Réttir

Fréttamynd

Hefur verið með kindur í Reykja­vík í 67 ár

Þrjár konur eru fjallkóngar í smölun og réttum í Grímsnes- og Grafningshreppi enda segir ein af konunum að það smalist miklu betur þegar konur stýra leitum og réttum. Fjárbóndi í Reykjavík, sem hefur verið með kindur í höfuðborginni frá 1957 sótti sitt fé í Grafningsrétt í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Engin væll í sunn­lenskum sauðfjárbændum

Fjallkóngur Tungnamanna segir að lömbin hafa sjaldan eða aldrei komið eins falleg af afrétti eins og í ár. Réttað var í Tungnaréttum í gær þar sem fjögur þúsund fjár komu til réttanna og mörg hundruð manns mætt til að taka þátt í réttarstörfum.

Innlent
Fréttamynd

„Upp með pelana og fjörið“

Smölun er nú að ljúka eftir níu daga rekstur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Vísir var að sjálfsögðu á staðnum og náði tali af hinum knáa fjallkóngi Guðmundi Árnasyni, sem hafði reyndar takmarkaðan tíma til að spjalla við blaðamann.

Innlent
Fréttamynd

Smali slasaðist við smala­mennsku

Fyrr í dag voru björgunarsveitir í Borgarfirði kallaðar út vegna smala sem hafði hrasað við smalamennsku í Skorradal og slasast eitthvað á fæti við það.

Innlent
Fréttamynd

Skaftholtsréttum breytt í skauta­svell

Skaftholtsréttir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafa fengið tímabundið nýtt hlutverk því búið er að útbúa skautasvell í réttunum. Mikil ánægja er á meðal heimamanna, ekki síst barnanna með nýja skautasvellið þó þar séu engar kindur.

Innlent
Fréttamynd

Gamla fjárréttin í Ólafs­vík hefur verið endurhlaðin

Guðrún Tryggvadóttir í Ólafsvík lætur ekki deigan síga þegar kemur að endurhleðslu fjárréttanna á staðnum því hún hefur stýrt þar átaksverkefni við að gera réttina upp með því að endurhlaða hana úr grjóti. Guðrún hvetur bæjarbúa að taka að sér einn og einn dilk í réttinni til að sjá um þannig að sómi verði af.

Innlent
Fréttamynd

Bíómynd um Kristinn Guðnason fjallkóng með meiru

Á sama tíma og göngur og réttir standa nú yfir um allt land verður ný íslensk kvikmynd, „Konungur fjallanna“ frumsýnd annað kvöld i Bíóhúsinu á Selfossi. Myndin fjallar um Kristinn Guðnason, fjallkóng í leitum með gangnamönnum á Landmannaafrétti.

Innlent
Fréttamynd

Gleðin við völd í Hrunaréttum og ánægja með lömbin

Bændur og búalið í Hrunamannahreppi létu ekki rigningu og leiðindaveður í morgun trufla sig í réttarstörfum í Hrunarétt skammt frá Flúðum, þar sem voru um þrjú þúsund og fimm hundruð fjár. “Mikill hátíðisdagurinn í sveitinni” segir sveitarstjórinn.

Innlent
Fréttamynd

Um 300 hross í Laufskálarétt í dag

Um þrjú þúsund manns eru nú í Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði en hrossin í réttinni eru þó ekki nema um þrjú hundruð. Dagurinn endar á réttarballi í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Fimmhyrnd kind í réttunum á Stokkseyri

Eins og vera ber var íslenska fánanum flaggað á réttardaginn á Stokkseyri laugardaginn 27. ágúst, en þetta voru með fyrstu, ef ekki fyrstu fjárréttir haustsins 2022. Búnaðarfélag Stokkseyrarhrepps hins forna var stofnað 1888 en sauðfjárbúskapur hefur alltaf verið stundaður á svæðinu

Innlent
Fréttamynd

Góð og skemmtileg stemming í Hrútatungurétt

Fyrstu fjárréttir haustsins hófust í dag, meðal annars í Hrútatungurétt í Hrútafirði. Þar voru um fjögur þúsund fjár og bændur voru ánægðir með hvað lömbin komu væn og falleg af fjalli.

Innlent
Fréttamynd

Öldungurinn segir þetta bara sýnishorn af réttum

Líf og fjör var í Landréttum norðan Heklu í dag eftir erfiðar leitir á hálendinu. Barnafjölskyldur fjölmenntu en aðgangstakmarkanir vegna covid giltu aðeins um fullorðna. Myndir úr réttunum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum

Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins.

Innlent
Fréttamynd

Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman

Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur.

Innlent
Fréttamynd

Söngurinn klikkaði ekki í Tungnaréttum

Mikið var sungið í Tungnaréttum í Biskupstungum í morgun en réttirnar voru óvenjulegar fyrir þær sakir að aðeins mátta tvö hundruð manns mæta í réttirnar. Um fimm þúsund fjár voru hins vegar í réttunum.

Innlent
Fréttamynd

Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum

Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld.

Innlent