ásmundur. Reglurnar í Futsal eru frábrugðnar gamla innanhússboltanum en Ásmundur segir að stærsti munurinn sé sjálfur knötturinn. Notast er við sérstakan Futsal-bolta sem er minni og með aðra eiginleika en hefðbundinn bolti. „Það er erfitt að taka neglurnar sem maður tók í gamla daga. Þessi bolti býður upp á góðan samleik og menn eru að vinna fjórir á móti fjórum. Það er alveg hægt að nýta þetta í útiboltanum í rólegheitunum. Það er hægt að græða mikið á þessu, þjálfun í snertingu við boltann, varnarvinnu og samvinnu milli leikmanna," sagði Ásmundur. Það má segja að þarna hafi fyrsta meistaratitli næsta árs verið úthlutað en Fjölnismenn fá titilinn Íslandsmeistarar í Futsal 2011. Þeir fá því þátttökurétt í Evrópukeppni meistaraliða á næsta ári. „Við eigum eftir að ræða það innanbúðar hvernig við höndlum það. Við sjáum bara til, það á eftir að skoða kostnaðarhlið og annað," sagði Ásmundur. Íslenski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Í beinni: Valur - KR | Tekst KR að auka þjáningar meistaranna? Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Úrslitakeppnin í Íslandsmótinu í innanhússfótbolta, Futsal, fór fram um helgina. Keppnin var haldin fyrr en undanfarin ár vegna þátttöku landsliðsins í Evrópukeppninni í janúar. Því kom upp sú sérstaka staða að meistarar fyrir árið 2011 voru krýndir á árinu 2010. Fjölnir úr Grafarvogi vann Íslandsmeistaratitilinn með því að leggja Víking Ólafsvík í úrslitaleik sem fram fór í íþróttahúsinu Álftanesi 3-2. Eftir að hafa lent undir 2-1 sneru Fjölnismenn blaðinu við í miklum spennuleik. Ólafsvíkingar voru hársbreidd frá því að jafna en þá átti liðið meðal annars skot í stöngina. Ungt lið Fjölnis stóð því uppi sem meistari en þjálfarinn Ásmundur Arnarsson segir að þetta mót sé skemmtilegt krydd í veturinn. „Við fáum engan tíma til að æfa þetta Futsal en við brjótum aðeins veturinn upp með því að spila þessa leiki. Menn eru vaxandi í þessu eftir því sem þeir spila þetta oftar. Mér finnst þetta skemmtilegt mót og um að gera að nota þennan tíma, nóvember og desember, til að hafa svona keppni," sagði Ásmundur eftir úrslitaleikinn. Mörg skemmtileg tilþrif sáust á þessu Íslandsmóti í Futsal og var aldursdreifing hjá liðunum mikil. Nokkrar gamlar kempur létu til sín taka og má þar meðal annars nefna Zoran Daníel Ljubicic sem lék með Keflavík á mótinu og Sigurstein Gíslason sem tók fram skóna og lék með Leikni. Fjölnir lagði Grundarfjörð í átta liða úrslitum á föstudag og vann sér svo inn sæti í úrslitaleiknum með því að leggja Keflavík á laugardag. „Það var mikið fjör og spenna í þessum leikjum í úrslitakeppninni og þetta er bara gaman," sagði Ásmundur. Reglurnar í Futsal eru frábrugðnar gamla innanhússboltanum en Ásmundur segir að stærsti munurinn sé sjálfur knötturinn. Notast er við sérstakan Futsal-bolta sem er minni og með aðra eiginleika en hefðbundinn bolti. „Það er erfitt að taka neglurnar sem maður tók í gamla daga. Þessi bolti býður upp á góðan samleik og menn eru að vinna fjórir á móti fjórum. Það er alveg hægt að nýta þetta í útiboltanum í rólegheitunum. Það er hægt að græða mikið á þessu, þjálfun í snertingu við boltann, varnarvinnu og samvinnu milli leikmanna," sagði Ásmundur. Það má segja að þarna hafi fyrsta meistaratitli næsta árs verið úthlutað en Fjölnismenn fá titilinn Íslandsmeistarar í Futsal 2011. Þeir fá því þátttökurétt í Evrópukeppni meistaraliða á næsta ári. „Við eigum eftir að ræða það innanbúðar hvernig við höndlum það. Við sjáum bara til, það á eftir að skoða kostnaðarhlið og annað," sagði Ásmundur.
Íslenski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Í beinni: Valur - KR | Tekst KR að auka þjáningar meistaranna? Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira