Ekkert söngvatn á fjalli eða í réttum í haust Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. ágúst 2020 13:08 Sverrir Gíslason, fjallkóngur á Miðparti á Síðumannaafrétti. Tíu menn fara með honum á fjall. Oddsteinn Örn Björnsson. Gangnamenn eru nú að gera sig klára víða um land til að fara á fjall og smala kindum sínum. Að sögn fjallkóngs Síðumannaafréttar verða sóttvarnir í hávegum hafðar á fjalli og í réttum og söngvatn verður ekki haft um hönd eins og tíðkast hefur á fjalli og í réttum. Það er á ábyrgð sveitarstjórna á hverjum staða að ábyrgjast að framkvæmd gangna og rétta fari fram samkvæmt reglum um sóttvarnir vegna kórónuveirunnar. Þá er öllum skylt, sem taka þátt í göngum og réttum að hlaða niður smitrakningarappi almannavarna í síma sína. Sverrir Gíslason, sauðfjárbóndi á bænum Kirkjubæjarklaustri 2 í Skaftárhreppi er fjallkóngur á Miðparti á Síðumannaafrétti en sá afréttur er þrískiptur. „Þetta leggst bara vel í okkur og við munum reyna að haga okkur helst hefðbundið en tökum auðvitað tillit til þessarar veiru sem er á ferðinni.“ Sverrir segir að fjallmenn verði með grímur á sér og allir með spritt í göngunum og passað verður vel upp á tveggja manna regluna. Hann segir mesta breytinguna verða í réttunum sem verða haldnar laugardaginn 5. september þar sem verða um fjögur þúsund fjár. Réttirnar heita Skaftárréttir og eru við Hunkubakka. Reiknað er með þrjú til fjögur þúsund fjár í Skaftárrétt laugardaginn 5. september þegar búið verður að smala Síðumannaafrétt.Fanney Ólöf Lárusdóttir. „Ég held að almennt muni fólk ekki koma í réttir nema að eiga þangað erindi og það má skora á fólk að koma ekki í réttir þetta árið bar til þess að koma í réttir,“ segir Sverrir. En hvernig verður með áfengispelana, munu þeir ganga á milli manna? „Það eru nú blessunarlega þannig í Skaftárrétt, ég er nú búin að koma í þessar réttir í tuttugu ár og ég man einu sinni eftir því að hafa séð áfengispela á lofti í réttunum, þannig að það er eitthvað sem við höfum ekki miklar áhyggjur af en að sjálfsögðu er það góð og gild menning víða um landiði að menn hafa söngvatn í réttum og ég held nú að allir séu búnir að stilla það af nú þegar að þessi gamli og góði gestrisni siður að gefa mönnum snafs og öðrum af pela sínum, það mun ekki verða brúkað,“ segir Sverrir Gíslason, fjallkóngur. Skaftárhreppur Landbúnaður Áfengi og tóbak Réttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Gangnamenn eru nú að gera sig klára víða um land til að fara á fjall og smala kindum sínum. Að sögn fjallkóngs Síðumannaafréttar verða sóttvarnir í hávegum hafðar á fjalli og í réttum og söngvatn verður ekki haft um hönd eins og tíðkast hefur á fjalli og í réttum. Það er á ábyrgð sveitarstjórna á hverjum staða að ábyrgjast að framkvæmd gangna og rétta fari fram samkvæmt reglum um sóttvarnir vegna kórónuveirunnar. Þá er öllum skylt, sem taka þátt í göngum og réttum að hlaða niður smitrakningarappi almannavarna í síma sína. Sverrir Gíslason, sauðfjárbóndi á bænum Kirkjubæjarklaustri 2 í Skaftárhreppi er fjallkóngur á Miðparti á Síðumannaafrétti en sá afréttur er þrískiptur. „Þetta leggst bara vel í okkur og við munum reyna að haga okkur helst hefðbundið en tökum auðvitað tillit til þessarar veiru sem er á ferðinni.“ Sverrir segir að fjallmenn verði með grímur á sér og allir með spritt í göngunum og passað verður vel upp á tveggja manna regluna. Hann segir mesta breytinguna verða í réttunum sem verða haldnar laugardaginn 5. september þar sem verða um fjögur þúsund fjár. Réttirnar heita Skaftárréttir og eru við Hunkubakka. Reiknað er með þrjú til fjögur þúsund fjár í Skaftárrétt laugardaginn 5. september þegar búið verður að smala Síðumannaafrétt.Fanney Ólöf Lárusdóttir. „Ég held að almennt muni fólk ekki koma í réttir nema að eiga þangað erindi og það má skora á fólk að koma ekki í réttir þetta árið bar til þess að koma í réttir,“ segir Sverrir. En hvernig verður með áfengispelana, munu þeir ganga á milli manna? „Það eru nú blessunarlega þannig í Skaftárrétt, ég er nú búin að koma í þessar réttir í tuttugu ár og ég man einu sinni eftir því að hafa séð áfengispela á lofti í réttunum, þannig að það er eitthvað sem við höfum ekki miklar áhyggjur af en að sjálfsögðu er það góð og gild menning víða um landiði að menn hafa söngvatn í réttum og ég held nú að allir séu búnir að stilla það af nú þegar að þessi gamli og góði gestrisni siður að gefa mönnum snafs og öðrum af pela sínum, það mun ekki verða brúkað,“ segir Sverrir Gíslason, fjallkóngur.
Skaftárhreppur Landbúnaður Áfengi og tóbak Réttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira