Ólafur: Styttist í kynslóðaskipti hjá markvörðum landsliðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2011 16:49 Ólafur Jóhannesson Mynd/Stefán Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands valdi í dag landsliðshóp sinn fyrir æfingaleikinn gegn Ungverjum í næstu viku. Ólafur valdi markverðina Hannes Þór Halldórsson og Harald Björnsson í hópinn. Ólafur segir kynslóðaskipti framundan hjá markvörðum landsliðsins. Ólafur segist vera að hugsa til framíðar með vali sínu á Hannesi Þór og Haraldi. Haraldur hafi komið inn í hópinn fyrir leikinn gegn Kýpur ytra. Þá hafi Hannes Þór verið í hópnum þegar hann var á mála hjá Fram. „Já, það var kannski hugsunin á bakvið það. Þessir tveir hafa staðið sig einna best af þeim sem við eigum í sumar. Það er ekki langt í að það verði kynslóðaskipti á markvörðum. Þannig að mér fannst upplagt að velja þá að minnsta kosti núna. Þeir fá nasaþefin af því hvernig þetta er.“ Ólafur vill ekkert gefa upp hvort valið nú gefi til kynna hvaða markverðir verði fyrir valinu fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur. „Ég útiloka alls ekki Gunnleif. Hann er frábær markvörður en ég ákvað að taka þessa tvo með mér fyrir þennan leik.“ Ólafur segist hafa átt langt spjall við Grétar Rafn Steinsson sem gefi ekki kost á sér að þessu sinni vegna persónulegra ástæðna. Þá hafi Ragnar Sigurðsson ekki verið valinn að þessu sinni. Ragnar dró sig út úr landsliðshópnum gegn Dönum í júní vegna þess að hann stóð í flutningum erlendis. Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi OB Odense í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær vegna meiðsla. Gylfi Þór Sigurðsson hefur einnig glímt við meiðsli. Ólafur reiknar með því að þeir verði klárir gegn Ungverjum. „Rúrik er búinn að vera í smámeiðslum og spilaði reyndar ekki í Evrópukeppninni í gær. Hann verður hugsanlega með á laugardaginn (í dönsku deildinni með OB) og ætti að vera tilbúinn í leikinn. Sama er með Gylfa. Hann er á undirbúningstímabilinu. Menn eru að æfa mikið og þá koma oft upp smámeiðsli hér og þar. En það er ekki alvarlegt,“ segir Ólafur. Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Ingi Skúlason fengu áminningu í leiknum gegn Dönum í júní. Þeir eru því í banni í leiknum gegn Noregi ytra 2. september. „Ég tók þá ákvörðun að velja þá ekki í þann leik enda þessi leikur hugsaður sem undirbúningur fyrir Noregsleikinn. Ég talaði við þá báða og sagði þeim að ég myndi sleppa þeim í þessum leik,“ sagði Ólafur. Ungverjar sitja í 47. sæti heimslistans en Íslendingar í 121. sæti. Það má því reikna með erfiðum leik í Búdapest. „Ég held að næstum því allar þjóðir sem við höfum spilað við hafa verið hærra skrifaðar en við. Þetta er náttúrulega kærkomið tækifæri fyrir okkur að undirbúa okkur og hittast aðeins áður en við spilum leikina við Noreg og Kýpur.“ Ólafur segist ekkert vera farinn að hugsa um næstu undankeppni og hvort hann haldi áfram sem landsliðsþjálfari. „Nei, ég er bara að hugsa um að klára þetta í september. Síðan koma hlutirnir í ljós,“ sagði Ólafur. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gunnleifur dottinn úr landsliðinu - Guðmundur Reynir valinn Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands sem mætir Ungverjum í vináttuleik ytra miðvikudaginn 10. ágúst. Tveir nýliðar eru í hópnum. Markverðirnir Haraldur Björnsson og Hannes Þór Halldórsson. 3. ágúst 2011 16:00 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands valdi í dag landsliðshóp sinn fyrir æfingaleikinn gegn Ungverjum í næstu viku. Ólafur valdi markverðina Hannes Þór Halldórsson og Harald Björnsson í hópinn. Ólafur segir kynslóðaskipti framundan hjá markvörðum landsliðsins. Ólafur segist vera að hugsa til framíðar með vali sínu á Hannesi Þór og Haraldi. Haraldur hafi komið inn í hópinn fyrir leikinn gegn Kýpur ytra. Þá hafi Hannes Þór verið í hópnum þegar hann var á mála hjá Fram. „Já, það var kannski hugsunin á bakvið það. Þessir tveir hafa staðið sig einna best af þeim sem við eigum í sumar. Það er ekki langt í að það verði kynslóðaskipti á markvörðum. Þannig að mér fannst upplagt að velja þá að minnsta kosti núna. Þeir fá nasaþefin af því hvernig þetta er.“ Ólafur vill ekkert gefa upp hvort valið nú gefi til kynna hvaða markverðir verði fyrir valinu fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur. „Ég útiloka alls ekki Gunnleif. Hann er frábær markvörður en ég ákvað að taka þessa tvo með mér fyrir þennan leik.“ Ólafur segist hafa átt langt spjall við Grétar Rafn Steinsson sem gefi ekki kost á sér að þessu sinni vegna persónulegra ástæðna. Þá hafi Ragnar Sigurðsson ekki verið valinn að þessu sinni. Ragnar dró sig út úr landsliðshópnum gegn Dönum í júní vegna þess að hann stóð í flutningum erlendis. Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi OB Odense í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær vegna meiðsla. Gylfi Þór Sigurðsson hefur einnig glímt við meiðsli. Ólafur reiknar með því að þeir verði klárir gegn Ungverjum. „Rúrik er búinn að vera í smámeiðslum og spilaði reyndar ekki í Evrópukeppninni í gær. Hann verður hugsanlega með á laugardaginn (í dönsku deildinni með OB) og ætti að vera tilbúinn í leikinn. Sama er með Gylfa. Hann er á undirbúningstímabilinu. Menn eru að æfa mikið og þá koma oft upp smámeiðsli hér og þar. En það er ekki alvarlegt,“ segir Ólafur. Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Ingi Skúlason fengu áminningu í leiknum gegn Dönum í júní. Þeir eru því í banni í leiknum gegn Noregi ytra 2. september. „Ég tók þá ákvörðun að velja þá ekki í þann leik enda þessi leikur hugsaður sem undirbúningur fyrir Noregsleikinn. Ég talaði við þá báða og sagði þeim að ég myndi sleppa þeim í þessum leik,“ sagði Ólafur. Ungverjar sitja í 47. sæti heimslistans en Íslendingar í 121. sæti. Það má því reikna með erfiðum leik í Búdapest. „Ég held að næstum því allar þjóðir sem við höfum spilað við hafa verið hærra skrifaðar en við. Þetta er náttúrulega kærkomið tækifæri fyrir okkur að undirbúa okkur og hittast aðeins áður en við spilum leikina við Noreg og Kýpur.“ Ólafur segist ekkert vera farinn að hugsa um næstu undankeppni og hvort hann haldi áfram sem landsliðsþjálfari. „Nei, ég er bara að hugsa um að klára þetta í september. Síðan koma hlutirnir í ljós,“ sagði Ólafur.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gunnleifur dottinn úr landsliðinu - Guðmundur Reynir valinn Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands sem mætir Ungverjum í vináttuleik ytra miðvikudaginn 10. ágúst. Tveir nýliðar eru í hópnum. Markverðirnir Haraldur Björnsson og Hannes Þór Halldórsson. 3. ágúst 2011 16:00 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira
Gunnleifur dottinn úr landsliðinu - Guðmundur Reynir valinn Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands sem mætir Ungverjum í vináttuleik ytra miðvikudaginn 10. ágúst. Tveir nýliðar eru í hópnum. Markverðirnir Haraldur Björnsson og Hannes Þór Halldórsson. 3. ágúst 2011 16:00