RAX Augnablik: „Ég óð bara út í ána í öllum fötunum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. desember 2020 07:00 Kristinn fjallkóngur á sundreið í Rangá. Í dag 6. desember á hann afmæli og er viðeigandi að birta þáttinn á þessum degi. RAX Kristinn Guðnason í Skarði hefur verið fjallkóngur í smalamennsku á Landmannaafrétti í fjörutíu ár. Ragnar Axelsson fór fyrst og myndaði fjallmennina við leitir árið 1989. „Þetta var bara eins og að vera í himnaríki. Ef himnaríki er svona þá væri bara í lagi að fara strax,“ segir RAX. Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn söguna á bak við myndina hans frægu af Kristni fjallkóngi. Aðstæðurnar á þessu augnabliki voru nefnilega ekki fullkomnar þó að myndin hafi heppnast fullkomlega. Þátturinn í heild sinni er í spilaranum hér fyrir neðan. Aldrei bölvað eins mikið „Það var ein mynd sem ég vildi ná og vildi alls ekki missa af, það var þegar þeir sundriðu Eystri Rangá. Þetta var svona líklega í síðasta skipti sem það var gert, svo kom brú og þeir þurftu ekki að reka yfir ána lengur. Þannig að þetta var eiginlega síðasti séns.“ RAX hafði ætlað að bíða í flotbúningi úti í á eftir að Kristinn og hópurinn færu þar yfir, en það plan fór út um gluggann. Ástæðan var að Árni Johnsen samstarfsfélagi hans vildi stoppa á leiðinni til að taka bensín. „Ég held að ég hafi aldrei bölvað eins mikið,“ segir RAX um augnablikið þegar þeir komu að ánni. Adrenalínið spilaði svo stórt hlutverk í atburðarásinni sem fylgdi í kjölfarið. Hægt er að hlusta á söguna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Sundreið í Rangá er um fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Sundreið í Rangá Skrautleg fyrstu kynni Myndir RAX af fjallkónginum birtust meðal annars í bókinni Fjallaland og urðu til þess að mikil aðsókn var í að fara með í smalamennsku á Landmannaafrétti. Áður hafði verið erfitt að ná saman mannskap en allt í einu var ástandið þannig að færri komust að en vildu. Myndin af Kristni fjallkóngi á sundreið í Rangá þykir einkennandi fyrir þennan merkilega mann. Í níunda þætti af RAX Augnablik sagði ljósmyndarinn frá því þegar hann hitti fjallkónginn í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að hafa sett allt í uppnám við að reyna að ná góðri mynd, var RAX fljótt fyrirgefið og er hann nú einn af hópnum. Í áratugi hefur hann slegist í för með hópnum og ljósmyndað leitirnar við allar hugsanlegar aðstæður hvort sem er í hríð, úrhelli eða um sólbjartan dag. „Þegar maður fer á fjöll með þeim þá þarf maður eiginlega að klípa sig til að athuga hvort maður sé á lífi, þetta er svo stórkostlegt líf að vera á fjöllum með þeim.“ Hægt er að horfa á þáttinn Komið af fjöllum í spilaranum hér fyrir neðan. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Ljósmyndun RAX Réttir Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Þegar hann lítur upp þá er þar stærðar ísbjörn sem starir á hann“ Þegar hinn grænlenski Kali frá var lítill drengur gaf faðir hans honum lítinn ísbjarnarhún. Þeir voru alveg óaðskiljanlegir og bestu vinir. RAX segir söguna af Kali í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 29. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: Flugu ofan í gíginn og treystu á Guð og flugvélamótorinn Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá sögunum á bak við ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Myndirnar voru teknar rétt áður en gosið kom upp. 22. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01 Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Fleiri fréttir Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Sjá meira
„Þetta var bara eins og að vera í himnaríki. Ef himnaríki er svona þá væri bara í lagi að fara strax,“ segir RAX. Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn söguna á bak við myndina hans frægu af Kristni fjallkóngi. Aðstæðurnar á þessu augnabliki voru nefnilega ekki fullkomnar þó að myndin hafi heppnast fullkomlega. Þátturinn í heild sinni er í spilaranum hér fyrir neðan. Aldrei bölvað eins mikið „Það var ein mynd sem ég vildi ná og vildi alls ekki missa af, það var þegar þeir sundriðu Eystri Rangá. Þetta var svona líklega í síðasta skipti sem það var gert, svo kom brú og þeir þurftu ekki að reka yfir ána lengur. Þannig að þetta var eiginlega síðasti séns.“ RAX hafði ætlað að bíða í flotbúningi úti í á eftir að Kristinn og hópurinn færu þar yfir, en það plan fór út um gluggann. Ástæðan var að Árni Johnsen samstarfsfélagi hans vildi stoppa á leiðinni til að taka bensín. „Ég held að ég hafi aldrei bölvað eins mikið,“ segir RAX um augnablikið þegar þeir komu að ánni. Adrenalínið spilaði svo stórt hlutverk í atburðarásinni sem fylgdi í kjölfarið. Hægt er að hlusta á söguna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Sundreið í Rangá er um fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Sundreið í Rangá Skrautleg fyrstu kynni Myndir RAX af fjallkónginum birtust meðal annars í bókinni Fjallaland og urðu til þess að mikil aðsókn var í að fara með í smalamennsku á Landmannaafrétti. Áður hafði verið erfitt að ná saman mannskap en allt í einu var ástandið þannig að færri komust að en vildu. Myndin af Kristni fjallkóngi á sundreið í Rangá þykir einkennandi fyrir þennan merkilega mann. Í níunda þætti af RAX Augnablik sagði ljósmyndarinn frá því þegar hann hitti fjallkónginn í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að hafa sett allt í uppnám við að reyna að ná góðri mynd, var RAX fljótt fyrirgefið og er hann nú einn af hópnum. Í áratugi hefur hann slegist í för með hópnum og ljósmyndað leitirnar við allar hugsanlegar aðstæður hvort sem er í hríð, úrhelli eða um sólbjartan dag. „Þegar maður fer á fjöll með þeim þá þarf maður eiginlega að klípa sig til að athuga hvort maður sé á lífi, þetta er svo stórkostlegt líf að vera á fjöllum með þeim.“ Hægt er að horfa á þáttinn Komið af fjöllum í spilaranum hér fyrir neðan. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Ljósmyndun RAX Réttir Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Þegar hann lítur upp þá er þar stærðar ísbjörn sem starir á hann“ Þegar hinn grænlenski Kali frá var lítill drengur gaf faðir hans honum lítinn ísbjarnarhún. Þeir voru alveg óaðskiljanlegir og bestu vinir. RAX segir söguna af Kali í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 29. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: Flugu ofan í gíginn og treystu á Guð og flugvélamótorinn Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá sögunum á bak við ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Myndirnar voru teknar rétt áður en gosið kom upp. 22. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01 Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Fleiri fréttir Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Sjá meira
RAX Augnablik: „Þegar hann lítur upp þá er þar stærðar ísbjörn sem starir á hann“ Þegar hinn grænlenski Kali frá var lítill drengur gaf faðir hans honum lítinn ísbjarnarhún. Þeir voru alveg óaðskiljanlegir og bestu vinir. RAX segir söguna af Kali í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 29. nóvember 2020 07:00
RAX Augnablik: Flugu ofan í gíginn og treystu á Guð og flugvélamótorinn Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá sögunum á bak við ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Myndirnar voru teknar rétt áður en gosið kom upp. 22. nóvember 2020 07:00
RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01