Engin væll í sunnlenskum sauðfjárbændum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2024 13:05 Féð koma vænt af fjalli í Tungnaréttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallkóngur Tungnamanna segir að lömbin hafa sjaldan eða aldrei komið eins falleg af afrétti eins og í ár. Réttað var í Tungnaréttum í gær þar sem fjögur þúsund fjár komu til réttanna og mörg hundruð manns mætt til að taka þátt í réttarstörfum. Eitt af aðaleinkennum Tungnarétta í Bláskógabyggð er söngurinn í réttunum eftir að búið er að draga í dilka. Þá safnast saman hópur fólks af öllum kynjum og öllum aldri til að syngja saman. Fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu, Guðrún Svandís Magnúsdóttir segir að lömbin hafi verið sérstaklega falleg í ár. Mér líst vel á lömbin, þau koma bara mjög vel af fjalli, mér líst mjög vel á þau. Ég þakka það afréttinum, sem er góður, það er bara þannig, það hefur bara farið ljómandi vel um féð í sumar,“ segir Guðrún. Og ekki vantaði fólkið í réttirnar. „Já, já, þetta eru mjög vinsælar réttir og við fögnum því að fólk hafi áhuga á sauðfé og okkar störfum.“ Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu, sem segir að réttardagur Tungnamanna hafi heppnast einstaklega vel í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju heldur þú að fólk hafi svona mikinn áhuga á íslensku sauðkindinni? „Af því að þetta er okkar þjóðararfur, það eru smalamennskur og sauðfé, hér vilja allir vera,“ segir Guðrún. Ráðherrarnir Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna mættu galvaskar í réttirnar og voru duglegir að draga fé í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segir að staða sauðfjárræktarinnar sé góð og engin vælll í bændum. „Við verðum bara að vera bjartsýn, allavega eru bændur alltaf að bæta í og kynbæta sitt fé og það sem er kannski að breytast mest og við þurfum að leggja áherslu á, við þurfum að fá meiri afurðir eftir hverja kind og við verðum bara að vona að þjóðin standi með okkur og haldi áfram að kaupa lambakjöt, ég hef enga trú á öðru en að þjóðin geri það,“ segir Guðrún Svanhvít, fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu í Bláskógabyggð. Það er alltaf sungið mikið í Tungnaréttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alltaf mikil og góð stemming í réttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Réttir Bláskógabyggð Sauðfé Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Sjá meira
Eitt af aðaleinkennum Tungnarétta í Bláskógabyggð er söngurinn í réttunum eftir að búið er að draga í dilka. Þá safnast saman hópur fólks af öllum kynjum og öllum aldri til að syngja saman. Fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu, Guðrún Svandís Magnúsdóttir segir að lömbin hafi verið sérstaklega falleg í ár. Mér líst vel á lömbin, þau koma bara mjög vel af fjalli, mér líst mjög vel á þau. Ég þakka það afréttinum, sem er góður, það er bara þannig, það hefur bara farið ljómandi vel um féð í sumar,“ segir Guðrún. Og ekki vantaði fólkið í réttirnar. „Já, já, þetta eru mjög vinsælar réttir og við fögnum því að fólk hafi áhuga á sauðfé og okkar störfum.“ Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu, sem segir að réttardagur Tungnamanna hafi heppnast einstaklega vel í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju heldur þú að fólk hafi svona mikinn áhuga á íslensku sauðkindinni? „Af því að þetta er okkar þjóðararfur, það eru smalamennskur og sauðfé, hér vilja allir vera,“ segir Guðrún. Ráðherrarnir Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna mættu galvaskar í réttirnar og voru duglegir að draga fé í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segir að staða sauðfjárræktarinnar sé góð og engin vælll í bændum. „Við verðum bara að vera bjartsýn, allavega eru bændur alltaf að bæta í og kynbæta sitt fé og það sem er kannski að breytast mest og við þurfum að leggja áherslu á, við þurfum að fá meiri afurðir eftir hverja kind og við verðum bara að vona að þjóðin standi með okkur og haldi áfram að kaupa lambakjöt, ég hef enga trú á öðru en að þjóðin geri það,“ segir Guðrún Svanhvít, fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu í Bláskógabyggð. Það er alltaf sungið mikið í Tungnaréttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alltaf mikil og góð stemming í réttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Réttir Bláskógabyggð Sauðfé Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Sjá meira