Ástin á götunni

Fréttamynd

Jóhann Berg: Það er kominn tími á sigur

Jóhann Berg Guðmundsson átti ekki góðan leik á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn enda ekki hans tebolli að spila nánast eingöngu varnarleik í 90 mínútur. Jóhann Berg var jákvæður fyrir leikinn við Kýpur í kvöld og er staðráðinn í að gera betur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur Jóhannesson: Íslendingur á að þjálfa íslenska landsliðið

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, vill gera sem fæstar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn á móti Kýpur á morgun en hann ræddi í dag við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann á Stöð 2. Ísland mætir Kýpur á morgun í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2012 sem er einnig síðasti leikurinn sem Ólafur stýrir á Laugardalsvellinum þar sem að hann hættir með landsliðið eftir þessa undankeppni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Engar skyndilausnir í boði

Hvorki gengur né rekur hjá íslenska knattspyrnulandsliðinu. Enn eitt tapið leit dagsins ljós á föstudaginn, í þetta sinn í Noregi þar sem heimamenn skoruðu eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka. Ísland hefur ekki unnið keppnisleik í tæp þrjú ár og aldrei verið neðar á styrkleikalista FIFA.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leiknismenn enn á lífi í 1. deildinni en HK er fallið

Leiknir vann 3-0 sigur á Fjölni í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og eiga Efri-Breiðhyltingar því ennþá möguleika á að bjarga sér frá falli. Sömu sögu er ekki hægt að segja af HK-liðinu sem tapaði 0-2 fyrir Haukum og er fallið niður í 2. deild. ÍR-ingar nánast tryggðu sér endanlega sæti í deildinni á næsta sumri með 3-1 sigri á Þrótti.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Björn Bergmann: Miklu skemmtilegra að skora sjálfur

Björn Bergmann Sigurðarson var hetja íslenska 21 árs landsliðsins í 2-1 sigri á Belgum á Vodafonevellinum í kvöld en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Björn Bergmann skoraði bæði mörkin þar af sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kominn tími á erlendan þjálfara

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Knattspyrnusamband Íslands þurfa að breyta allri umgjörð þegar kemur að íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Bjarni, sem náð hefur eftirtektarverðum árangri með Stjörnuna undanfarin ár, segir peningaskort enga fyrirstöðu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar í hópi með Laudrup, Charlton, Zidane, Beckenbauer og Dalglish

Rúnar Kristinsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari toppliðs KR, fær sérstaka viðurkenningu frá UEFA fyrir landsleik Íslands og Kýpur á Laugardalsvelli þriðjudaginn 6. september næstkomandi en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ í kvöld. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ, mun afhenda Rúnari verðlaunin fyrir hönd UEFA.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Drillo: Ótrúlegt að Ísland sé bara í 124. sæti á FIFA-listanum

Íslenska landsliðið er neðar á FIFA-listanum en þjóðir eins og Færeyjar, Grenada, Liechtenstein og St. Kitts og Nevis. Það á Egil "Drillo" Olsen, þjálfari norska landsliðsins erfitt með að skilja. Noregur og Ísland mætast á Ullevaal í Osló á föstudagskvöldið og Drillo ræddi stöðu íslenska landsliðsins í viðtali við norska Dagblaðið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðmundur og Matthías koma inn í landsliðshópinn

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur kallað tvo leikmenn til viðbótar inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Kýpur og Noregi, en þeir Matthías Vilhjálmsson, leikmaður FH, og Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Breiðabliks, koma nýir inn í hópinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hannes tekur sæti Gunnleifs í landsliðshópnum

Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, átti frábæran leik í kvöld í 2-1 sigri á Fram og eftir leikinn fékk hann þær fréttir að hann væri kominn inn í íslenska landsliðshópinn. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, meiddist á móti Stjörnunni í kvöld og varð að segja sig út úr hópnum. Þetta kom fram í markaþættinum "Íslenski boltinn" á RÚV í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Teitur Þórðarson: Eigum hörku knattspyrnumenn

Tilkynnt var á blaðamannafundi hjá Knattspyrnusambandi Íslands á fimmtudaginn að samningur við Ólaf Jóhannesson, núverandi landsliðsþjálfara, yrði ekki endurnýjaður. Teitur Þórðarson, sem þjálfaði á sínum tíma landslið Eistlands með góðum árangri, er spenntur fyrir starfinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Veigar Páll: Fátt skemmtilegra en að spila gegn Noregi

Veigar Páll Gunnarsson var valinn í íslenska landsliðið á nýjan leik fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012 byrjun september. Veigar Páll þekkir mjög vel til í Noregi, þar sem hann hefur spilað í átta ár, og hlakkar hann vitanlega mjög til að fá að mæta Norðmönnum á nýjan leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnleifur og Veigar Páll aftur inn í A-landsliðið

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Noregi og Kýpur í undankeppni EM í næstu viku. Ísland og Kýpur mætast í síðasta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2012 þriðjudaginn 6. september en fjórum dögum áður fer liðið til Noregs og mætir heimamönnum á Ullevi í Osló.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur hættir með landsliðið í haust

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan.

Íslenski boltinn