Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. júní 2020 13:14 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ber að rannsaka það þegar manntjón verður í eldsvoða. Vísir/Vilhelm Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Rannsókn stofnunarinnar geti tekið um tvo til þrjá mánuði. Forstjóri HMS hefur boðað fund með slökkviðsstjóra höfuðborgarsvæðisins og byggingarfulltrúanum í Reykjavík á morgun. Í fréttum Bylgjunnar um helgina kom fram að enginn slökkvibíll Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafi verið fullmannaður þegar útkall barst um brunann á Bræðraborgarstíg. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust, þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. Samkvæmt reglugerð á hver slökkvibíll að vera mannaður fjórum til fimm slökkviliðsmönnum. Þeir sinna þó einnig sjúkraflutningum og þegar útkallið barst voru sex sjúkrabílar að sinna neyðartilfellum. Davíð Snorrason, forstöðumaður öryggissviðs mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir slökkviliðin í landinu setja fram í brunavarnaáætlun hvernig þau ætla að standast lög og reglur. „Það getur verið að þau geti mannað vettvanginn af fleiri en einni stöð og þar af leiðandi sé komin fimm einstaklingar á staðinn innan við 10 mínútum frá útkalli, en frá tveimur stöðum,“ segir Davíð. Almennt geti það þó verið af hinu góða að slökkviliðsmenn sinni einnig sjúkraflutningum. „Almennt þá eru mikil samlegðaráhrif af því að vera að sinna þessum verkefnum saman en við munum að sjálfsögðu skoða bara í þessu tilviki og öllum sambærilegum tilfellum hvort það sé tilefni til þess að breyta eitthvað reglum,“ segir Davíð. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur hafið rannsókn vegna brunans en stofnuninni ber að rannsaka þegar mannskaði verður í eldsvoða. Rannsóknin er ekki sakamálarannsókn heldur beinist að slökkvistarfinu og aðstæðum í húsinu en er unnin í samstarfi við lögreglu og slökkvilið. Málið er einnig til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en einn maður er í gæsluvarðhaldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu í morgun að engar frekari upplýsingar liggi fyrir að svo stöddu varðandi stöðu þeirrar umfram það sem þegar hafi komið fram. „Við náttúrlega erum bara eins og ég segi á frumstigi með þessa rannsókn og skoðum þetta mjög nákvæmlega og eigum eftir að afla allra gagna um nákvæmlega hvenær hver kom á staðinn og svo framvegis,“ segir Davíð. Rannsóknin geti tekið tvo til þrjá mánuði. Segir Davíð Snorrason, forstöðumaður öryggissviðs mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hermann Jónasson, forstjóri HMS, hefur boðað slökkviliðisstjóra höfuðborgarsvæðisins og byggingafulltrúann í Reykjavík til fundar hjá á morgun til að fara yfir þau verkefni sem hafa verið í gangi er varða eftirlit með aðstæðum fólks sem býr í atvinnuhúsnæði og öðru ósamþykktu og óviðunandi húsnæði. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Rannsókn stofnunarinnar geti tekið um tvo til þrjá mánuði. Forstjóri HMS hefur boðað fund með slökkviðsstjóra höfuðborgarsvæðisins og byggingarfulltrúanum í Reykjavík á morgun. Í fréttum Bylgjunnar um helgina kom fram að enginn slökkvibíll Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafi verið fullmannaður þegar útkall barst um brunann á Bræðraborgarstíg. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust, þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. Samkvæmt reglugerð á hver slökkvibíll að vera mannaður fjórum til fimm slökkviliðsmönnum. Þeir sinna þó einnig sjúkraflutningum og þegar útkallið barst voru sex sjúkrabílar að sinna neyðartilfellum. Davíð Snorrason, forstöðumaður öryggissviðs mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir slökkviliðin í landinu setja fram í brunavarnaáætlun hvernig þau ætla að standast lög og reglur. „Það getur verið að þau geti mannað vettvanginn af fleiri en einni stöð og þar af leiðandi sé komin fimm einstaklingar á staðinn innan við 10 mínútum frá útkalli, en frá tveimur stöðum,“ segir Davíð. Almennt geti það þó verið af hinu góða að slökkviliðsmenn sinni einnig sjúkraflutningum. „Almennt þá eru mikil samlegðaráhrif af því að vera að sinna þessum verkefnum saman en við munum að sjálfsögðu skoða bara í þessu tilviki og öllum sambærilegum tilfellum hvort það sé tilefni til þess að breyta eitthvað reglum,“ segir Davíð. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur hafið rannsókn vegna brunans en stofnuninni ber að rannsaka þegar mannskaði verður í eldsvoða. Rannsóknin er ekki sakamálarannsókn heldur beinist að slökkvistarfinu og aðstæðum í húsinu en er unnin í samstarfi við lögreglu og slökkvilið. Málið er einnig til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en einn maður er í gæsluvarðhaldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu í morgun að engar frekari upplýsingar liggi fyrir að svo stöddu varðandi stöðu þeirrar umfram það sem þegar hafi komið fram. „Við náttúrlega erum bara eins og ég segi á frumstigi með þessa rannsókn og skoðum þetta mjög nákvæmlega og eigum eftir að afla allra gagna um nákvæmlega hvenær hver kom á staðinn og svo framvegis,“ segir Davíð. Rannsóknin geti tekið tvo til þrjá mánuði. Segir Davíð Snorrason, forstöðumaður öryggissviðs mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hermann Jónasson, forstjóri HMS, hefur boðað slökkviliðisstjóra höfuðborgarsvæðisins og byggingafulltrúann í Reykjavík til fundar hjá á morgun til að fara yfir þau verkefni sem hafa verið í gangi er varða eftirlit með aðstæðum fólks sem býr í atvinnuhúsnæði og öðru ósamþykktu og óviðunandi húsnæði.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira