Bruninn á Bræðraborgarstíg: Sá handtekni áfram í gæsluvarðhaldi Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2020 16:07 Maðurinn sem er grunaður um aðild að brunanum þegar hann var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg í áframhaldandi gæsluvarðhald til 10. júlí í dag. Rannsókn á brunanum er sögð miða vel áfram. Maðurinn var handtekinn í rússneska sendiráðinu við Túngötu í tengslum við brunann fimmtudaginn 25. júní. Hann var borinn út úr sendiráðinu í hand- og fótajárnum. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að gæsluvarðhald yfir manninum hafi verið framlengt í dag að kröfu hennar. Það hafi verið gert í þágu rannsóknarinnar. Lögreglan segir ekki hægt að gefa frekari upplýsingar um rannsóknina að svo stöddu. Þrír létust í brunanum í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í síðustu viku. Tveir aðrir voru á gjörgæslu eftir brunann. Komið hefur fram að brunavörnum hafi verið ábótavant í húsinu. Fleiri tugir manns voru skráðir með lögheimili í húsinu, langflestir með erlent vegabréf en íslenska kennitölu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bruni á Bræðraborgarstíg Lögreglumál Tengdar fréttir Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. 2. júlí 2020 20:00 Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 29. júní 2020 13:14 Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. 27. júní 2020 18:30 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg í áframhaldandi gæsluvarðhald til 10. júlí í dag. Rannsókn á brunanum er sögð miða vel áfram. Maðurinn var handtekinn í rússneska sendiráðinu við Túngötu í tengslum við brunann fimmtudaginn 25. júní. Hann var borinn út úr sendiráðinu í hand- og fótajárnum. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að gæsluvarðhald yfir manninum hafi verið framlengt í dag að kröfu hennar. Það hafi verið gert í þágu rannsóknarinnar. Lögreglan segir ekki hægt að gefa frekari upplýsingar um rannsóknina að svo stöddu. Þrír létust í brunanum í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í síðustu viku. Tveir aðrir voru á gjörgæslu eftir brunann. Komið hefur fram að brunavörnum hafi verið ábótavant í húsinu. Fleiri tugir manns voru skráðir með lögheimili í húsinu, langflestir með erlent vegabréf en íslenska kennitölu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bruni á Bræðraborgarstíg Lögreglumál Tengdar fréttir Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. 2. júlí 2020 20:00 Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 29. júní 2020 13:14 Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. 27. júní 2020 18:30 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Sjá meira
Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. 2. júlí 2020 20:00
Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 29. júní 2020 13:14
Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. 27. júní 2020 18:30