Söngurinn klikkaði ekki í Tungnaréttum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. september 2020 19:30 Um fimm þúsund fjár voru í Tungnaréttum. Bændur voru almennt ánægðir með lömbin og hvað þau komu falleg af fjalli. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Tungmenn héldu upp á sinn þjóðhátíðardag í dag þegar Tungnaréttir fóru fram við óvenjulegar aðstæður. Aðeins máttu vera tvö hundruð manns í réttunum. Bændur klikkuðu þó ekki á söngnum enda fastur liður í réttunum að syngja mikið og lengi. Brynjar Sigurðsson á Heiði stjórnaði fjöldasöngnum en allir helstu réttaslagararnir voru teknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það var að sjálfsögðu flaggað við réttirnar í morgun enda réttardagur hátíðisdagur í hverri sveit. Allar réttir eru öðruvísi í ár vegna kórónuveirunnar en aðeins mega vera 200 manns í hverri rétt og sá Björgunarsveit Biskupstunga um það í morgun að þeirri reglu væri fylgt. Það gekk vel að draga féð í dilka og bændur voru almennt ánægðir með lömbin. Ólafur Björnsson frá Úthlíð og Guðrún Svanhvít, fjallkóngur virða fyrir sér féð í réttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þau eru bara góð, það er eitthvað af smáum lömbum en yfir heildina eru lömbin góð,“ segir Brynjar Sigurðsson bóndi á Heiði . „Já, þetta eru öðruvísi réttir núna, bara færra fólk, að öðru leyti er þetta alveg eins, alltaf hátíðisdagur í sveitinni“, segir Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu. En hefur fénu fækkað í sveitinni? „Nei, ég held að það sé nokkuð stabílt núna, það er ekki að heyra að menn séu að fækka eitthvað, bara búið að vera svipað í nokkur ár,“ bætir Guðrún við. Bændur eru þó ekki sáttir við stöðu sauðfjárræktarinnar og verðið, sem þeir fá fyrir lambakjötið. „Það er sótt að okkur úr öllum áttum, stjórnvöld hafa engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi og hafa ekki haft það í áratugi, það er komið ófremtar ástand hér, það er verið að murka úr okkur lífið smátt og smátt,“ segir Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti. Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti, sem segir að það sé smátt og smátt verið að murka lífið úr bændastéttinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Söngurinn á alltaf stóran sess í Tungnaréttum enda var sungið mikið og lengi í dag. Bræður syngja saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fjölskyldur af sveitabæjunum í Biskupstungum fjölmenntu í réttirnar,ungir sem aldnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð Landbúnaður Menning Tónlist Réttir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Tungmenn héldu upp á sinn þjóðhátíðardag í dag þegar Tungnaréttir fóru fram við óvenjulegar aðstæður. Aðeins máttu vera tvö hundruð manns í réttunum. Bændur klikkuðu þó ekki á söngnum enda fastur liður í réttunum að syngja mikið og lengi. Brynjar Sigurðsson á Heiði stjórnaði fjöldasöngnum en allir helstu réttaslagararnir voru teknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það var að sjálfsögðu flaggað við réttirnar í morgun enda réttardagur hátíðisdagur í hverri sveit. Allar réttir eru öðruvísi í ár vegna kórónuveirunnar en aðeins mega vera 200 manns í hverri rétt og sá Björgunarsveit Biskupstunga um það í morgun að þeirri reglu væri fylgt. Það gekk vel að draga féð í dilka og bændur voru almennt ánægðir með lömbin. Ólafur Björnsson frá Úthlíð og Guðrún Svanhvít, fjallkóngur virða fyrir sér féð í réttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þau eru bara góð, það er eitthvað af smáum lömbum en yfir heildina eru lömbin góð,“ segir Brynjar Sigurðsson bóndi á Heiði . „Já, þetta eru öðruvísi réttir núna, bara færra fólk, að öðru leyti er þetta alveg eins, alltaf hátíðisdagur í sveitinni“, segir Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu. En hefur fénu fækkað í sveitinni? „Nei, ég held að það sé nokkuð stabílt núna, það er ekki að heyra að menn séu að fækka eitthvað, bara búið að vera svipað í nokkur ár,“ bætir Guðrún við. Bændur eru þó ekki sáttir við stöðu sauðfjárræktarinnar og verðið, sem þeir fá fyrir lambakjötið. „Það er sótt að okkur úr öllum áttum, stjórnvöld hafa engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi og hafa ekki haft það í áratugi, það er komið ófremtar ástand hér, það er verið að murka úr okkur lífið smátt og smátt,“ segir Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti. Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti, sem segir að það sé smátt og smátt verið að murka lífið úr bændastéttinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Söngurinn á alltaf stóran sess í Tungnaréttum enda var sungið mikið og lengi í dag. Bræður syngja saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fjölskyldur af sveitabæjunum í Biskupstungum fjölmenntu í réttirnar,ungir sem aldnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Bláskógabyggð Landbúnaður Menning Tónlist Réttir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira