Íslenski boltinn

Króksarar gerðu grín að Chelsea

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndband sem leikmenn Tindastóls í 1. deild karla í knattspyrnu settu saman á dögunum hefur vakið verðskuldaða athygli.

Í myndbandinu láta Ingvi Hrannar Ómarsson, Edvard Börkur Óttharsson og Bjarni Smári Gíslason hella yfir sig hvítri málningu. Hvers vegna? Jú, í auglýsingu sem Chelsea gerði fyrir Adidas á dögunum gerðu Juan Mata, John Terry og Gary Cahill slíkt hið sama.

Í tilfelli Chelsea leikmannanna var málningin hins vegar blá og lagt út af því að sem Chelsea-maður væri blár allt sem þú þyrftir.

Óhætt er að segja að meiru hafi verið til kostað við gerð auglýsingu enska félagsins enda af annarri stærðargráðu. Framtak leikmanna Tindastóls er engu að síður skemmtilegt.

Auglýsing Chelsea


Auglýsing Tindastóls





Fleiri fréttir

Sjá meira


×