
Bruni á Bræðraborgarstíg

Grunar að brunavörnum hafi verið ábótavant
Grunur leikur á að brunavörnum í húsinu að Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létust í bruna í lok síðustu viku, hafi verið ábótavant.

Til skoðunar að breyta lögum í kjölfar brunans
Velferðarnefnd boðaði félagsmálaráðherra til fundar í dag vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu vegna aðbúnaðar erlends verkafólks sem leigi jafnvel íbúðir við óviðunandi aðstæður.

Borgarstjóri og ráðherra mæta á fund velferðarnefndar í fyrramálið ef þingstörf setja ekki strik í reikninginn
Borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru meðal þeirra sem kallaðir verða á fund velferðarnefndar vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Samhljómur er meðal nefndarmanna um að taka málið til skoðunar og meta hvort tilefni sé til lagabreytingar.

Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði
Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

„Þessi harmleikur er ekkert slys“
Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi.

Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu
Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag.

Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1
Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum.

Mótmæla slæmum aðbúnaði verkafólks hér á landi
Mótmæli fara nú fram á Austurvelli vegna slæms aðbúnaðar verkafólks hér á landi.

Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað
Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri.

Lögmaður eigandans segir ekki vitað hversu margir bjuggu í húsinu
Skúli Sveinsson, lögmaður HD Verk, segir brunavarnir hússins hafa verið í fullu samræmi við þær kröfur sem gerðar voru til hússins.

Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum
Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1.

Enginn slökkvibílanna var fullmannaður
Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum.

Engar fjöldatakmarkanir í gildi þegar kemur að skráningu lögheimilis
Nýlega tóku ný lög um lögheimili gildi og kveða þau á um að einstaklingar þurfi að vera skráðir til lögheimilis á tiltekna íbúð eða sérbýli. Margrét Hauksdóttir hjá Þjóðskrá ræddi skráningu lögheimila í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Sólveig Anna gagnrýnir Liverpool-mynd Katrínar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki við hæfi að forsætisráðherra hafi birt mynd af sér að fagna Englandsmeistaratitli Liverpool í gær þegar fólk var í lífshættu eftir bruna.

Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva
Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð.

Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu
Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum.

Hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum
„Lögreglan hefur rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi Slökkviliðs og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú á sjötta tímanum.

Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum
Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi.

Lögmaður eigandans segir brunann harmleik en gagnrýnir Eflingu harðlega
Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg sem brann í gær með þeim afleiðingum að þrír létust segir atburðinn ótrúlegan harmleik.

Bein útsending: Blaðamannafundur vegna eldsvoðans
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boða til blaðamannafundar í bílasal slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í Skógarhlíð 14 í dag klukkan 17:30.

Karlmaður leiddur fyrir héraðsdóm vegna brunans
Karlmaðurinn sem handtekinn var í gær í þágu rannsóknar á brunanum við Bræðraborgastíg var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðja tímanum í dag.

Erlent verkafólk í óboðlegu íbúðarhúsnæði
Í dag er sorgardagur, þrjár manneskjur létust í bruna á Bræðraborgarstíg þegar óíbúðarhæft húsnæði brann til grunna.

Brunagildrur vegna óhefts brasks í Reykjavík
Grímur Atlason framkvæmdastjóri telur okkur öll og yfirvöld ábyrg fyrir brunanum við Bræðraborgarstíg.

Boða til blaðamannafundar vegna brunans
Slökkvilið og lögregla hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 17:30 vegna brunans á Bræðraborgarstíg 1 í gær.

Þetta gerðist á okkar vakt
Grímur Atlason fjallar um brunann við Bræðraborgarstíg og telur ýmsa samverkandi þætti hafa valdið því að svo skelfilega fór sem fór.

Félagsmálaráðherra verði kallaður fyrir velferðarnefnd vegna aðbúnaðar erlends verkafólks
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, sendi í dag Helgu Völu Helgadóttur, formanni Velferðarnefndar, beiðni um að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra yrði kallaður fyrir nefnina til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekenda.

ASÍ vill rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans
Alþýðusamband Íslands kallar eftiri ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg. Þrír eru látnir og tveir á gjörgæslu eftir brunann í gær.

Rannsókn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafin
Rannsókn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar er hafin vegna brunans á Bræðraborgarstíg í gær sem varð þremur að bana en stofnunin rannsakar alltaf mál þegar mannskaði verður í eldsvoða.

Of hættulegt og of mikill hiti til að senda inn reykkafara
Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir enn óstaðfest hvar eldurinn hafi komið upp í húsinu við Bræðraborgarstíg 1 sem brann í gær.

Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis
Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis.