Fótbolti

Valur varð Reykjavíkurmeistari í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði þrennu í dag.
Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði þrennu í dag. Mynd/Anton
Valur varð í kvöld Reykjavíkurmeistari kvenna í knattspyrnu eftir sigur á HK/Víkingi, 18-0, í lokaleik mótsins.

Fram kemur á fótbolti.net í kvöld að Valur hafi þrátt fyrir þessa miklu yfirburði teflt fram varaliði í leiknum og að margir leikmenn úr yngri flokkum félagsins hafi fengið tækifæri með aðalliðinu í dag.

Elín Metta Jensen, sem er fimmtán ára, spilaði í fremstu víglínu í liðsins í kvöld og skoraði sex af átján mörkum Vals í leiknum.

Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem er fastamaður í liði Vals, skoraði þrennu.

Valur vann alla fimm leiki sína í mótinu með markatölunni 43-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×