Íslenski boltinn

Stórt tap hjá stelpunum í bronsleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska 17 ára landsliðið.
Íslenska 17 ára landsliðið. Mynd/Íris Björk Eysteinsdóttir.
Íslenska 17 ára landslið kvenna í fótbolta endaði í fjórða sæti á Evrópumótinu eftir 2-8 stórtap á móti Þýskalandi í leiknum um þriðja sætið í Nyon í Sviss í dag. Telma Þrastardóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Þýska liðið, sem tapaði óvænt í undanúrslitunum á móti Frakklandi, var með algjöra yfirburði í leiknum og var komið í 5-0 í hálfleik. Annabel Jäger og Lina Magull skoruðu báðar tvennu í fyrri hálfleiknum og Sara Däbritz skoraði fimmta markið.

Þýskalandi komst í 6-0 með marki Magull úr vítaspyrnu en Telma Þrastardóttir minnkaði muninn mínútu síðar. Jäger bætti síðan við marki og náði þrennunni eins og Magull. Fyrirliðinn Melanie Leupolz skoraði síðan áttunda markið áður en varamaðurinn Aldís Kara Lúðvíksdóttir náði að laga stöðuna á lokamínútunnni. Lokatölur urðu því 2-8 fyrir þær þýsku.

Íslenska liðið var greinilega nokkrum númerum of lítið fyrir úrslitakeppnina þrátt fyrir að hafa unnið alla sex leiki sína á leiðinni í úrslitin með markatölunni 37-2. Stelpurnar töpuðu 0-4 fyrir Spáni í undanúrslitunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×