Enski boltinn

Kolbrún stendur við hvert orð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolbrún Bergþórsdóttir segir í viðtali við Fótbolti.net að hún sjái ekki eftir viðhorfspistli sem hún skrifaði í Morgunblaðið í dag.

Eins og lesa má um hér fyrir neðan var Kolbrún undrandi á sterkum viðbrögðum knattspyrnuáhugamanna við ákvörðun Sir Alex Ferguson að hætta störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United.

„Ég vissi að þeir yrðu alveg brjálaðir, það má ekkert segja í þessu þjóðfélagi. Reyndar ofbauð mér hvernig fullorðnir karlmenn létu í sambandi við Ferguson," sagði Kolbrún.

„Þeir voru hágrenjandi allan daginn og ræddu þetta frá níu til fimm. Það var ekki vinnufriður fyrir karlmönnum sem voru í tilfinningalegu uppnámi. Ég er orðin mjög þreytt á þessu. Þeir ættu frekar að opna bók," sagði Kolbrún sem segist hvorki vera á netinu né Facebook.

„Það var bara hringt í mig og sagt að allt væri orðið vitlaust," bætti hún við og sagðist ekki ætla að biðjast afsökunar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×