Ástin á götunni

Fréttamynd

Tveir nýir íslenskir FIFA-dómarar staðfestir

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2010. Þorvaldur Árnason og Þóroddur Hjaltalín eru báðir orðnir FIFA-dómarar í fyrsta sinn og þá er Andri Vigfússon fyrstur íslenskra Futsal dómara á alþjóðlegan lista.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stelpurnar okkar fengu háttvísiverðlaun fyrir EM í Finnlandi

Íslenska kvennalandsliðið fékk háttvísiverðlaunin á EM í Finnlandi í sumar. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari veitir verðlaununum viðtöku í Nyon í Sviss í dag í tengslum við ráðstefnu fyrir landsliðsþjálfara A landsliða kvenna í Evrópu og fræðslustjóra aðildarlanda UEFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísland niður um fimm sæti á styrkleikalista FIFA

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu datt niður um fimm sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem var gefinn út í morgun. Ísland er í 92. sæti en var í 87. sæti þegar listinn var gefinn út síðast. Spánverjar endurheimtu toppsæti listans en þar voru Brasilíumenn síðast.

Fótbolti
Fréttamynd

Selfyssingar unnu gamla þjálfarann í gær

Selfoss vann 2-0 sigur á Val í æfingaleik í Egilshöllinni en þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Guðmundar Benediktssonar og jafnframt fyrsti leikurinn á móti Gunnlaugi Jónssyni síðan að hann yfirgaf þjálfarastöðu liðsins til þess að fara að þjálfa Valsliðið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lélegt jafntefli í Lúxemborg

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta náði aðeins jafntefli, 1-1, gegn arfaslöku liði Lúxemborgar en liðin mættust ytra í dag. Garðar Jóhannsson skoraði mark Íslands í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hörður: Ég er sleginn yfir ummælum Eiðs Smára

„Ég er steinhissa í raun og veru að hann skuli tjá sig með þessum hætti. Ég er svolítið sleginn yfir þessu," sagði Hörður Magnússon íþróttafréttamaður við útvarpsþáttinn fótbolti.net á X-inu 977 áðan en Eiður lætur Hörð heyra það í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Má lesa það viðtal hér á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Eyjólfur: Strákarnir mættu einbeittir til leiks

„Við áttum frábær upphlaup og nokkra góða leikkafla og í heildina litið var þetta mjög gott. Við byrjuðum leikinn mjög vel og ég var mjög ánægður hvað strákarnir mættu einbeittir til leiks og tóku leikinn strax í sýnar hendur.

Fótbolti
Fréttamynd

Öruggur sigur hjá U-21 árs landsliði Íslands

Strákarnir í U-21 árs landsliði Íslands í fótbolta unnu í kvöld 0-6 sigur gegn San Marinó í undankeppni EM 2011 en leikið var ytra. Þetta var fjórði sigur íslensku strákanna í fimm leikjum í undankeppninni og liðið skaust á topp riðilsins með sigrinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Landsliðshópar fyrir Íran og Lúxemborg klárir

Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson hefur tilkynnt tvo landsliðshópa fyrir vináttulandsleikina gegn Íran og Lúxemborg. Fyrri leikurinn gegn Íran fer fram í Teheran þriðjudaginn 10. nóvember en seinni leikurinn við Lúxemborg fer fram 14. nóvember í Lúxemborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Góðgerðarleikur í Kórnum á milli HR og HÍ

Úrvalslið Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands mætast í góðgerðarleik í fótbolta í Kórnum á laugardag kl. 17. Bæði liðin eru skipuð leikmönnum úr liðum í Pepsi-deild karla en Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, stýrir liði HR og Magnús Gylfason stýrir liði HÍ.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sanngjarn sigur Frakka

Frakkland lagði Ísland, 2-0, í undankeppni HM í dag en leikið var í Frakklandi. Þetta var annar af úrslitaleikjum riðilsins, enda Ísland og Frakkland langsterkust, og ljóst að íslenska liðið þarf að klára þá leiki sem eftir eru og leggja Frakka heima ætli það sér að vinna riðilinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Soffía Arnþrúður kölluð inn í landsliðshópinn

Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur ákveðið að bæta Soffíu Arnþrúði Gunnarsdóttur úr Stjörnunni inn í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Frakklandi á morgun og Norður-Írlandi á miðvikudag í undankeppni HM 2011.

Sport