Rúnar: Förum ekki áfram í þessari keppni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júlí 2011 22:34 Rúnar Kristinsson þjálfari KR var skiljanlega svekktur eftir 4-1 tap á heimavelli gegn Dinamo Tbilisi í undankeppni Evrópudeildar í kvöld. KR-ingar fengu fín færi í leiknum sem nýttust ekki. „Já, þetta er að mínu mati alltof stórt tap. Þeir refsa grimmilega, fóru hratt fram á okkur og skoruðu fín mörk. Miðað við færin sem við fengum í þessum leik eru úrslitin ekki að gefa rétta mynd af leiknum," sagði Rúnar. KR-ingar fjölmenntu nokkrum sinnum á síðasta þriðjung vallarins en fengu hraðar skyndisóknir í bakið sem erfitt var að verjast. Menn voru seinir tilbaka og það kostaði mörk. „Já, sérstaklega í fyrsta markinu. Þar fannst okkur leikmaðurinn spila boltanum tilbaka á markmanninn. Dómarinn dæmdi ekkert og leikmennirnir voru óánægðir með það og voru að svekkja sig. Á sama tíma grýtti markvörðurinn boltanum fram og lenda fjórir á þrjá og jafna leikinn. Það var vendipunktur í þessu. Svo fannst mér við falla og langt tilbaka. Við ætluðum að setja meiri pressu á varnarmennina þeirra því þeim gekk illa að spila boltanum. En frá miðsvæðinu upp í fremstu menn voru þeir flinkir og fljótir og við lentum í mesta basli með henni. Möguleikinn í síðari leiknum er lítill og Rúnar er meðvitaður um það. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum ekki að fara áfram í þessari keppni. Við viljum samt spila almennilegan leik á útivelli og vera KR til sóma. Á sama tíma þurfum við að hvíla einhverja leikmenn og gefa öðrum leikmönnum tækifæri á að spila. Leikmönnum sem þurfa leikæfingu að halda og fá möguleikann. Við munum nýta þennan leik í það," sagði Rúnar. Íslenski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson þjálfari KR var skiljanlega svekktur eftir 4-1 tap á heimavelli gegn Dinamo Tbilisi í undankeppni Evrópudeildar í kvöld. KR-ingar fengu fín færi í leiknum sem nýttust ekki. „Já, þetta er að mínu mati alltof stórt tap. Þeir refsa grimmilega, fóru hratt fram á okkur og skoruðu fín mörk. Miðað við færin sem við fengum í þessum leik eru úrslitin ekki að gefa rétta mynd af leiknum," sagði Rúnar. KR-ingar fjölmenntu nokkrum sinnum á síðasta þriðjung vallarins en fengu hraðar skyndisóknir í bakið sem erfitt var að verjast. Menn voru seinir tilbaka og það kostaði mörk. „Já, sérstaklega í fyrsta markinu. Þar fannst okkur leikmaðurinn spila boltanum tilbaka á markmanninn. Dómarinn dæmdi ekkert og leikmennirnir voru óánægðir með það og voru að svekkja sig. Á sama tíma grýtti markvörðurinn boltanum fram og lenda fjórir á þrjá og jafna leikinn. Það var vendipunktur í þessu. Svo fannst mér við falla og langt tilbaka. Við ætluðum að setja meiri pressu á varnarmennina þeirra því þeim gekk illa að spila boltanum. En frá miðsvæðinu upp í fremstu menn voru þeir flinkir og fljótir og við lentum í mesta basli með henni. Möguleikinn í síðari leiknum er lítill og Rúnar er meðvitaður um það. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum ekki að fara áfram í þessari keppni. Við viljum samt spila almennilegan leik á útivelli og vera KR til sóma. Á sama tíma þurfum við að hvíla einhverja leikmenn og gefa öðrum leikmönnum tækifæri á að spila. Leikmönnum sem þurfa leikæfingu að halda og fá möguleikann. Við munum nýta þennan leik í það," sagði Rúnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira