Ástin á götunni

Fréttamynd

Logi: Góður stígandi í liðinu

Logi Ólafsson var ánægður með sína menn í KR eftir 1-0 sigur á ÍBV í 32-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í Vestmannaeyjum í kvöld. Kjartan Henry Finnbogason skoraði eina mark leiksins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðlaugur: Þurfti að dreifa álaginu

Guðlaugur Baldursson var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld og sýndi varamönnum liðsins mikið traust þegar hann gerði sjö breytingar á byrjunarliði ÍR í kvöld. Liðið tapaði þó fyrir Fram, 2-1, í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Sanngjarn sigur Fram

Framarar áttu ekki í miklum erfiðleikum með ÍR í 32-liða úrslitum Visa-bikarsins í kvöld en unnu þó nauman sigur 2-1, en þau úrslit gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stöð 2 Sport og KSÍ undirrita viðamikinn samstarfssamning

Stöð 2 og KSÍ hafa gert með sér samkomulag um samstarf sem m.a. er ætlað að stórauka stuðning og umfjöllun um fóboltaiðkun æskunnar. Í samningnum felst m.a. að Stöð 2 Sport skuldbindur sig til a.m.k. 35 beinna útsendinga frá leikjum í Pepsi-deild karla, 5 leikja í Visa-bikarkeppni karla, útsendinga frá útileikjum A – landsliðs karla og vináttulandsleikjum þess á Íslandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lárus Orri hættur hjá Þór

Lárus Orri Sigurðsson er hættur sem þjálfari 1. deildarliðs Þórs á Akureyri í kjölfar deilna við aðalstjórn félagsins. Þetta kom fram á Fótbolta.net í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur: Ekki fallegasti leikurinn

„Við vorum miklu betri en þeir og 4-0 eru fín úrslit,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir sigurinn örugga á Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli um helgina.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Þolinmæðissigur á leiðinlegasta liði Evrópu

Sigur Íslands á Andorra í dag var öruggur og aldrei í hættu. Andorra er líklega með eitt allra leiðinlegasta landslið sem undirritaður hefur séð spila á Laugardalsvelli, en strákarnir pirruðu sig ekki á því og kláruðu verkefnið vel. 4-0 sigur niðurstaðan.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsti sigur Fjölnismanna og Leiknir vann ÍA

Fjölnismenn unnu sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í sumar í kvöld þegar þeir skelltu Þrótturum í uppgjöri liðanna sem féllu úr Pepsideildinni síðasta haust. Leiknismenn unnu á sama tíma mikinn karaktersigur á Skagamönnum eftir að hafa verið manni færri í 70 mínútur en ÍR heldur toppsætinu eftir markalaust jafntefli við HK.

Íslenski boltinn