Ekkert söngvatn á fjalli eða í réttum í haust Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. ágúst 2020 13:08 Sverrir Gíslason, fjallkóngur á Miðparti á Síðumannaafrétti. Tíu menn fara með honum á fjall. Oddsteinn Örn Björnsson. Gangnamenn eru nú að gera sig klára víða um land til að fara á fjall og smala kindum sínum. Að sögn fjallkóngs Síðumannaafréttar verða sóttvarnir í hávegum hafðar á fjalli og í réttum og söngvatn verður ekki haft um hönd eins og tíðkast hefur á fjalli og í réttum. Það er á ábyrgð sveitarstjórna á hverjum staða að ábyrgjast að framkvæmd gangna og rétta fari fram samkvæmt reglum um sóttvarnir vegna kórónuveirunnar. Þá er öllum skylt, sem taka þátt í göngum og réttum að hlaða niður smitrakningarappi almannavarna í síma sína. Sverrir Gíslason, sauðfjárbóndi á bænum Kirkjubæjarklaustri 2 í Skaftárhreppi er fjallkóngur á Miðparti á Síðumannaafrétti en sá afréttur er þrískiptur. „Þetta leggst bara vel í okkur og við munum reyna að haga okkur helst hefðbundið en tökum auðvitað tillit til þessarar veiru sem er á ferðinni.“ Sverrir segir að fjallmenn verði með grímur á sér og allir með spritt í göngunum og passað verður vel upp á tveggja manna regluna. Hann segir mesta breytinguna verða í réttunum sem verða haldnar laugardaginn 5. september þar sem verða um fjögur þúsund fjár. Réttirnar heita Skaftárréttir og eru við Hunkubakka. Reiknað er með þrjú til fjögur þúsund fjár í Skaftárrétt laugardaginn 5. september þegar búið verður að smala Síðumannaafrétt.Fanney Ólöf Lárusdóttir. „Ég held að almennt muni fólk ekki koma í réttir nema að eiga þangað erindi og það má skora á fólk að koma ekki í réttir þetta árið bar til þess að koma í réttir,“ segir Sverrir. En hvernig verður með áfengispelana, munu þeir ganga á milli manna? „Það eru nú blessunarlega þannig í Skaftárrétt, ég er nú búin að koma í þessar réttir í tuttugu ár og ég man einu sinni eftir því að hafa séð áfengispela á lofti í réttunum, þannig að það er eitthvað sem við höfum ekki miklar áhyggjur af en að sjálfsögðu er það góð og gild menning víða um landiði að menn hafa söngvatn í réttum og ég held nú að allir séu búnir að stilla það af nú þegar að þessi gamli og góði gestrisni siður að gefa mönnum snafs og öðrum af pela sínum, það mun ekki verða brúkað,“ segir Sverrir Gíslason, fjallkóngur. Skaftárhreppur Landbúnaður Áfengi og tóbak Réttir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Gangnamenn eru nú að gera sig klára víða um land til að fara á fjall og smala kindum sínum. Að sögn fjallkóngs Síðumannaafréttar verða sóttvarnir í hávegum hafðar á fjalli og í réttum og söngvatn verður ekki haft um hönd eins og tíðkast hefur á fjalli og í réttum. Það er á ábyrgð sveitarstjórna á hverjum staða að ábyrgjast að framkvæmd gangna og rétta fari fram samkvæmt reglum um sóttvarnir vegna kórónuveirunnar. Þá er öllum skylt, sem taka þátt í göngum og réttum að hlaða niður smitrakningarappi almannavarna í síma sína. Sverrir Gíslason, sauðfjárbóndi á bænum Kirkjubæjarklaustri 2 í Skaftárhreppi er fjallkóngur á Miðparti á Síðumannaafrétti en sá afréttur er þrískiptur. „Þetta leggst bara vel í okkur og við munum reyna að haga okkur helst hefðbundið en tökum auðvitað tillit til þessarar veiru sem er á ferðinni.“ Sverrir segir að fjallmenn verði með grímur á sér og allir með spritt í göngunum og passað verður vel upp á tveggja manna regluna. Hann segir mesta breytinguna verða í réttunum sem verða haldnar laugardaginn 5. september þar sem verða um fjögur þúsund fjár. Réttirnar heita Skaftárréttir og eru við Hunkubakka. Reiknað er með þrjú til fjögur þúsund fjár í Skaftárrétt laugardaginn 5. september þegar búið verður að smala Síðumannaafrétt.Fanney Ólöf Lárusdóttir. „Ég held að almennt muni fólk ekki koma í réttir nema að eiga þangað erindi og það má skora á fólk að koma ekki í réttir þetta árið bar til þess að koma í réttir,“ segir Sverrir. En hvernig verður með áfengispelana, munu þeir ganga á milli manna? „Það eru nú blessunarlega þannig í Skaftárrétt, ég er nú búin að koma í þessar réttir í tuttugu ár og ég man einu sinni eftir því að hafa séð áfengispela á lofti í réttunum, þannig að það er eitthvað sem við höfum ekki miklar áhyggjur af en að sjálfsögðu er það góð og gild menning víða um landiði að menn hafa söngvatn í réttum og ég held nú að allir séu búnir að stilla það af nú þegar að þessi gamli og góði gestrisni siður að gefa mönnum snafs og öðrum af pela sínum, það mun ekki verða brúkað,“ segir Sverrir Gíslason, fjallkóngur.
Skaftárhreppur Landbúnaður Áfengi og tóbak Réttir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira